Fregnmiðinn - 01.12.1945, Blaðsíða 1
LÁTIÐ ALLA Á HEIMILINU
LESA FREGNMIÐANN.
HIN NÝJA ÚTGÁFA
SIGNI
Félag manna í Reykjavík hefir hafizthanda um útgáfu íslendingasagna. Verður
þetta mjög vönduð og ódýr útgáfa. Lögð verður megináherzla á vandaðan pappír og
skýrt letur. Einn kunnasti fornritafræðingur landsins, hr. magister Guðni Jónsson,
hefir verið ráðinn ritstjóri útgáfunnar. Þótt skammt sé síðan málum þessum var ráð-
ið til lykta, hafa undirtektir manna verið með eindæmum góðar og sýna bezt, að ís-
ltndingar kunna enn að meta þennan bókmenntafjársjóð sinn og sitja sig ekki úr færi
að eignast íslendingasögurnar, þegar þeim býðst smekkleg og handhæg útgáfa. —
Þessi útgáfa telur, sem fyrr er getið, það vera meginskyldu sína og setur metnað sinn
í það, að inna útgáfustarfið sem allra bezt af hendi.
Um það verður ekki deilt, að einmitt í þessar gömlu sögur hefir þjóð vor sótt
þrek sitt, merg og manndáð. Og þeim eigum við fyrst og fremst að þakka sjálfstæði
vort og íslenzkt mál.
12 bindi verða í hinni nýju útgdfu. Eru það ekki aðeins allar þær íslendinga-
sögur, er birzt hafa í eldri heildarútgáfum, heldur að auki um 25 sögur og þættir, sem
öllum þorra manna eru lítt eða ekki kunnir. Verður ritinu að forfallalausu skilað til
kaupenda fyrir lok næsta árs, fyrir 300 krónur óbundnu eða 372 kr. í skinnbandi. —