Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Page 4
Skáíúþróttin varjhtápólitísk þegar Spassky og
Fischer gefígu á hólm í Reykjavík. Heimurinn
hafði rambað á barmi styijaldar en nú átti að gera
upp kalda striðið á hvítum reitum og svörtum.
Illugi Jökulsson veitir innsýn í spennandi heim
OG HEIMSPOLITI
Þegar Sovétmaðurinn Borís Spasskí og Bandaríkjamaðurinn
Bobby Fischer settust að tafli í Reykjavík voru ekki nema
tiu ár síðan engu hafði munað að kjarnorkustyrjöld brytist út
milli stórveldanna sem þeir voru fulltrúar fyrir.
veldi Sovétmcnno
þannig varð hann
HtlMSWEISTARI E'
VIÆLISMOT
DARINNAR
Haustið 1962 höfðu Bandaríkjamenn
uppgötvað að Sovétmenn voru að koma
fyrir eldflaugum með kjarnorkuvopnum
á Kúbu, steinsnar frá ströndum
Bandaríkjanna, og þeir brugðust við affullri hörku. I
nokkra daga í nóvember rambaði heimurinn á barmi
styrjaldar sem hefði tortímt hundruðum milljóna og
gert stóra hluta Jarðar óbyggilega í áratugi eða jafnvel
aldir. A síðustu stundu tókst leiðtogunum Nikita
Krústjov og John F. Kennedy að vinda ofan af ástandinu,
en allir vissu að mjög litlu hafði rnunað. Og þó leiðtogar
stórveldanna tveggja væru ákveðnir í að koma í veg að
slíkt hættuástand endurtæki sig, þá sýndu atburðirnir í
nóvember 1962 að „kalda stríðið“ svokallaða var svo
sannarlega ekkert grín.
Sem betur fór kom aldrei til allsherjarstríðs um
víða veröld milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna en
ýmis staðbundin stríð voru beint eða óbeint afleiðing
samkeppninnar milli þeirra. Og áróðursstríðið var líka
________________ gríðarlega hart. Bæði ríkið beittu
öllum brögðum til að skapa sér betri
áróðursstöðu og ganga í augum á
heiminum.
Sovétmenn höfðu snemma áttað
sig á mikilvægi skáklistarinnar í
því sambandi. Allt frá því á fjórða
áratugnum lögðu þeir mikla áherslu
á að efla skáldífí landinu.Að hluta
til var það vegna þess að þeir áttuðu sig á uppeldisgildi
manntaflsins en einnig og ekki síður vegna þess að
skáklistin naut virðingar og aðdáunar. Ef Sovétríkin
stæðu framarlega á því sviði myndu þau njóta góðs af
þeirri virðingu.
Áróðursstríð stórveldanna stóð áratugum saman,
bæði á sviði lista, menningar, íþrótta og stjórnmála.
Eftir að stórveldin höfðu staðið á barnti hengiflugsins
í nóvember 1962 vildu bæði snúa af þeirri braut sem
virtist leið beint til kjarnorkustyrjaldar, en þá voru
tortryggnin og kappsemin orðin of mikil. Það tók
áratugi að vinda ofan á því hugarfari sem hafði nærri
steypt öllu mannkyni í glötun 1962.
Árið 1972 voru nýir leiðtogar komnir til skjalanna
í báðum risaveldunum. Richard Nixon stóð þá á
hátindi sínum í Bandaríkjunum. Hann hafði gegnt
forsetaembættinu í tæp fögur ár og ljóst var að hann
yrði endurkjörinn með yfirburðum í nóvember 1972.
Hann hafði rneðal annars komist til valda af því landar
hans treystu honum til að sýna Sovétríkjunum fulla
hörku, hann var víðkunnur sem stækur andkommúnisti.
Þótt Nixon hafi seinna þurft að hrökklast úr embætti
vegna bellibragða og lögbrota sem hann og hans
menn voru sekir um í kosningabaráttunni (innbrotin í
Watergate-bygginguna áttu sér stað í byrjun júní 1972
þegar íslendingar vissu enn ekki hvort eitthvað yrði af
heimsmeistaraeinvíginu í skák), þá var Nixon um þetta
leyti að vinna ýmis merkileg afrek í alþjóðasamskiptum.
I febrúar hafði hann farið í heimsókn til Peking en
kommúnistastjórnin í Kína hafði í áratug verið afar
einangruð eftir að hún komst upp á kant við „stóra
bróður“ í Sovétríkjunum. Það var áhyggjuefni og
jafnvel álitshnekkir fýrir Sovétríkin að horfa upp á
Bandaríkjamenn vingast við Kínverja, og þeim mun