Leikskrár Þjóðleikhússins - 07.10.1952, Blaðsíða 24

Leikskrár Þjóðleikhússins - 07.10.1952, Blaðsíða 24
hús og þaðan af síður, að verkamaður, einn úr þeirra hópi, hafi gert garðinn frægan — ja, hvað kemur ekki upp úr dúrnum. En svona er það, eða var það, því að Sean O’Casey vegavinnmnaður, blaða- .sali, hafnarverkamaður og múrara-handlangari er farinn úr sínu ættlandi og Abbey er brunnið, en tvö meistaraverk hans gnæfa upp úr rjúkandi rústura borgarastyrjaldarinnar í Irlandi. Það eru leikritin „Júnó og páfuglinn“ og „Plógurinn og stiörnurnar“. Hvort tveggja, og þó í enn ríkari mæli hið síðara, hnefahögg framan í kjólhvíta oddborgara, bláber ögfun við hræsni og þjóð- rembing. Hrollkallur veruleikinn í braggahverfi menningarþjóðar, en ekki að- eins hrollkaldur, heldur lyft í annað veldi af einlægri trú á fól'kið, kjarna þjóðarinnar í þessum ömurlegustu híbýlum stórborgarinnar. — Það þarf heldur ekki að orðlengja það, kvenfrelsiskonur, kristilegir skátar, kaþólskir bræðra- lagsmenn að óglevmdum átthagafélögum og öðrum máttarstólpum lítils þjóð- félags gerðu beinb'nis aðsúg að leikhúsinu, þar sem þetta og annað eins var .‘ýnt. Síðan fóru bæði leikritin sigurför um allan hinn siðmenntaða heim og eru hyrningarsteinn þess álits, sem O’Casey nýtur nú, einn af þremur mestu leikritahöfundum aldarinnar. Hinir tveir: Bernard Sliaw og O’Neill, raunar líka írar, báðir. Sean O’Casey er fæddur í Dyflinni 1884. Hann ólst upp í mikilli fátæfet og sumpart þess vegna en sumpart vegna sjóndepru, sem eltist af honum með aldrinum, lærði hann ekki að lesa fyrr en á fjórtanda ári. Þegar heimur bók- anna opnaðist fyrir honum, lasi hann allt sem hönd á festi, en enskt ritmál nam hann fyrst og fremst af biblíunni og jafnöldrum sínum í fátækrahverfum borgarinnar. Hann þótti í uppvextinum kjarnyrtur en heldur orðljótur, og fé- félagar hans í vegavinnunni kölluðu hann „írska Jón“, af því að hann liafði komizt yfir írska málfræði og sat yfir því að læra hina fornu þjóðtungu, írskuna. Hið einkennilega, hrjúfa og sterka málfar, sem birtist alls staðar í vei^kum hans, minnir á þessa þrjá þætti í sjálfsanenntun hans. Bróðir hans einn var áhuga-leikari og hjá honum kynntist O’Casey leiklistinni fyrst, síðar segist hann hafa numið mest af Boucieault og Shakespeare, einum andstæðun- um enn. Fyrsta leikritið, sem hann sendi Abbey-leikhúsinu hét „Rauði litur- inn í fánanum“ og var það endursent með þeim ummælum, að það væri ekki fjarri lagi. Næsta leikrit hét „Skuggi skotmanns“ og var það sýnt 1923 í banni lýðveldissinna en með hervernd frá fríríkismönnum. Annað leikritið var ,,Júnó og páfuglinn“, sýnt 30. marz 1924. Eftir sýninguna á næsta leikriti, „Plógurinn og stjörnurnar“ ^kildu leiðir með Abbey-le:khúsinu og O’Casey. Leikrit hans „The Silver Tassie“, „Within the Gátes“, The Stars turns Red“, „Red Roses for Me“ o. fl. hafa öll verið frumsýnd után Irlands. — Mesta ritverk Sean O’Casey’s til þessa er sjálfs-ævisaga hans í fjórum binduin, sterk og myndauðug aldarfarslýsing, opinskátt játningarrit, harðskeytt ádeilurit.. lEsl

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.