Æskulýðsblaðið - 26.03.1950, Side 3

Æskulýðsblaðið - 26.03.1950, Side 3
Þann 30. janúar síða tliðinn hófst heimsmeistaramótið á skíðum. Akveð- iS hafði verið að mótið færi fram á gamia Olympíustaðnum, Lake Placid. Þeir unnu kappróSurinn. Ljósmynd: E. Sigurgeirsson. k þessum stöðum fóru fram hinar svo- nefndu norrænu greinar og var það vit- að fyrirfram að keppni yrði innbyrðis barátta um stigin milli Norðurland- anna þriggja, Svíþjóðar, Noregs og Finniands. Þessum hluta mótsins lauk 5. febrúar með þeim úrslitum, að Sví- þjóð fékk 45 stig, Noregur 39, Finn- land 19, Frakkland 3, Bandaríkin 3 og Kanada 1 stig. Mótið hófst með því að keppt var í stökkum í tvíkeppni. Þar áttu Norð- menn 5 fyrstu menn og sjötti maður var Olympíumeistarinn, Finninn Heik- ki Hasu. Úrslit í stökkunum: 1. Simon Sláttvik N. 231.0 stig. 2. Per Sannerud N. 223.4 stig. 3. Ottar Gjer- mundshaug N. 220.8 stig. 4. Ketil Már- dalen N. 219.8 stig. 5. Per Gjelten N. 216.8 stig. 6. Heikki Hjjsu F. 215.2 stig. Leng ta stökk keppninnar átti Slátt- vik, 68 m. Dagana fyrir stökkið hafði snjóað svolítið og var þegar unnið að því að koma snjónum fyrir í brautinni undir yfirstjórn bræðranna Birgis og Sig- mund Ruud, Gangan í þessari keppni var ein sú skemmtilegasta og jafnasta, sem um getur í langan tíma. Sigurvegarinn í göngunni varð Svíinn Karl É. Áström Svíþjóð 1.06.16 klst. Næslír komu 2. Einaf Josefsson Svíþjóð 1.06,28 klst. 3.' Arnljot Nyás Noregi 1.07.07 klst. 4. A- gtist Kiuru Finnl. 1.07.08 klst. 5. Paa- vo Lonkila Finnl. 1.07.15 kl.st. 6. Vilja Veltonen Finnl. 1.07.32 klst. Úrslit í sameinuðu stökki og göngu: 1. He'kki Hasu Finnl. 455.2 stig. 2. Gjermundshaug Noregi 452.0 stig. 3. Sláttvik Noregi 451.3 stig. Boðgöngunni lauk með sigri Svía á 2.39.59 klst. Finnland varð næ:t á 2.41.51 klst. Þriðja þjóð varð Noregur á 2.47.18 klst. Úrslitin í stökkkeppninni urðu þessi: 1. Hans Björnslad N. 220.4 stig. 2. Thure Lindgren S. 214.4 stig. 3. Arn- Lnn Bergmann N. 213.5 stig. 4. Christ- ian Holm N. 212.4 stig. 5. Thorbjörn Falkanger N. 211.8 stig. Nokkrir aj sigurvegurunum í knatt- spyrnunni með silfurstöngina, sem Pálmi H. Jónsson, bóksali, gaf til þess að keppa um. Ljósm.: E. Sig. Sigurvegarinn kom flestum á óvart. Hann var aðeins 22 ára að aldri. Það kom líka á óvart, að Svíinn Thure Lindgren varð nr. 2, á undan svo mörg- um snjöllum Norðmönnum, sem þarna voru. 50 km. gangan. Þessari keppni lauk með fjórföldum sigri Svía. Það var þó ekki fyrr en á síðustu 10 km., sem þeir verulega tóku forustuna. Úrslit voru: 1. G. Erikson S. 259.05 klst. 2. E. Josefson S. 3.00.01 klst. 3. N. Karlson S. 3.00.10 klst. 4. A. Tornquist N. 3.00.55 klst. 5. H. Maartman N. 3.01.49 klst. 6. P. Vanninen F. 3.02.15 klst. Skíðakóngur Svíanna í göngu, Nils Karlson (Mora-Nissa), fékk ekki gott rennsli og virtist ekki upplagður, en eftir' hálfa leiðina stanzar hann og sftyr að nýjuj og eftir það gekk allt hetur fyrir honum, og .korn hann sem nr. 3 í mark. Þor sem englarnir vaka. Eg er kristin af því að ég trúi á Guð sem kærleiksríkan faðir, sem fyrirgef- ur syndir mannanna, styrkir þá og blessar. Ég trúi því, að hann láti engla sína vaka yfir okkur til þess að forða okkur frá því að ge.a illt. Ég trúi því, að hann hafi sent Krist til þess að kenna mönnunum að lifa saman í friði með kærleika hver til