Æskulýðsblaðið - 26.03.1950, Qupperneq 2
ÆSKULYÐSBLAÐIÐ
2
--—-----------
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
er blað' æ'-kunnar á Akureyri og gef-
ið út af ÆskulýSsfélagi Akureyrar.
Það kemur út eftir hentugleikum þá
mánuði, sem skólarnir starfa. —
Ábyrgðartnaður er sr. Pétur Sigur-
i geirsson. Ritstjórn blaðsins er skip-
uð þessum mönnum: Jðni Bjarman,
Friðbirni Gunnlaugssyni, Jóhanni
Lárussyni og Bjarna A. Bjarnasyni.
Blaðamenn eru: Höskuldur Goði
KarLson, Oskar Eiríksson, Signa
Ilallsdóttir, Sigtryggur Sigtryggs-
son og Vaka Sigurjónsdóttir. Aug-
lýsingastjóri: Stefán Jónsson, sími
23. Afgreiðslumaður: Karl B. Jóns-
son, sími 24. Blaðið kstar 2 krónur.
Prentsmiðja Björns Jónssonur h.f.
v ---------—---------—«-——-5
vorar
Þessa dagana eru augljós merki þess,
að það vorar. Sólin hækkar á lofti og
klakinn bráðnar af jörðu, vindarnir
stillast og skýin arka ekki eins um
himinhvolfið.
Vorið er dásamlegur tími. Þá er það
sem náttúran rís uþp af svefninum
langa, þá er það sént hún kastar af sér
hinum hvíta hjúp og klæðist grænum
ekrúða, sem skreyttur er alla vega lit-
um blómum og blöðum.
í náttúrunnar ríki er falinn mikill vís-
dómur skaparans, og það er föllaust,
að jafnan vill hann látá okkur nema
lærdóma í sambandi við framvindu
þess ríkis, eins og greinilega kemur ,
fram hjá Meistaranum.
Valdimar Briem sálmaskáld minn-
ir okkur á þetta, er hann segir:
„Guð allur heimur, eins i lágu og háu,,
er opin bók um þig er jfœðir mig,
já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu
er blað, sem margt er skrijað á um þig“ ,
Það er sem í þe sari opnu bók standi
við kaflaskipti: Það vorar. Það er lífs-
nauðsynlegt fyrir náttúruna að eignást
vorið. En það er ekki síður náuðsyn-
legt fyrir mánnlífið sjálft að eignast
vor. Og vorið kemítr í mannssálina
þegar maðurinn vaknar til meðvitund-
ar um það, að hann er Guðs barn, að
hann á að fara eftir Guðs vilja. Mætti
það æskunnar vor renna upp nú með
liækkandi sól!
Neyðin ein.
Undanfarið hafa stjórnmálin verið
ofarlega á dagskrá. Baráttan í þeim
málum hefir gert mönnum það ljóst,
að mikil breyting
verðttr að komá
inn í hið pólitíska
líf, ef það á ekki
einn góðan veðurdag eftir að kollsigla
allri þjóðarskútúnni sakir innbyrðis
deilna og persónulegra illinda. Eins og
baráttan hefir verið háð er hún í al-
gjörri andstöðu við kristindóininn.
Það ér kutinara en frá þurfi að segja,
að í hinní pólitísku baráltú vorri ef
þáð tilgangurinn, sem lielgár meðalið.
Sannleikurinn er útþynntur eftir því
sem bezt hentar hverjum og óinum, og
hann verður óþekkjanleguri Ménil æsa
sig upp í að þræta fyrir yfirsjónir sín-
ar og það er reynt eftir mætti áð eyði-
leggja allt fyrir andstæðingnum, bæði
gott og illt. Þetta hefir sínar eðlilegu
afleiðingar. Neyðin ein virðist ætla að
geta snúið bökum á íslendingum sám-
an í lífsbaráttunni.
Nýir menn.
Hvað skyldi svo vera til bóta bæði í
stjórnmálum okkar og öðrum málum,
s<'”’ of'aga fa-a? Það þarf nýjá menn.
