Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Page 2
Á þessumÍfj^ árum fók Fram-
sóknarstjór^in ný ríkislán, samtals
að upphæð 151/* miijón króna, og
af þeim þarf ríkissjóður sjálfur að
standa straum af um 12 miljónum
króna. —
Auk þess tók ríkið að sér 3
miljónir króna af láninu frá 1921
(til Útvegsbankans), en af eldri
lánum voru greiddar einar 3 milj-
ónir króna.
Raunveruleg aukning ríkisshuld-
anna á þessum einstöku góöœr-
um nam því 12 miljónum og 200
þúsund krónum.
Eyðsla Framsóknarstjórnarinnar
var því á þessum 3 árum um 60
miljónir króna, eða um 20 milj-
króna árlega, móti 11V* miljón
kióna í stjórnartíð Jóns þorláks-
sonar. —
það er einnig mjög eftirtektar-
vert, að þótt umframtekjurnar
væru 14.6 miljónir, þá fór þó
ekkert af þessari fúlgu til þeirra
framkvæmda og ráðstafana, sem
Framsókn gumaði mest af og gaf
út heila myndabók á ríkisins
kostnað til að dásama, því að alt
var það tekið að láni.
Framlagið til Landsbankans (3
milj.) var tekið að láni. Framlag-
ið til Búnaðarbankans (3.6) milj.)
sömuleiðis. Sama er að segja um
framlagið til Útvegsbankans (4.5
milj.)
Féð til endurbyggingar síma-
stöðvaririnar (1.2 miljónir) var
tekið að láni, byggingarkostnaður
útvarpsstöðvarinnar sömuleiðis
(7—800.000). Sama er að segja
um byggingarkostnað síldarbræðsl-
unnar á Siglufirði (1.3 milj.). —
Sama um kaupverð „járnbrautar
smáhafnaena" (230 þús.). Sama um
byggingarkostnað Arnarhvols (351
þús. kr.)Sama um kaupverð Reykj-
artorfunnar (70 þús.). Sama um
byggingartillagið til Landsspítalans
(847.000) og til kaupa vinnuhælis-
ins á Stórahrauni (50.000). —Alt
var þetta tekið að láni.
Umframtekjunum var hinsvegar
ráðstafað í hitt og þetta, sumt
nauðsynlngt, annað algjörlega ó-
nauðsynlegt, sumu var beinlínis
stolið úr ríkissjóði til uppihalds
bitlingaliði Framsóknar og sóclal-
ista. — En um alt þetta másegja
að fénu hafi verið kastað út á
báða bóga algjörlega heimildar-
laust og forsjárlaust. —
Þessi stórkostlega skuldaaukning
er nú farin aö hafa sín þungu
en óhjákvæmilegu áhrif á árlegan
rekstur þjóðarbúsins, eins og lýs-
ir sér í því, að vextirnir af skuld-
unum, sem árið 1927 voru komn-
ir niður í 701 þúsund kr., voru
árið 1929 orðnir um 935 þús. kr.
en áriö 1932 um lx/2 miljón, aða
meira en helmingi hœrri en árið
1927, þegar Sjálfstœðismenn le'tu
af fjármálastjórninni.
Þetta eru verk og tölur sem
tala til þeirra, sem skilja vilja.
þetta er nú sagan af fjármála-
stjórn Framsóknarflokksins þau
árin, sem að Jónas Jónsson réði
í einu öllu meö samþykki og
stuðningi raunverulegra flokks-
bræðra sinna, jafnaðarmanna.
Árin 1931 og 1932 má að vísu
segja, að nokkur stefnubreyting
hafi átt sér stað í fjármálastjórn
Framsóknarflokkstns viö það, að
Ásgeir Ásgeirsson tók við fjár-
málaráðherraembættinu og svifti
Jónas frá Hriflu að mestu mögu-
leikum til fjárausturs úr ríkissjóði.
Árið 1931 voru tekjur ríkisins
kr. 14.959.177, en voru áætlaðar
kr. 12.816.000, en útgjöld ríkisins
urðu kr. 15.654.344. Tekjuhalli
var því kr. 695.167. En við þenna
halla bætast eignahreyfingar gjalda-
megin, að frádregnum eignahreyf-
ingum tekjumegin. Raunverulegur
greiösluhalli er því árið 1931 kr.
2.945.000.—
Árið 1932 voru gjöldin 13 milj.
832 þús. kr., en tekjur voru alls
11.483 þús. kr., svo greiðsluhalli
ársins hefur orðið 2.249.000 kr.