annars. Ólöf Pálsdóttir. Þannig breiddist trúin út. Eg er kristinn vegna þe:s að ég trúi á Guð, en ekki stokka og steina. Sá Guð, sera við trúum á, er skapari him- ins og jarðar. Menn hafa aldrei séð hann, en hann hefir sent okkur Jesúm Krist, sem boðaði trúna á Guð. Þegar Kristur kom í heiminn, lét konungur- inn deyða alla sveina, vegna þess að hann var luæddur um, að þessi Jesú myndi ráða yfir öllum heiminum. En móðjr hans og faðir flýðu með hann, pg hann slapp. Svona vildu heiðnir inenn alltaf ofsækja kristna menn. En fyrir hvern kristinn mann, sem lét lífið fyrir trú sína, risu alltaf íleiri upp. — Þannig lneiddist trúin út um allan heim. Agnar Þorsteinsson. A3 roto í hættur fyrir boðskopinn. Eg er kristinn af því að ég á kristið heimili, og boðskap Krists vil ég læra og fara eftir honum eins og ég get. •— Mér finnst ég alltaf betri maður, eftir að ég hefi lesið bænir mínar á kvöld- in. Væri það ekki ánægjulegt, að vera einn af þeim mönnum, sem rata í hætt- ur og torfærur við það að kristna aðr- ar þjóðir? Er það ekki gleðilegt að kynnast árangrinum af starfi þeirra? Gunnar B. Jóhannsson. Hann dó fyrir mig. Ég er kristin vegna þess að Jesú dó fyrir mig á krossinum á Golgata. Og hann sagði: „Hvern þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka.“ Ég veit, að hann fyrirgefur mér syhdir mínar og mannanna. Kristur dó fyrir okkur til þess að við gætum öðlast ei- líft líf. Ef hann hefði ekki fórnað sér, þá v'æri aumt;að litast nm í heiminum. Við eigum að velja Krist sem leiðtoge í okkar lífi. Jósejína Magnúcdóttir. Verður Jesús að komo aftur? Foreldrar mínir hafa verið skírðir til Krists, einnig ég og bróðir minn. Ef þjóðir jarðarinnar vilja ekki iðrast synda sinna, þá verður Jesús Kristur að koma aftur til jarðarinnar, jafna deilurnar og koma íriði á í heiminum. Það er Kristur einn, sem getur gefið hinn sanna frið á jörðu. Það er Jesús Kri tur sem frelsar okkur frá valdi syndarinnar. Jörg Spitte (þýzkur drengur). Hversu breyttur væri ekki heimurinn. Eg er kristinn vegna þess að trúin á Krist er sú bezta trú, sem menn vita að til sé. Kristin trú miðar að því að gera mennina að kærleiksríkum og elskandi bræðrum. Ein fegursta setningin, sem ég þekki, er þannig: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra.“ Ilversu breyttur væri ekki heimurinn, ef menn færu eftir þessu? i Elías Kristjánsson. Eins og þeir, sem létu lífið fyrir trúna. mínir hafa kennt mér að trúa á Guð og hafa Krist sem leiðtoga í lífi mínu. Við eigum að lifa eins og Jesús sagði: „Þið eigið að elska óvini yðar og biðja fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Við eig- um að reyna að útbreiða kristnina, og vera stöðug í trúnni eins og þeir, sem létu lífið fyrir hana. Gunnar L. Iljartarson. Mér fór að þykja vænt um hann. Ég er kristinn af því að strax og ég man eftir mér var farið að segja mér frá Guði, Jesú Kristi og kraftaverkum hans. Ég fékk að sjá og reyna, hvernig þeir, sem þjónuðu Kristi, báru af í öllu, sem gott er. Strax og ég fór að lesa kristin fræði og kynnast því, hvernig Kristur kom fram við alla þá, sem bágt áttu, þá fór mér að þykja vænt um hann. Jón Stefán Arnason.

x

Æskulýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskulýðsblaðið
https://timarit.is/publication/2044

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.