Skák


Skák - 01.02.1998, Síða 7

Skák - 01.02.1998, Síða 7
hann mátaði sjálfan Tal tvisvar í léttri hraðskák í litlu samkvæmi á Laugavegi 71 í höfuðstöðvum Skáksambandsins! Arið 1985 var Leifur fararstjóri í einni sérstæðustu ferð, sem íslenskir skákmenn hafa tekist á hendur. Skáksambandi Islands barst þá boð frá kínverskum skákyfir- völdum um kynnisferð skák- forystumanna- og skákmeistara til Kína. Fimm voru í sendi- nefndinni - Leifur, Karl Þor- steins, Sævar Bjarnason, Jón Rögnvaldsson og Guðbjartur Guðmundsson - og varð þetta mikil ævintýraferð, sem Leifur minntist oft síðar. Er Leifur hóf störf hjá Búnaðarbankanum árið 1977 gerðist hann ötull liðsmaður hinnar sigursælu skáksveitar bankans og var þar löngum liðsstjóri og líklega hefur hann átt einna drýgstan þátt í því að Búnaðarbankinn efndi fyrstur einkafyrirtækja til alþjóðlegs skákmóts í Reykjavík árið 1984. Það mótshald markar viss tímamót í íslenskri skáksögu en Leifur var þar mótsstjóri. Náin vinátta varð með Leifi og sterkustu skákmönnum þjóðar- innar sem á níunda áratugnum voru að hasla sér völl í skákheiminum, þar gætti ekki kynslóðabils þótt aldursmunur væri nokkur. Þótt Leifur næði ekki æðstu metorðum í hinum harða heimi keppnisskákarinnar, var hann í þrjá áratugi í hópi sterkari íslenskra skákmanna sem enginn mátti vanmeta. Hann var sókndjarfur skákmaður og úrræðagóður eins og fram kemur í skák þeirri sem birtist með þessurn kveðjuorðum. Islensk skákhreyfing þakkar Leifi Jósteinssyni samfylgdina og geymir með sér minningu um góðan dreng og félaga. Skákin er úr 3. umferð XII. Reykjavíkurskákmótsins 1984. Andstæðingur Leifs er Vestfirðingurinn Guðmundur Gíslason, sókndjarfur og áræðinn eins og Leifur, þar mættust því tveir góðir! Þ. G. Hvítt: Leifur Jósteinsson Svart: Guðmundur Gíslason Nimzo-indversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 c6 6. Rc3 Be7 7. Bg2 0-0 8. Re5 Dc8 9. 0-0 d5 10. cxd5exd5 11. Bf4 Bb7 12. Hacl De6 13. Hfel c5 14. e4 20. Bd2 Bf6 21. Rg4 b5 22. Ddl Rc6 23. Bxh7+ Kxh7 24. Hxe6 fxe6 25. Df3 Rd4 26. Rxf6+ Kg7 27. Rh5+ Kh6 28. Db7 1-0 fwTI dxe4 15. d5 Bxd5 16. Rxd5 Dxd5 17. Hxe4 Rxe4 18. Bxe4 De6 19. Hel g5 SKÁK 5

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.