Alþýðublaðið - 03.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1920, Blaðsíða 2
s an veit, að hann er stjórnmála- ritstjórinn. Einar segir, að allir skoði skrif Alþýðublaðsins sem „ómerk ómagaorð". Það má vera að Einar huggi sig við það. En því er þá atlur þessi gauragangur á móti blaðinu og fylgismönnum þess. Skyldu þær ofsóknir þó ekki stafa af þvf, að Einar og hans nótar óttast áhrif blaðsins, þá er fram líða stundirf Vafa- laust. Fer hér, eins og annars- staðar, að kenningar þessa blaðs munu sigra að lokum, þá er al- menningur hættir að láta blekkj- ast og opnar augun fyrir svika- mylnu andstæðinganna. Jarðagóz. >Fyrst er þá að at- huga", segir Einar, „hvort hér á landi sé nokkurt auðvald til“. Og hann byrjar á bændum. Segir að hér sé enginn aðall, og jarðagóz alt nú hvergi í eigu fárra manna. En ástandið getur fyr verið slæmt, en heilir hreppar séu í höndum einstakra manna. Þó á þetta sér stað, t d. um Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau kauptún eru f höndum fjögurra manna, og hafa hreppsbúar oft kvartað, þó aldrei bafi þeir haft mannrænu í sér til þess að hrista það fyrirkomulag af sér. Líka eru víðsvegar á Iand- inu til stórbændur, sem hafa und- ir margar jarðir. Að vísu leigja þeir þær jarðir, sem þeir þykjast ekki þurfa á að halda i bili, eða þeir leggja þær undir sig jafnóð- um og þær losna. Líka má benda Einari á það, að t. d. Þorlákshöfn og Sandgerði, einhver stærstu fiskiverin á landinu eru f höndum einstakra manna, sem ekki verður sagt um, að hafi bætt útveginn nokkuð. í Sandgerði, t. d. taka eigend- ur jarðarinnar ekki einungis vita- gjald af þeim, sem halda þaðan skipum (véibáturo) úti, heldur hef- ir hver einstakur háseti orðið að greiða það líka. í báðum þessum verstöðum hafa eigendur neitt hina smærri útvegsbændur til þess, að selja sér aflann, — fengu að öðrum ko ti ekki „að leggja upp" á áðurnefndum stöðum. Þeir hafa enn fremur þvingað þá til þess, að kaupa hjá sér ýmislegt með okurverði Hefi eg oft heyrt út- vegsmenn kvarta undan þessu, en þeir hafa ekki fengið rönd við reist. Fengu engin önnur svör en þau, að þá gætu þeir farið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bóndinn f Þorlákshöfn, sem nú er annar þingmaður Árnesinga, seldi vermönnum mjólk (1917) á 40 aura pottinn. En á Eyrarbakka kostaði hann þá 18—20 aura. Þetta kallar Einar ekki „jarða- góz“. En það er það nú samt eftir íslenzkum mælikvarða og hefir mikla þýðingu, einkum fyrir smærri útvegsbændur, sem eru að berjast við, á báti sínum, að verða sjálfstæðir menn. Það munu þeir viðurkenna, sem þekkja til þessa útvegs, að þetta fyrirkomulag er þröskuldur á vegi þeirra ismærric til velmegunar. Þessar veiðistöðvar ættu vitan lega að vera eign Iandssjóðs, og hverjum manni gert sem greiðast fyrir, að vera þar og njóta þeirra auðæfa, sem sjórinn hefir að geyma. Eg sleppi að minnast á sam vinnufélagsskap bænda. Einar er Ifka að hnýta í hann, (Frh) “V eðurskeyti. Frá 1. febrúar fylgir veðurskeyt- unum stutt lýsing á veðurlaginu, eins og það er samkvæmt veður- skeytunum á þeim tíma, er at- huganirnar eru gerðar. Nú sem stendur eru athuganir þessar gerð- ar klukkan 6 að morgni, nema á Grímsstöðum klukkan 8. í veður- lýsingunni verður aðallýsingin lögð á það, hvernig loftvogin stendur, og ef ástæða þykir til þess, hverj- ar breytingar hafi orðið á henni 3 síðustu stundirnar, áður en at- huganirnar voru gerðar. Af þessu má mikið marka um veðurfarið á næsta dægri eða sólarhring. Ef næstum því sama vindstaðan er á öllu landinu, verður þess einnig oftast nær getið í veðurlýsingunni á hvaðan hann er. Hins vegar verður það, sem sést beinlínis af veðurskeytunum, svo sem hiti, úr- felli og vindmagn á stöðvunum, eigi endurtekið, nema séstaklega standi svo á, að ástæða þyki, að vekja athygli á því. Fyrst um sinn fylgir veðurlýa- ingunni enginn spádómur um það, hvernig veðrið muni verða. Slíkir spádómar eru nú sem stendur miklum vandkvæðum bundnir, og mundu ekki geta orðið svo ábyggi- legir, að þeir kæmu að verulegu gagni. En til þess er ætlast, að þeir, sem hafa áhuga á því að vita um komandi veður, geri sér að venju að athuga veðurlýsing- arnar, og reyni að finna í þeim nýar reglur um veðurfarið. Fer þá varla hjá því, að menn hafi mik- ið gagn að veðurlýsingunni, er þeir reyna að sjá veðrið út, þó að þeir auðvitað þar fyrir megi eigi vanræbja að athuga þau veð- urmerki, sem þeim eru kunn að því, að reynast vel. Yeðrið í dag. Reykjavík, SSV, hiti 0,4. ísafjörður, SSV, hiti Akureyri, S, hiti -5-1,5. Seyðisfjörður, N, hiti —$-3,1. Grímsstaðir, SA, hiti -r-7,0. Vestmannaeyjar, SSV, hiti 1,2. Þórsh., Færeyjar, VNV, hiti 2,0. Stóru stafirnir merkja áttina, þýðir frost. Loftvog lá lægst fyrir vestan land; suðlæg átt. Ui dagion og veginn. Lanst embætti. Sýslumanns- embættið f Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetaembættið á Akureyri er nú auglýst Iaust. Umsóknar* frestur til 31. marz n. k. Arslaun 4600 kr. Óveitt prestaball. Sauðlauks- dalsprestakall í Baiðastrandarpró* fastsdæmi er laust. Veitist frá far* dögum, en umsóknarfrestur er til 15. marz n. k. Leiðbeiningar geta íslending' ar, sem hverfa vilja heim frá út- löndum, eftirleiðis fengið með þv^ að snúa sér til atvinnu- og sa®* göngumáladeildar stjórnarráðsins, viðvíkjandi atvinnu, jarðnæði, hlut- deiid í fyrirtækjum og öðru se® þeim er þörf til vistar hér á landt- EldÍTiðarbrestnr á Akureýri- Sfmfregn frá Akureyri hermir, þar sé nú svo mikill eldiviðar- skortur, að til stórvandræða horfi, komi ekki þangað kolafarmur rojóg bráðlega. Kikhósti gengur í b®°'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.