Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Side 9
Hrafn Jökulsson fjallar um Friðrik Ólafsson:
r
An hans hefði þetta aldrei gerst
Það gerðist ekki af
sjálfu sér að Island
yrði vettvangur fýrir
sögufrægasta skákeinvígi allra
tíma. Arið 1972 voru ekki
nema 28 ár síðan Island varð
sjálfstætt ríki. Hingað kornu
fáir ferðamenn og Björk var
bara 7 ára, drengirnir í Sigurrós
varla fæddir. Sjónvarpið var í
svarthvítu. Það var verið að
byggja i Breiðholtinu. En það
voru ósköp fáir að pæla í íslandi.
Nokkrir einstaklingar höfðu
hinsvegar náð afburðaárangri
á sínu sviði — það gladdi
íslendinga ógurlega þegar
Laxness fékk Nóbelsverðlaunin
1956, en höfðum við þá
uppáskrift sænsku akademíunnar
að hér byggi gáfuð þjóð.
Þessvegna fyllti það Islendinga
ekki síður stolti, þegar fréttir tóku að
berast af því í kringum 1950 að ungur
og hæglátur piltur, Friðrik Olafsson að
nafni, væri efnilegasti skákmaður sem
íslendingar hefðu eignast. Það er sérstakt
rannsóknarefni hvernig Friðrik tókst á
undraskömmum tíma að komast í hóp
fremstu skákmanna heims. Jújú, skáklífið
var að mörgu leyti blómlegt, en á æfmgum
voru þungbúnir miðaldra menn í miklum
meirihluta.
Það þurfti meira að segja að greiða
um það atkvæði hvort 11 ára gamall
Friðrik fengi að vera með í skákmóti
fullorðinna. Sumum keppendum fannst
hugmyndin alveg fráleit — og höfðu víst
mestar áhyggjur af því að pjakkurinn yrði
niðurbrotinn í mótslok. Það
fór nú á aðra leið, og sá sem
hafði haft mestar áhyggjur
af þátttöku Friðriks litla var
auðvitað gjörsigraður!
Friðrik varð fyrst
íslandsmeistari 1952 og síðan í öll þau
sex skipti sem hann tók þátt í Skákþingi
íslands. Hann varð Norðurlandameistari
og háði um árabil mikla glímu við danska
meistarann Bent Larsen, sem tefldi á fyrsta
borði heimsliðsins gegn Sovétmönnum
1970.
Friðrik var útnefndur stórmeistari 1958,
en þá voru aðeins nokkrir tugir sem gátu
skartað því sæmdarheiti — nú nálgast tala
stórmeistara óðfluga 2000!
Friðrik kom íslandi á skákkort heimsins.
Hann var eftirsóttur á skákmót,
því bæði er hann þekktur
fyrir herramennsku, góðan
húmor og yfirburða þekkingu
á skáksögunni. Það er unun
að heyra Friðrik segja frá
því hvernig skákin ferðaðist
frá Indlandi fyrir hálfu öðru
árþúsundi, og barst síðan með
Persum og aröbum til Evrópu...
En eitt er víst: Ef Friðrik
Olafsson hefði ekki verið búinn
að koma íslandi á skákkort
heimsins er alveg bókað
að einvígið mikla 1972
hefði ekki verið haldið
í Reykavík. Það hefði
einfaldlega engum dottið
það í hug. En allir þekktu
Friðrik Olafsson og hann
þekkti bæði Fischer og
Spassky.
Hin stórhuga stjórn
Skáksambands Islands
á þessum árum, undir
forystu Guðmundar
G. Þórarinssonar vann
þrekvirki, sem lengi verður í minnum
haft. Og úr varð langstærsti viðburður sem
haldinn hefur verið á íslandi. Um einvígið
hafa verið skrifaðar 150 bækur. Um það
hafa verið gerðir ótal sjónvarpsþættir. Það er
sífellt verið að fjalla um þetta einvígi, skoða
það frá nýjum hliðum. Eg læt sérfræðingum
eftir að reikna út „markaðslegt gildi“ þess,
en með hliðsjón af öllu framansögðu held
ég að við getum útnefnt Friðrik Olafsson
einhvern verðmætasta og mikilvægasta
Islending 20. aldar.
Ráðgátan Bobby Fischer
Hue Yifan heims-
meistari kvenna
við gröf Fischers.
Fyrsta skákin í Einvígi aldarinnar
hófst í Laugardalshöll 11. júlí
1972. Síðasta skákin, sú tuttugasta
og fyrsta, hófst 31. ágúst en var sett í
bið eftir 40 leiki. Daginn eftir gafst
Spassky upp án frekari taflmennsku.
Fischer sigraði 12!4-8!4 og varð
ellefti heimsmeistarinn í skák.
Eftir þetta hvarf Fischer af
sjónarsviðinu. Hann gekk á hönd
sértrúarsöfnuði í Bandaríkjunum,
neitaði öllum tilboðum um
taflmennsku og afsalaði sér
heimsmeistaratitlinum
1975, frekar en tefla
einvígi við Anatoly
Karpov. Mesti
skákmeistari allra tíma
lét sig hverfa!
Árið 1992 skaut
Fischer upp kollinunt
í Júgóslvíu, sem var
að liðast í sundur í borgarastyrjöld.
Þarna tefldi Fischer við sinn ganila
vin og keppinaut, Boris Spassky,
í ferðamannaparadísinni Sveti
Stefan. Með þessu braut Fischer
samskiptabann Bandaríkjastjórnar
við Júgóslavíu, og varð nú eftirlýstur
flóttamaður. Hann bjó um hríð
í Belgrad og Búdapest, flutti sig
þaðan til Asíu og var löngum á
Filippseyjum ogThailandi. Hann
var handtekinn með útrunnið
vegabréf á flugvelli í Japan, og við
blasti að hann yrði framseldur til
Bandaríkjanna, þar sem rnargra ára
fangelsisvist gat beðið hans. Davíð
Oddsson þv. utanríkisráðherra skarst
í leikinn, og margir vinir Fischers
á íslandi lögðu allt í sölurnar til að
bjarga honum. I þeim hópi voru
m.a. Einar S. Einarsson, Guðmundur
G. Þórarinsson, Garðar Sverris,
Magnús Skúlason og Sæmundur
Pálsson.
Fischer átti róleg æviár á tslandi.
í nýrri bók Helga Olafssonar,
Bobby Fischer Cornes Home, er
frábær lýsing á lífi hans hér, með
mörgum óborganlegum sögum.
Ekki sakar að einn besti og stílfærasti
skáksnillingur íslendinga heldur um
pennann.
Bobby Fischer hvílir í
kirkjugarðinum að Laugardælum. 9