Félagsrit KRON - 15.02.1947, Page 12

Félagsrit KRON - 15.02.1947, Page 12
Nokkur orð um vömjöfnun KRON ] marz 1945 setti stjórn félagsins reglugerð um vörujöfnun. Var þessi reglugerð send öllum þáverandi félags- mönnum. I reglugerðinni segir meðal annars: „4. Nýir félagsmenn og eldri, sem áð- ur höfðu eigi gert arðmiðaskil, skulu þá fyrst verða aðnjótandi vörujöfnunar, er þeir hafa skilað arðmiðum fyrir við- skiptum sínum, er nemi minnst 400 krónurn (samanber þó 5. grein I. 5. Eftir að vörujöfnun hefur verið ákveðin, skal hún auglýst í blöðum og útvarpi. Félagsmenn, sein ekki höfðu fœrt sönnur á viðskipti sín áður en vöru- jöfnun var ákveðin, en gera það á með- an vörujöfnun stendur yfir, geta eigi orðið þeirrar vörujöfnunar aðnjótandi.“ Þeir, sem koma of seint í hvert sinn, sem vörujöfnun fer fram, kemur í ljós að fjölmargir félagsmenn hirða ekki um að sækja vörujöfnun, fyrr en eftir að hún hefur verið auglýst og eiga þá á hættu að komast ekki að í þeirri vörujöfnun, nema að vörumagnið sé það mikið, að afgangur verði að lok- inni jöfnun. Þetta hefur valdið nokkurri óánægju viðkomandi félagsmanna, en ástæðan fyrir því að ekki er hægt að komast inn í vörujöfnun, sem auglýst hefur verið er þessi: Félagið fær ákveðið vörumagn, sem þarf að jafna út meðal félagsmanna. Með því að vitað er hve margar vöru-' jöfnunareiningar etu úti meðal félags- manna, er þeirri tölu, sem úti er, deilt í vörumagnið og úthlutunin byggð á þeirri deilingu. Eftir að þannig er búið að ákveða visst vörumagn á hverja ein-. ingu hlyti aukin útgáfa vörujöfnunar- miða að orsaka, að félagsmenn, sem rétt áttu á vörujöfnun, fengju ekki út á mið- ana og væri vörujöfnunin ]já komin í öngþveiti og næði ekki lilgangi sínum. Hver maður í sinni búð Töluvert hefur borið á því, að félags- menn, sem vörujöfnunarmiða hafa haft, hafa ekki fengið sinn skammt í búð þeirri, sem þeir eru vanir að verzla í. Astæðan er sú að í viðkomandi búð hefur stærri hópur félagsmanna sótt vör- una úl á seðlana, heldur en vanalega verzla þar, svo að búðin hefur verið fyr búin með vörumagnið en ráðgert var. Hefurþetta orðið til þess, að í úthverfum bæjarins hefur vörumagnið ekki gengið upp og er þá að vörujöfnun lokinni selt hverjum sem hafa vill. Það er því nauð- synlegt að félagsmenn geri sér Jrað að reglu, að kaupa út á vörujöfnunarseðl- ana í þeirri búð, sem þeir verzla að stað- aldri í, því að þangað hefur þeirra magn verið sent. 10 Félagsrit KRON

x

Félagsrit KRON

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.