Á þessum 2 árum hefur greiðslu-
halli því numið alls um 5 milj. og
200 þús. kr., og í árslok 1932 eru
ríkisskuldirnar orðnar alls 40 milj.
927 þús. kr. Áf þessari upphæð
hvíla um 26 milj. beinlínis á rík-
inu, sem það verður að standa
straum af.
Um fjárlögin frá síðasta þingi
er það aö segja, að það er síður
en svo, að eins vandlega sé frá
þeim gengið, eins og vænta hefði
mátt, því nú ætti öllum að vera
Ijóst, að tími er kominn til að
ríkið hætti skuldasöfnun og reki
hallalausan búskap.
Við lestur sjálfra fjárlaganna er
svo að sjá, að þau séu afgreidd
meö 22 þús. kr. tekjuafgangi, en
þegar nánara er aðgætt, eru í 22.
gr. þeirra útgjaldaheimildir og
ábyrgðarheimildir sem nema stór-
kostlegum upphæðum.
Af því, sem nú hefur verið iýst
um fjárhaginn, er það sýnilegt,
að hann er í alla staði hinn óg-
urlegasti og sjálfstæði landsins
komið í bókstaflegan voða.
Skattabiröi hvers einstaklings til
ríkis og sveita er líka orðin svo
ódærileg, að ekkl verður með
neinu sæmilegu móti hert frekar
á skattaskrúfunni.
Samt verður að komast út úr
öngþveitinu og til þess duga eng-
in vetlingatök.
Það sem gera verður er í höf-
uðatriöunum þetta:
a) Gjöld ríkisins verður að færa
niður til mikilla muna. í þvísam-
bandi verður að afnema öll óþörf
embætti og óþarft starfsmannahald
og þau embætti og starfa aðra,
sem ekki verður að skoða sem
úradnauðsynlega til reksturs ríkis-
ins, þótt ekki geti þeir talist óþarf-
ir — og gæta sparnaðar í rekstri
í hvnetna.
Einúasölur ríkisins á að leggja
niður og leysa það fé, sem í þeim
er bundið, og hlýtur það auk þess
að hafa stórkostlegan sparnað í
för með sér, því í skjóli þeirraer
hópur af vinnulausum ónytjungum
á háum Iaunum, sem er arfur
Framsóknar og sócíalistastjómar-
innar.
Ennfremur ætti að leggja niður
skipaútgerð ríkisins og leggja rekst-
ur ríkisskipanna undir Eimskipa-
félag íslands.
Sama er að segja um Lands-
smiðjuna og ýmsar fleiri stofnan-
ir síðari ára.
b) Þá þarf tafarlaust að afnema
öll innflutningshöft og tálmanir
með gjaldeyrisverslun.
Innflutningshöftin hafa sáralitla
þýðingu fyrir greiðslujöfnuð ríkis-
ins út á við, en svifta ríkissjóð
hinsvegar tolltekjum, sem hann
alls ekki má án vera og auka
stórum dýrtíð í landinu.
c) Þá verður að efla og treysta
atvinnunegina — skapa meirifjöl-
breytni og ná betri skipulagningu
og aukinni samvinnu milli verka-
manna og vinnuveitenda, t. d. með
því að finna hæfilegan grundvöll
fyrir hlutaskiftingu sjómanna, sem
gefur þeim frekara tækifæri til arðs
ef að vel gengur, en gerir þá um
leið interesseraða í fjárhagsafkomu
fyrirtækjanna. —
d) Á það, að auka og tryggja
markaði fyrir framleiðsluvöru
landsrnanna verður að leggja hina
mestu áherslu. — Á sviði land-
búnaðarins þarf að leggja meiri
áherslu en gjört hefur verið á
markað innanlands.
Á sviði sjávarútvegsins þarf að
leggja áherslu á hraðfrysting fiskj-
ar og að koma þeirri vöru á er-
lenda markaði.
Ég hef nú í fáum dráttum lýst
ríkisbúskapnum að því er hann
tekur til fjármála í höndum Sjálf-
stæðismanna fyrst og síðan í hönd-
um Framsóknarmanna með stuðn-
ingi jafnaðarmanna.
Þessi lýsing hefur sýnt það, að
ólíkt hefur verið á haldið um fjár-
málin.
Landsmenn vita það allir, þótt
sumir vilji ekki af skiljanlegum
ástæðum viðurkenna það, að fjár-
hagslega viðreisn ríkisins geta
sjálfstœðismenn einir framkvœmt.
í þeirra flökki er sá eini mað-
ur, sem sýnt hefur að hann hefur
haft vilja og vit til að endurreisa
fjárhag ríkisins úr rústum — Jón
Þorláksson — og ég vona að
þjóðin beri gæfu til þess að nota
starfskrafta hans til þess aftur —
áður en það er orðið of seint.
