Skák - 15.02.1985, Side 10
Meistaramót Taflfélags Seltjarnarness 1985
Gunnar Gunnarsson skákmeistari T.S.
í marsmánuði síðastliðnum var
haldið Meistaramót Taflfélags Sel-
tjarnarnes. Teflt var í Valhúsaskóla
og var mótinu skipt í tvo riðla sam-
kvæmt styrkleika. I a-riðil völdust
nokkrir af öflugustu skákmönnum
félagsins en auk þess var nokkrum
gestum boðið að taka þátt. Var
samsetning a-ríðilsins skemmti-
leg blanda af eldri og yngri skák-
mönnum. Sá er þessar línur ritar
ásamt Gylfa Magnússyni máttu telj-
ast með þeim eldri, en Gylfi hefur
verið stoð og stytta þessa félags frá
upphafi og teflt stöðugt með því.
Hinn nýbakaði Reykjavíkurmeist-
ari í skák, Róbert Harðarson er nú
genginn til liðs við T. S., en hann
var stigahæsti keppandinn, með
2255 stig. Hilmar Karlsson var næst
stigahæstur með 2225 stig, en einn
af gestum mótsins var hinn efni-
legi Bolvíkingur Halldór G. Einars-
son með 2240 stig. Nokkrir af okk-
ar allra efnilegustu yngri skák-
mönnum voru og með en meðal
þeirra voru þeir Snorri Bergsson úr
T. S., Tómas Björnsson, Hannes H.
Stefánsson, Þráinn Vigfússon og Gunn-
ar Rúnarsson, allir úr Taflfélagi
Reykjavíkur. Settu þeir skemmti-
legan svip á mótið með litríkri tafl-
mennsku. Fyrirfram var búist við
að þeir þrír, Róbert, Hilmar og
Halldór mundu berjast um efsta
sætið, en greinarhöfundur hafði
meðbyr í mótinu og tókst að lokum
að sigra með 8^2 vinning. I öðru
sæti var síðan Róbert með 7 /2
vinning og í þriðja sæti kom hinn
efnilegi Snorri Bergs með 7 vinn-
inga. Hann tefldi nokkrar
skemmtilegar skákir í mótinu og
tókst að vinna nokkra af efstu
Gunnar Gunnarsson,
skákmeistari T. S. 1985.
mönnum mótsins, eins og þá
Gunnar, Hilmar og Halldór, en
gerði jafntefli við Róbert. Hins
vegar gekk honum mun verr við
yngri skákmennina. I fjórða sæti
kom síðan Bolvíkingurinn, Hall-
dór G. Einarsson með 614 vinn-
ing, en í 5. sæti Hilmar Karlsson
með 6 vinninga. Eins og fyrr segir
settu ungu mennirnir skemmti-
legan svip á mótið og Snorra,
Hannesi og Þráni tókst að ,,ræna“
nokkrum vinningum af hinum
eldri og reyndari í vel útfærðum
skákum — mestmegnis fyrir mjög
góða byrjanakunnáttu. Um önnur
úrslit vísast til meðfylgjandi töflu,
en í b-riðli sigraði Baldvin Viggósson
nokkuð örugglega og hlaut 9‘A
vinningúr fO skákum. Skákmenn-
irnir í þessum flokki voru af ýms-
um styrkleikastigum og sumir
hverjir að heyja sína fyrstu keppni.
Meðal keppenda í b-riðli var ein
ein gömul kempa Olafur Einars-
son sem ekki lætur deigan síga þó
kominn sé um sjötugt.
Skulum við nú líta á nokkrar skák-
ir frá mótinu.
Fyrsta umferðin byrjaði allhressi-
lega:
Skák nr. 54f4
Hvítt: Halldór G. Einarsson
Svart: Gunnar Gunnarsson
Kóngspeðsbyrjun
1. e4 e5 2. Bc4
Biskup-byrjunin svokallaða nýtur
um þessar mundir þó nokkurra
vinsælda, en oft verður framvind-
an um margt líkt og í spánskaleikn-
um.
2. — Rf6 3. d3
Halldór velur rólegt framhald, en
hvassara er 3. d4.
3. — Bc5 4. Rf3
Einnig kemur til greina að leika 4.
Rc3 eða 4. f4.
4. — d6
4. - d5 er eflaust betra og kröftugra
framhald, en báðir keppendur
vilja fara að öllu með gát — svona
til að byrja með!
5. O—O Rc6 6. c3 Bg4 7. h3 Bh5
8. Hel 0—0 9. Bb3 h6 10. g4!?
Halldór hefur frekar hvassan skák-
stíl og nú hyggur hann á aðgerðir
á kóngsvæng, en leikurinn felur í
sér talsverða veikingu á kóngs-
væng fyrir utan hið óvænta svar
svarts. Oruggara framhald hefði
verið 10. Rbd2 ásamt Rfl og síðan
Rg3 sem er kunnugt stef úr
spánska leiknum.
10. — Rxg4!?!
Oft eru svona fórnir byggðar meira
á innsæi en köldum útreikning-
34 SKÁK