Félagsrit KRON - 15.02.1947, Qupperneq 3

Félagsrit KRON - 15.02.1947, Qupperneq 3
1. árgangur 1. tölublað Wi r v m __ -m.T Febrúar 1947 Felagsnt KROIV ÚTGEFANDI: KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Til félagsmanna KRON A aðalfundum félagsins og víðar hafa verið uppi all háværar raddir um það, að nauðsynlegt væri að félagið gæfi út blað, þar sem félagsmönnum væru gefn- ar upplýsingar um viðgang félagsins á hverjum tíma og þar sem félagsmenn ræddu áhugamál sín varðandi félagið. Félagið hefur áður gefið út slíkt blað „Heimilið og KRON“ og „Heima“, en síðan árið 1942 hefur útgáfustarfsemin legið niðri. Ymislegt veldur því, að nú virðist full þörf á félagsblaði, t. d. að yfirleitt er erfitt að fá hús til fundar- halda og jafnvel ]jó slíkt takist er fund- arsóknin léleg og má þar sennilega um kenna vaxandi störfum manna almennt. Nú vill stjórn félagsins með þessu riti gera tilraun til úrbóta með að ná til fé- lagsmanna með málefni félagsins. Aformað er að gefa út 4 blöð á ári og yrði þá ársskýrslan felld inn í eitt þeirra. Stjórnin óskar eftir samstarfi við sem flesta félagsmenn, sem áhuga hafa fyrir útgáfu félagsblaðs, að þeir sendi blaðinu efni; greinar um áhugamál sín varðandi félagið, fréttir frá innlendri og erlendri samvinnuhreyfingu, jafnvel ýmislegt til skemmtilesturs o. fl. — þannig, að hlað- ið á hverjum tíma verði sem mest að óskum félagsmanna, fjölhreytt, fróðlegt og skemmtilegt. Ritið er haft í bókarstærð, svo þægi- legra sé fyrir félagsmenn að varðveita ]rað til innhindingar og geymslu í bóka- skáp. Skilnaður utanbæjardeilda og rekstur KRON Ennþá liggja ekki fyrir endanlegar skýrslur um vörusölu Kron á síðastliðnu ari, en láta mun nærri, að hún nemi 14,4 milljónum kr., en að krónutali mun það snöggt um meiri umsetning en árið 1943, en það ár náði félagið mestri vörusölu frá byrjun. Árið 1945 skildu Hafnarfjarðar- og Keflavíkurdeildir Kron við aðalfélagið og voru stofnuð sjálfstæð félög á þess- um stöðum. Ennþá er ekki nákvæmlega vitað um vörusölu þessara nýju félaga, en eftir lauslegri áætlun mun umsetning þeirra hafa numið 5—6 milljónum kr. Félagsrit KRON uwdsbókasafn 1

x

Félagsrit KRON

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.