Ég hef nú farið nokkrum orð-
um um fjármálastjórn þá, sem við
höfum átt undir að búa síðastlið-
in 5 ár.
Nú skal ég snúa mér lítilsháttar
að öðru stjórnarfari í stjórnartíð
Framsóknar og jafnaðarmanna.
Ef að skírgreina á framkvæmd-
ir stjórnarinnar með tilliti til kosn-
ingarloforöanna 1927, verður það
ekki betur gjört en með þessum
2 orðum: loforð og svik.
Eitt af ákveðnustu kosningar-
loforðunum var að forðast skulda-
söfnun og búa skuldlaust — enda
hafði Tíminn ráðist mjög að
Sjálfstæðismönnum meö brigsl-
yrðum um ógætilega fjármálastjórn
og skuldasöfnun.
í kaflanum á undan hef ég sýnt
fram á það, að ríkisskuldirnar
uxu um 15x/2 miljón f stjórnartíð
Framsóknar, þrátt fyrir eindæma
góöæri.
Kjósendum var lofað vaxtalækk-
un. í stað vaxtalækkunar hœkkuðu
vextir.
Hinum ítrasta sparnaði var
lofað í rekstri þjóðarbúsins.
Aldrei hefir í sögu íslensku
þjóðarinnar verið sóað og sukk-
að eins og á ráðsmenskutímabili
Jónasar frá Hriflu.
Embættum átti að fækka, en
raunin varð sú, að nýjum opin-
berum starfsmönnum, að meira
eða minna Ieyti óþörfum, skaut
upp eins og gorkúlunv á mykju-
haug. —
Eitt af þeim embættum, sem
Tíminn hafði mest barist á móti
og taliö óþarfast af öllu var sendi-
mannsstarfinn á Spáni. — Ekki
bar neitt á að Tímastjórnin Iegði
hann niður. þvert á móti hefur
hann nú um skeið verið notaður
sem bitlingur handa uppgjafa
bankastjóra úr hópi Framsóknar-
manna.
Krossarnir voru eitt af því, sem
mest var á móti barist og taliö
prjál og óþarfi, sem fullorðnum
mönnum væri ósamboðiö að eiga
við. —
Tryggvi Þórhallsson og Ásgeir
Ásgeirsson eru nú samt orðnir
svo ógurlegir krossberar —- þrátt
fyrir fyrri ummæli—að vart mun
finnast á ameríkönsku miljóna-
mæringaheimili skrautlegra jólatré
en þeir, er þeir klæðast skrúði
sínu. —
Og að Framsóknarstjórnin hafi
ekki talið neina goðgá að gefa
íslenska krossa má sjá á því, að
26 þúsund krónur voru notaðar
til krossagerðar í stjórnartíð þeirra.
Og að ekki hafi allir þurft til mik-
ils að vinna til að verða heiðurs-
ins aðnjótandi sést við fljótan
lestur í B-deiId stjórnartíðindanna.
Til þess aöeins að nefna eitt
dæmi skal þess getið, að kognaks-
fabrikant í Frakklandi Courmount
að nafni — faðir Courmount
konsúls — er gjörður að stór-
riddara íslensku fálkaorðunnar.
Um afskifti hans af íslandi eða
íslenskum málum er ekki annað
vitað, en að eftir dauða sonar
síns taldi hann ekki svara kostn-
aði að flytja út reiðhesta 2, sem
hann átti hér, og mun hafa gefið
þá vini sonar síns, Jónasi frá
Hriflu. —
Á mörg fleiri dæmi mætti
minnast um ráðdeild og fordild
Framsóknarstjórnarinnar. Veislu-
höld hennat og óhóf á ríkiskostn-
að eru aiþekt, t. d. síldarverk-
smiöjuveisluna, veislan, sem hald-
in var á Hótel Borg. þegar gæð-
ingur hennar Einar skipstjóri á
Ægir tók Belgaum fastan, sællar
minningar, Ennfremur erkostnað-
urinn við bíla- og hestahöld, sem
sumpart var greiddur úr landhelg-
issjóði og sumpart úr ríkissjóði,
í fersku minni og ekki síöur Borg-
arfjarðarferðin fræga, þegar Óðinn
var notaöur sem léttibátur fyrir
Fyllu. — þessu skal þð slept hér
en ef ti! vili verður tækifæri til
þess að koma lítilsháttar að því
síðar.
En hér má ekki ganga fram hjá
því, aö það alvarlegasta við stjórn
Framsóknar var það, að hún var