Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Page 4

Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Page 4
Skollaleikurinn. Málskrafsmenn og skriffinnar Framsóknarmanna og Jafnaðar- manna vilja, f ræðu og ritf, láta það fram koma opinberlega, að stjórnmálaviðhorf flokkanna sé mjög svo andstætt, enda er það svo. Markmið Jafnaðarmanna er að breyta núverandi þjóðskipu- lagi í Sovjet-skipulag, þ. e. að af- nema eignarrétt og einstaklings- framtak, — aö ríkið taki í sínar hendur og þjóðnýti öll framleiðslu- tæki, hverju nafni sem nefnast, svo sem jarðir bændanna, báta og skip útgerðarmanna og sjómanna, allan iðnaö, verslun og siglingar o. fl. o. fl. Landslýðurinn á að vera viljalaust verkfæri og beygja sig skilyrðisiaust undir boð og bann örfárra vaidasjúkra manna, sem án íhlutunar ríkisþegnanna eiga að drottna yfir fé þeirra og athöfnum. — Til þess að koma þessari þjóö- skipulagsbreyiingu á stað, telja fyrirliöar Jafnaðarmanna kjósend- um sínum trú um, að alt böl þjóð- arinnar sé atvinnurekendum og athafnamönnum að kenna, oft hafa þeir nú um nokkurt ára skeið, leynt og ljóst gert alt sem þeir hafa getað til þess að vekja upp öfund, illan hug og hatur hinna vinnandi stétta til þeirra manna, sem með dugnaði og hagsýni hafa, oft úr mikilli fátækt, fleytt sér fram tíl fjárhagslegs sjálfstæðis. Fyrir- Iiðar Jafnaðarmanna telja kjós- endum sínum trú um að það eina, sem geti gert mennina andlega og efnalega farsæla sé það, að enginn eigi neitt. Einstaklingarnir eiga ekki að slíta sínum andlegu kröft- um út af því að hugsa um það, hvernig þeir eigi aö vera fjárhags- lega sjálfstæðir fyrir eigið framtak. — Nú er það svo, að fyrirliðar Jafnaðarmanna, flytjendur þessara kenninga, eru mestu auðsöfnunar- menn þjóðfélagsins. Það er svo langt frá því, að þeir trúi sjálfir á þessar kenningar, en þeir vita og treysta þvf, að þeirra háttvirtu kjós- endur hafi lítið tækifæri haft tii þess að þroska sinn pólitíska anda, og treysta því, að broddarnir viti betur, og að það muni rétt vera sem þeir segja. Eins og kunnugt er hefir Fram- sóknarflokkurinn aðalstoð sína hjá bændum út um hinar dreifðu bygðir landsins. Allflestir af bænd- um iandsins eru sjáifseignabænd- ur, og alimargar jarðir, sem í iang- an aldur hafa gengið að erfðum frá manni tii manns i marga ætt- liði. Mörgum áf bændum þessum mundi þykja sárt ef jarðir og óð- alsréttur yrði af þeim tekinn, og þvt ekkert meira andstætt hug þeirra en þjóðnýtingarkenning jafnaðarmanna. En þegar Fram- sóknarfiokkurinn var stofnaður, tókst svo illa tii með val fyrirliða bændanna, að einn af bandalags- mönnum jafnaðarmanna var vai- inn, Jónas Jónsson frá Hriflu. —\ það, að J. J. væri jafnaðarmaður, voru bændur óafvitandi. Hann, bóndasonurinn norðan úr Þingeyj- arsýslu, álitu bændurnir að ekki gæti verið róttækur jafnaðarmað- ur, þó hánn þá nýíega væri sest- ur að sem kennari í Reykjarík. En Jónas Jónsson er fæddurmeð þeim eiginleika, að vera undir- förull, og tókst honum því vel aö dyljast fyrir auðtrúa og hrekkja- iausum bændum. [Þeim var veitt lán á lán ofan, og áður en þeir vissu af voru skuldirnar orðnar svo miklar, að andvirði bústofns og jaröa hrökk ekki til þess að greiða skuldirnar meö, og nú er svo komiö, að bændurnir hafa hópum saman verið neyddir til að yfirgefa jarðir sínar og flýja slipp- ir og snauðir til kaupstaðanna og sjávarþorpanna. Af því sem nú er sagt, er það sýnt, að hagsmunir og stefna þessara flokka í þjóðmálum var og hefir verið mjög andstæð, en þó hafa fyrirliðar beggja flokkanna aitaf verið í samvinnu um alt það, er leitt geti tii þess að grafa und- an núverandi þjóðskipulagi. Þeir hafa með tilstuðlan