Fregnmiðinn - 01.12.1945, Qupperneq 3

Fregnmiðinn - 01.12.1945, Qupperneq 3
...................... .. . FREGNMIÐINN Er hér alls um 110 rit að ræða, og kostar hvert rit því að meðaltali rúmlega kr. 2.70, og hefir ekkert útgáfufélag hér á landi getað boðið slík kostakjör, miðað við núgildandi verðlag. Mikil tíðindi og einstæð má telja, að útgefendum hefir tekizt að útvega þeim, sem kynnu að óska, tilboð frá einni kunnustu bókbandsstofu Norðurlanda fyrir kr. 6.00 íslenzkar, hvert bindi í skinnbandi, og geta kaupendur snúið sér beint til bók- bandsstofunnar, ef þeim sýnist. Mun það verða nánar auglýst síðar. Notið tækifærið til að eignast dýrmætasta bókmenntafjársjóð vorn í fallegri, ódýrri útgáfu! TAKMARKIÐ ER: Hin nýja útgáfa íslendingasagna inn á hvert heimili á landinu. - Hún á að verða fyrsta gjöfin til barnsins yðar og bezta vinargjöfin. Guðni Jónsson lliagister, ritstjnri þessarar útgáfu íslendingasagna hefir um mörg ár fengist við útgáfur sagnarita, og er kunnur rithöfundur og fræðimaður. Hann er fæddur að Gamla Hrauni á Eyrarbakka 22. júlí 1902. — Hann lauk meistaraprófi í íslenzkum fræðum 1930. Var ráðinn kennari við Gagníræðaskóla Reykjavíkur 1928 og hefir gegnt því starfi síðan. Hann hefir átt sæti í stjórnum ýmissa félaga er fástvið útgáfu sagnfræðirita, svo sem Sögu- félagsins, félagsins Ingólfs og Árnesingafélags og er ritstjóri rita tveggja hinna síðarnefndu félaga. Helztu rit hans eru: Bergsætt, Forníslenzk lestrarbók og íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur 1.—5. h. Þessi fornrií hefir hann þegar gefið út: Gunnlaugs sögu ormstungu, Harðar sögu og Hólmverja, íslend- ingabók og Landnámu, Njáls sögu, íslendinga þætti, Snorra Eddu, Grettis sögu og Bandamanna sögu og ásamt öðrum Fornaldasögur Norðurlanda og Boigfirðinga sögur. Eru útgáfur hans allar hinar vönd- uðustu

x

Fregnmiðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnmiðinn
https://timarit.is/publication/2032

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.