Afmælismót aldarinnar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Qupperneq 7

Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Qupperneq 7
Fréttir frá Tafifélagi Reykjavíkur Vel skipulagt Skákæfingar fyrir börn og unglinga hafa verið haldnar íTaflfélagi Reykjavíkur í áratugi. Skákæfingarnar hafa sinn sess á laugardögum og eru því iðulega kallaðar , ,Laugardagsæfingarnar“. Barna- og unglingastarf félagsins er vel skipulagt og árangursríkt. Skákþjálfun er í höndum sterkra skákmanna T.R. og fara æfingarnar fram á heimavelli, í taflheimili og skákhöll félagsins að Faxafeni 12. Skákæfmgarnar eru opnar fyrir alla krakka á grunnskólaaldri þ.e.15 ára og yngri. Einnig hafa nokkrir 5 ára krakkar tekið þátt og hefur verið tekið vel á móti þeim. Þetta er breitt aldursbil en það hefur sýnt sig að aldurinn skiptir ekki máli. Getulega séð fer færni í skák ekki eftir aldri og félagslega séð er gott samband milli eldri og yngri krakkanna í hópnum. Þau sem sækja skákæfmgar T.R. að staðaldri koma frá hinum ýmsu hverfum Reykjavíkur, allt frá Granda vestur í bæ til Arbæjar austan Elliðaár. Þar að auki tilheyra nokkrir krakkar úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hinurn harða kjarna, sem sækir skákæfmgarnar í T.R. reglulega yfir allan veturinn. Á laugardagsæfmgum er blandað saman skákskýringum, endataflsæfingum, skákþrautum og taflmennsku. I öllum þáttunum eru krakkarnir virkir. Það ríkir góður andi á æfmgunum og mikil áhersla er lögð á að krakkarnir læri góða skákhegðun við skákborðið, á skákstað og séu góðir félagar, hvort sem skákirnar enda með vinning,jafntefli eða tapi. A skákæfmgunum koma bæði krakkar sem eru í fremstu röð sinna jafnaldra á landsvísu í skákinni, svo og byrjendur og allt þar á milli. Síðustu skákæfmgar hverrar annar, þ.e. haust -og vorannar, eru uppskeruhátíðir og þá eru veittar viðurkenningar fyrir ástundun og árangur yfir hvora önn fyrir sig. Skákæfingarnar i T.R. eru stökkpallur fyrir krakka sem vilja tefla meira! Taflfélag og árangursríkt barnastarf Reykjavíkur heldur margvísleg skákmót yfir vetrartímann og flest þau eru aðgengileg fyrir börn og unglinga. Þannig fá þau dýrmæta reynslu í kappskákmótum og hraðskákmótum á þeirra heimavelli, í félagsheimili T.R. I vetur verður boðið upp á sér skákæfmgar fyrir stelpur á öllum aldri kl. 11.30 - 13.30. Þar geta allar stelpur frá og með 5 ára aldri lært að tefla. Þetta verða æfingar fyrir allar kynslóðir kvenna og þvi eru allar mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur boðnar velkomnar að taka þátt í skákæfmgunum. Hinar hefðbundu Laugardagsæfmgar fyrir bæði stráka og stelpur 15 ára og yngri (fædd 1997 og síðar) eru svo kl. 14.-16. Skákþjálfarar í vetur verða þau Torfi Leósson, Daði Omarsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Laugardagsæfmgarnar eru fastur punktur i tilveru allra skákkrakka í T.R. Félagsskapurinn er góður og skemmtilegur. Þau koma með bros á vör, tefla af einbeitingu og áhuga og þroska um leið sína skákhæfileika. Það er gott og garnan að teflaíT.R.! Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Formaður Taflfélags Reykjavíkur „Ungur og vitlaus ... og hélt með Spassky“ Einvígi aldarinnar markaði dýpri spor í íslenska skáksögu en nokkur annar viðburður fyrr og síðar. Það magnaði mjög þann skákáhuga sem vaknað hafði hjá mér í aðdraganda einvígisins. Eg var aðeins níu ára gamall en fylgdist mjög vel með einvíginu í fjölmiðlum. Fór reyndar bara á eina skák með föður mínum. Það var ekki seinna vænna því þetta var 21. og síðasta skákin sem Fischer vann svo eftirminnilega. Ég var ungur og vitlaus á þessum tíma og hélt með Spassky, líklega sakir áhrifa frá móður minni sem hafði oft orð á því hve myndarlegur hann væri! Hin mikla aðdáun mín á Fischer kom til síðar eftir að ég hafði komist til vits og ára og náð þeim skákþroska sem þurfti til að skynja ótrúlega snilligáfu hans á skákborðinu. I dag get ég ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig allt hefði farið ef Bobby hefði ekki unnið einvígið eða hann hætt í fússi eftir 2. skákina. —fóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson tefldi í flórðungsúrslitum um heims- meistaratitilinn, og er stigahæsti skákmaður íslands frá upphafi. Sumarið "72 / Eg var 11 ára gamall þetta sumar og var í Laugardalshöllinni á 1. skákinni, sem virtist ætla að sigla lygnan sjó í jafnteflishöfn. Þegar Fischer drap peð á h2 varð andrúmsloftið skyndilega rafmagnað. Meira að segja ég sá að biskupinn gat lokast inni. Ég fékk áhuga á skák á þessu augnabliki. Einvígið hafði mikil áhrif á mig. Ég lærði mannganginn 6 ára en fór ekki að tefla að ráði fyrr en sumarið '72. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var HaustmótTaflfélags Reykjavíkur sama ár. Ég var eins og þjóðin, hélt með Spassky í upphafi en hreifst smám saman með Fischer og tiktúrum hans, eða öllu heldur þrátt fyrir þær. —Jón L. Arnason Jón L. Árnason varð heimsmeistari sveina í skák árið 1977, þegar hann var aðeins 16 ára. Hann varð stórmeis- tari 9 árum siðar og myndaði besta landslið íslands ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Margeir Péturssyni og Helga Ólafssyni. 7

x

Afmælismót aldarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót aldarinnar
https://timarit.is/publication/2053

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.