Æskulýðsblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 6
é ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
ÝERKEFNI, SEM LEYSA ÞARF:
•!
Atvinnuleysi unglinga
jVmnuskóli - Skólagarðar
Alvarlegt mól.
ATVINNULEYSI unglinga í bænum er eitt af alvarlegustu málefnum
bæjarins. Ekkert er unglingunum eins hættulegt og algert iðjuleysi. —
Það orkar lamandi bæði á líkama og sál.
Afleiðingarnar.
Aðgerðarleysið vekur leiðindi, leti
og jafnvel minnimáttarkennd hjá þeim,
|sem fyrir því verða. Aftur á móti vek-
|Ur vinnan gleði, eykur þróttinn og stæl-
'ir viljann, hún vekur djörfung; en vinn-
jan þarf að vera við hæfi hvers og eins.
Atvinnuleysi unglinganna mikið.
| Því miður er atvinnuleysi ungling-
anna hér mikið. Eftir því sem ég bezt
Veit, er helzta „sport“ iðjuleysingjanna
jhér að hringsóla í leigubílum hinn svo-
kallaða „rúnt“ (þ. e. Hafnarstræti og
Skipagötu). Einnig er hin nýuppkomna
billiard-stofa fjölsótt af þeim ungling-
um, sem lítið eða ekkert hafa að gera.
Og í þessar fánýtu skemmtanir, ef
skemmtanir skyldi kalla, eyðir hin at-
vinnulausa æska peningum og tíma,
' sem betur væri varið á skynsamlegri
hátt.
Úrbófo þörf.
Hérna er verkefni fyrir þá, sem völd-
i in og ráðin hafa. Væri það ekki ráð til
úrbóta, að stofna vinnuskóla með líku
sniði og sá, er á Akranesi starfaði s. 1.
sumar. Hugmyndin um slíkan vinnu-
skóla er vissulega þess virði, að henni
sé gaumur gefinn, og e. t. v. mætti
framkvæma hana, ef bæjaryfirvöldin
vildu taka hana til athugunar.
Skólagarðor.
Einnig eru skólagarðarnir í Reykja-
vík fordæmi, sem vert er að veita at-
hygli. Vel gæti ég trúað því, að skóla-
garðar myndu þrífast vel hér á Akur-
jieyri. Hér eru hin ákjósanlegustu rækt-
unarskilyrði. Og mér finnst ótrúlegt
annað en að hér og víðar í grennd
mætti rækta kartöflur í stórum stíl. Á
þann hátt mætti líka draga úr innflutn-
ingi á kartöflum erlendis frá. Kæmi
það sér vel að spara með því gjaldeyri.
Hefjumst handa!
O kandi væri, að þetta aðkallandi
vandamál æskunnar yrði tekið til at-
hugunar í því skyni að ráða bót á at-
vinnuleysi unglinganna. Við verðum
öll að hefjast handa til þess að reyna
að fyrirbyggja það að nokkur ungling-
ur geti sagt: „Ég hefi ekkert að gera.“
Edda Snorra.
„Hvaða ástæður liggja til þess helzt,
að sumir æskumenn komast í hendur
lögreglunnar?" spurði ég bæjarfóget-
ann, er við höfðum tekið tal saman.
„Þær geta verið margvíslegar,“ svar-
aði hann. „Æ;kufólk er stundum fyrir-
ferðarmikið, og hömlumar, sem lagðar
eru á athafnafrelsi einstaklingsins eru
víðtækar. Æskumönnum finnast þær
stundum óþarflega víðtækar, og hirða
ekki um að virða þær.“
„Kemur ekkert annað til greina í
þessu sambandi?"
„Hér koma ekki síður til greina skil-
yrði æskufólks í uppeldinu. Þeir, sem
alast upp við slæmt siðferði eiga öðr-
flm frernur hættu á því, að þurfa að
láta lögregluna skakka leik sinn, vegna
hagsmuna heildarinnar og almenningi
til verndar.“
I BARNAHEIMILIÐ
I MESTA
| NAUÐSYNJAMÁLIÐ.
Fréttamaður blaðsins átti tal við Ei-
rík Sigurðsson, yfirkennara, formann
hins nýstofnaða Barnaverndarfélags.