skuldasöfnun- ar, einstaklinga og ríkis, giafið undan efnalegu sjálfstæði þjóðar- innar. Jafnaðarmenn studdu Fram- sóknarstjórnina ð árunum 1927 til 1931 dyggilega til fjárausturs og óhóflegrar eyðslu, svo að eins- dæmi eru. Þegar f óefni var kom- ið, og þjóðin krafðl flokkana til ábyrgðnr á eyðslunni, ætluöu jafn- aðarmenn að skjóta sér undan ábyrgðinni, en Jón Baldvinsson varð nauðugur viljugur að kann- ast við sektina fyrir hönd flokks síds, og'gefa Framsóknarstjórninni kvittun fyrir bruðlinu. Eftir jafnlangan reynslutíma, sem orðinn er á samstarfi þessara flokka, eða fyrirliða þeirra, ættu augu bændanna að vera farin að opnast fyrir skemdarverkunum, sem þeir hafa unniö í þjóðfélag- inu, en það lítur ekki út fyrir að svo sé. Ennþá, við þær kosningar, er nú fara í hönd, ganga flokk- arnir sameinaðir til kosninga í mörgum kjördæmum landsins. í Reykjavík, Seyðisfirði og víöar hafa Framsóknarmenn engaíkjöri og munu fyrirliðar þess flokks hafa gefið flokksmönnum sínum f þeim kjördæmum og öörum siík- um, fyrirskipun um aö kjósa fram- bjóðanda jafnaðarmanna, og á Ak- ureyri var svo langt gengiö, aö framboö Framsóknarmannsins var afturkallað, eingöngu í því skyni, að auka kosningarmöguleika jafn- aöarmannaframbjóðandans. Aftur á móti hafa jafnaðarmenn enga í kjöri í nokkrum kjördæm- um, s. s. Húnavatnssýslum, Þing- eyjarsýslum o. fl. og hafa þeirra fylgismenn í þeim kjördæmum fengið fyrirmæii um að kjósa fram- bjóðendur Framsóknar. Eins og kunnugt er af málgögn- um þessara fiokka, bölva þeir og bansyngja hver öðrum, og enri- frerrmr er það svo látið beita, Kjörseðillinn fyrir Seyðisfjarðarkaupstað lítur þannig út, þegar kjósandi tekur viö honum: Haraldur Guömundsson Lárus Jóhannesson ....i Eftir að kjósandi hefir greitt Lárusi Jóhannessyni atkvæði, lítur seðiilinn þannig útt Haraldur Guömundsson Lárus Jóhannesson ... ' á öllum opinberum mannfundum, að grunt sé á því góða á milli þeirra. Þetta hafa fyrirliðar flokk- anna komið sér saman um, til þess að ppinbera sig ekki fyrir bændunum og tryggustu fylgis- mönnum Framsóknarfiokksins. — Því að meðan að ekki er meö öllu búið að grafa undan þeirra efnalega sjálfstæði, getur það ver- ið skaðsamlegt, að þeir séu kunn- ugir undirrót bandalagsins. Hér á Seyðisfirði var fyrir nokkrum árum stoinað „Fram- sóknarfélag" með allmörgum mönnum, og iyrirliðar þessa fé- lagsskapar voru: bæjarstjórinn, kaupfélagsstjórinn og skólastjór- inn. — Viö allar kosningar, sem um langt skeið hafa fram fariö hér í bænum, hafa jafnaö- armenn, Kommunistar og Fram- sóknarmenn fylgst dyggilega að, á móti Sjálfstæðismönnum. En í öllu þessu mótiiði Sjáifstæðis- manna skyldi maður ætia að áð- urneindir „stjórar" hefðu mestan pólitískan þroska, og siöferöis- þroskann ætti ekki að efast um, svo að ekki er hægt að gera ráð fyrir að Framsóknarfélagið á Seyð- isfirði hafi veriö stofnaö f þeim tilgangi, að grafa undan efnalegu sjálfstæöi bændanna f landinn, enda er um þessa menn vitað, suma að minsta kosti, að þeir vilja eiga sitt. En nú hafa þessir forráöamenn liarnaskólans, bæjar- ins og kaupfélagsins gjörst með- mælendur franibjóðenda jafnaðar- manna, bæði r*ú og viö kosning- arnar 1931, jafnvel þó þeir í öll- um viðræðum íáti það svo heita, að stefna jafnaðarmanna sé við- sjárverðust allra þeirra stjórnmála- stefna, sem uppi séu í landinu. Ég get ekki kailað þetta annað en skollaledk af versta tagi. g- Ábyrgðarmaður Lárus Jóhannesson. Prentsmiðja Sig. Þ. Quðmundss.

x

Kosningablað Sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kosningablað Sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/2046

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.