")g riýr maðúr verð-
rhver sá,sem éign-
Vst riýtt líf. Til þess
ið eigriast nýtt líf
verður maðurinn að
afneita sjálfum sér.
gáirilí maðúr“ er éigingjarn,
hann hugsar helzt og fremst um það,
að skára eld að sinni kiiku. Okkar
„gamli maður“ er öfundsjúkur og gref-
ur miskunnarlaust undan hverjum, sem j
betur getur en hann. Okkar „gamli
maður“ þekkir ekki elskuna til náung-
ans og því síður elskuna til Guðs. Okk-
ar „gamli maðúr“ kann ekki að iðrast
eða fyrirgefa. Þessum „gamla manni“
verðum við að afneita. Við verðúm að
líta á hann sem kross, sem við þurfum
áð bera úm leið og við fæðurast til hins
Okkar
nýja lífs og verðum nýir menn. Það er
Guð, rem gefur manninum nýtt líf, og
gerir hann að nýjum manni. Hann ger-
ir það með því að gefa honum að leið-
toga konung kærleikans, sannleikans,
miskunnseminnar. Kristur sagði: „VJji
einhver fylgja mér, þá afneiti hann
sjálfum sér, taki upp kross sinn, og
fylgi mér eftir.“
Hjúkrun.
í sumar kom! ég á sjúkrahús á Aust-
urlandi, þar var mér sagt frá því, að
ógjörnirigur væri að fá íslenzkar hjúkr-
unarkonur til þess að
starfa meðal sjúkling
anna. V í ð a heyrisi
þessi sama saga, að
það sé skortur á
hjúkrunarfólki vi?
sjúkrahúsin.
Illt er að vita, að
svo skuli þetta vera. En úr því má bæta
með því að ungar stúlkur láti hjúkrun-
arstörfin meira til sín taka. Það er há-
leit köllun fyrir hina ungu stúlku að
gerast hjúkrunarkona. Ilið göfuga ta
starf er að líkna þeim sem þjást. Og
það er einnig þakklátt starf, sé þaÖ
rækt af samvizkusemi og alúð. — En
þakklæti sjúklinganna eru laun, sem
hvorki mölur og ryð getur grandað.
Ðrykkjuskapurinn.
Það er eigi undarlegt, þótt hver hugs-
andi maður sé kvíðandi vegna þess
böls, sem áfengið er enn að leiða yfir
þjóðina. Eins og
lesa má á öðrum
stað í blaðinu tel-
ur Friðjón Skarp-
héðinsson, bæjar-
fðgeti, drykkju-
skapinn vera hættulegastan fyrir æsku-
lýðinn. Hver sú æska, sem seillst til
áfengra drykkja er dæmd úr leik. Hún
er ekki fær um að leysa af hendi ætl-
unarvérk sitt. Og hver verður þá upp-
risa þjóðarinnar til æðra og betra lífs?
Ef á að forða æskunrii frá drykkju-
skapnum. þá verða hinir eldri að af-
neita sínum „gamla manni“, drykkju-
skaparlönguninni, og kjósa áfeng ð frá
skemmtana- og heimiiislífinu. Ef það
verður ekki gert, yerður hægt að forða
æ kunni frá því að ve.ða drykkjusjúk,
annars gelur brugðið til beggja vona.
Hvers vegna.
er ég kristinn?
(Framhald aj 1. síðu.)
Þau báðu Guð að le'ða mig til hine
rétta í lífinu. Þau kenndu mér bænir
pg trú á Guð. Þega." ég fermdist, þá
jlofaði ég að bafa Frelsarann Jesúm
Krist að leiðtoga í lífi mínu.
I
Birna Bjarnadóttir.
i..„ ; • . . . :j
Eftir dauðann.
Ég er kristin af því að ég trúi á Jes-
úm Krist. Ég hefi lært og lesið mikið
um kristindóminn. Foreldrar mínir eru
kristnir, og er ég var lítil, kenndi móð-
ir mín mér að trúa á Jesúm Krist, einn-
ig kenndi hún mér Faðir vor og ýms
bænavers....Mér hefir verið ;agt, að
við dauðann eignist maður annað líf,
þar sem trúin á Krist greiðir leiðina
til eilífrar hamingju.
Jakobina Yalmundsdóttir.
Ef kærleikurinn kæmist í hjörtu
mannonno.
Ég er krislin vegna þess að þegar ég
var lítil kenndi móðir mín mér að trúa
á Jesúm Krist. Hún sagði mér, að é{
ætti alltaf að biðja bæn mína á kv'old-
in, áður en ég færi að sofa, og hú»
kenndi mér margar fagrar bænir. Ég er
kristin, og þess vegna á ég að vera
kærleiksrík. Ég á að elska óvini mína,
vera hjálpfús og góðviljuð í garð allra
manna. Ef kærleikurinn kæmist inn í
hjörtu mannanna, þá gætu allir verið
vinir.
Guðbjörg Jóhannsdóttir.
Eftirbreytnin.
Ég trúi á Jesám Krist, og að hann
hafi komið í heiminn til þess að þeir
fengju að trúa á hinn sanna Guð. En
hvernig er það nú? Lifa allir í eftir-
bréytni Jesú Krists? Nei, fjarri fer því.
Hjalti Hjáltason.