Skák


Skák - 01.02.1998, Page 8

Skák - 01.02.1998, Page 8
Norðurlandamót Visa 1997 Nordic Grand Prix Þráinn Guömundsson Einar S. Einarsson leikur fyrsta leik mótsins í skák Jóhanns Hjartarsonar og Einars Gausel Þrátt fyrir sterka skákmeistara og mikinn skákáhuga á Norðurlöndum; a.m.k. á ey- landinu norður í Hafi, hefir skákmótahald löngum verið heldur fátæklegt á þessum slóðum og framagjarnir nor- rænir skákmeistarar oftast þurft að leita sér frama utan heima- landanna. Því var þess vegna tekið með fögnuði, er nýrri skákmótaröð Norrænu stórbikarkeppninni VISA Nordic Chess Grand Prix - var hleypt af stokkunum árið 1996, en úrslitakeppni þessa "fyrirtækis" fór fram á Grand Hotel Reykjavík dagana 8.-22. október 1997. A norrænum skákþingum hafði í gegnum tíðina oft verið rætt um nauðsyn slíkrar keppni og nýrra verkefna, en snakkið eitt látið nægja að hætti "festalarna" á þeim bæ eins og Norð- maðurinn Arnold Eikrem nefndi þá kollega sína eitt sinn. Það var einmitt nefndur Eikrem, sem vart þarf að kynna nánar fyrir íslenskum skák- mönnum, sem hélt hug- myndinni vakandi og fyrir áeggjan hans hófst svæðis- forseti Norðurlanda hjá FIDE, Einar S. Einarsson, handa og breytti hugmynd í veruleika eins og hans var von og vísa! Erfiðasti hjallinn var að sjálf- sögðu að tryggja fjármagn til svo kostnaðarsamrar keppni, en það mál leystist er Einari tókst að fá VISA INTER- NATIONAL sem aðalmagna mótanna. Eftir að reglugerð hafði verið samin og mótin kynnt á Norðurlöndum var ekki eftir neinu að bíða. XVII. alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið, sem haldið var í Skák- miðstöðinni að Faxafeni 12 2,- 10. mars 1996 var jafnframt hið fyrsta af fimrn formótum VISA Nordic Grand Prix keppninnar. í kjölfarið fylgdu fjögur hliðstæð mót, Politikens Cup í Danmörku, Arnolds Eikrem's Memorial í Gausdal, Rilton Cup í Stokkhólmi og Thorshavn Open í Færeyjum. I þessum mótum tryggðu 13 norrænir skákmeistarar sér þátttökurétt í lokaslagnum þar sem besti árangur í alls þremur móturn af fimm var reiknaður til stiga. í október 1997 voru svo 14 skákmeistarar mættir til leiks í 6 SKÁK

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.