„Hver er lilgangur félagsins?" spurð-
um vér Eirík.
„Hann er sá, að vinna að almennri
barnavernd með fræðslustarfsemi,
stuðla að heimili fyrir vandræðabörn
og koma upp almennum barnaheimil-
um fyrir munaðarlaus börn.“
„Hvað er efst á stefnu:kránni?“
„Það mun óefað verða það, að koma
upp barnaheimili fyrir börn um stund-
arsakir, er heimili leysast upp, eða húe-
móðir veikist og getur ekki annazt börn
sín.“
„Hvað segið þér yfirleitt um fram-
ferði bama hér í bænum?“
„Um það má eflaust segja margt gott
og einnig ýmislegt misjafnt. Þó er það
álit mitt, að yfirleitt sé framferði barna
■\ \ i\ . • . i r#v
hér goft miðað við ýmsa aðra staði.“
Helga Páls.
„Hvað finnst þér um gildi trúarinn-
ar fyrir æskuna?“
„Gildi trúarinnar er mikið fyrir æsk-
una. Gagnvart þjóðfélaginu tel ég gildi
hennar m. a. fólgið í þeim siðferðis-
styrk, sem trúnni er jafnan samfara."
Bæjarfógetinn kvað drykkjuskapinn
vera hættulegastan fyrir æskuna, og
einnig sagði hann, að sér sýndist nokk-
uð skorta á háttvísi og hlýðni við al-
gengar umgengnisreglur hjá ungu fólki
nú á dögum.
Un) hlutverk æskunnar fórust bæjar-
fógeta orð á þessa leið:
„Hlutverk æskunnar er fyrst og
fremst það, að búaYsig undir að erfa
landið og taka við hliitverki eldri kyn-
slóðarinnar, jafnóðum og hún víkur af
hólmi. Hún á að reyna að komast fram
úr gömlu kynslóðinni í hvers konar
MYND,
SEM HVER EINASTI
ÍSLENDINGUR
ÆTTI AÐ SJÁ.
ÞAÐ TÁRFELLDU MARGIR, þeg»
hin áhrifaríka þriggja þátta, 16 mot.
mjófilmukvikmynd, Konungur konung-
anna, er fjall-
ar u m æ v S
J e s ú Kristg,
kenningn
hans, dauða
o g upprisu,
var sýnd í
Nýja Bíó fyrir nemendur Menntaskól-
ans og Gagnfræðaskólans 1. marz s. 1.
kl. 5 e. h.
Kvikmyndin er þögul með enskuin
skýringatexta, en henni fylgir tal af
stálþræði á íslenzku. Orðin: Manns-
sonurinn er kominn í heiminn til þess
að leita að hinu týnda og frelsa það“,
eru vel túlkuð í myndinni með því að
láta lítið lamb birtast villuráfandi í
súlnagöngunum, þar sem það svo verð-
ur á vegi Krists, sem tekur það í fang
sér og verndar það.
Kvikmyndin er sýnd hér á vegutn
Goodtemplara, og stendur sýning
hennar yfir fram að páskum. Hún vaí
fyrst sýnd hér 19. febrúar s. 1. að Ilótel
Norðurlandi. Það er „Bræðralag", fé-
lag kristilegra stúdenta, sem hefir feng-
ið myndina til landsins. Um páskana
verður myndin sýnd í Tjarnarbíó í
Reykjavík.
Þessi mynd er svo áhrifarík, að hún
ætti að sýnast um allt land, svo að hvet
einasti Islendingur fái tækifæri til þess
að sjá hana.
framförum. Til þess hefir hún marg-
falt betri skilyrði en næsta kynslóð á
undan henni.“
Er á það var minnst, hvað gott mætti
um æskuna segja, mælti Friðjón Skarp-'
héðinsson: váV
„Hún er hinn uppvaxandi kraftur, er
dreifir þeim tómleika, sem alltaf hlýtur
að vera, þar sem hún er ekki.“
Hreiðar Jónsson.
VIÐHORFIÐ TIL ÆSKUNNAR:
Hvar er siðferðisstyrkur
inn?
Stutt samtal við Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeta.
ÞAÐ FÉLL í MINN HLUT að eiga stutt viðtal við bæjarfógetann,
Friðjón Skarphéðinsson, um viðhorf hans til æskunnar.