Félagsrit KRON - 15.02.1947, Page 13
MatvörubúSin á Langholtsveg 24—26
A myndinni sést innri hlnti búðarinnar ásarnt starfsfólki, talið frá vinstri: Hanknr Snorrason
deildarstjóri, Ingibjörg Ingimundardóttir og Hrönn Pétursdóttir. Búðin tók til starfa 22. nóv. 1945.
Nýjar tillögur
um grundvöll vörujöfnunar
Ymsir félagsmenn hafa komið með þá
tillögu, að breyta vörujöfnun í það horf,
að eigi sé tekið tillit til fjölskyldustærð-
ar, heldur til vörukaupa félagsmanna.
Þeir leggja til að eining vörujöfnunar
yrði þá miðuð við t. d. 500 króna vöru-
kaup. Félagsmaður, sem verzlar fyrir t.
d. 2500 kr. á ári fengi þá 5 einingar eða
sama og 5 manna fjölskylda fær nú.
Þá eru raddir um að afhending vöru-
jöfnunarseðla fari fram ársfjórðungs-
lega, þannig að félagsmenn, sem um ára-
mót hefðu skilað aðeins kr. 500 í arð-
miðum, en ykju svo viðskipti sín til
muna, hefðu ársfjórðungslega tækifæri
til að fá leiðrétta vörujöfnurarúthlutun
sína í hlutfalli við viðskiptin,
Gætið vörujöfnunarseðlanna vel
Borið hefur á því að nokkrir félags-
menn hafa týnt vörujöfnunarseðlum.
Þar sem skrifstofan hefur enga trygg-
ingu fyrir því að slíkir seðlar séu ekki
í umferð, má húast við því að alveg
Félagsrit KRON
11