Skák


Skák - 01.02.1998, Blaðsíða 13

Skák - 01.02.1998, Blaðsíða 13
Eina von svarts er að geta stöð- vað frípeð hvíts því Hamlet fer hamförum í herbúðum and- stæðingsins. 49... Bel 50. b4 Ha2 51. Kc7 Kg4 52. Hc5 h5! An þessa frelsingja væri úti um svart. Eitt lítið blóm... 53. Kb7 Hh8 54. Hcl Bg3 55. a6 h4 56. a7 h3 57. Ba5 Bf2 58. a8=D Hxa8 59. Kxa8 Hamlet er nú kominn út í horn eftir að ættingjarnir hafa látið lífið á dularfullan hátt. Brugguð eru banaráð! 59... h2! 60. Hhl Kh3 61. Kb7 Kg2 62. Hxh2+ Kxh2 63. b5 Kg3 64. b6 Kf4 65. Ka6 Það er ekki gaman að Guðspjöllunum, ef enginn er í þeim bardaginn! Nú fórnar klerkur sér fyrir friðinn! 65... Bxb6 66. Jafntefli. Shakespeare hefði varla teflt betur! Hamlet var allavega aðeins hugarburður hans!! Curt Hansen var í þeirri stöðu að þurfa að tefla grimmt til að eiga einhvern kost á að ná Jóhanni. Jóhann tefldi því taflið ögrandi, komdu ef þú þorir! Hvítt: Curt Hansen Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurirui 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 Rf6 4. g3 Rd4 Ágæt leið til að fá þægilega stöðu. 5. Rxe5 De7 er afar óþægilegt. 5. Bg2 Rxf3+ 6. Bxf3 Bb4 7. Db3 Bc5 8. d3 0-0 9. 0-0 He8 10. Bd2 c6 11. Hacl h6 12. Da4 Bf8 13. Hfdl d6 14. b4 Hvítur er til alls líklegur, en Jóhann getur andæft án erfið- leika. 14... Bg4 15. Bxg4 Rxg4 16. b5 Dd7 17. bxc6 bxc6 18. f3 Rf6 19. Hbl Hec8 20. Kg2 De6 21. Hb7 d5! Hægt og rólega hefur nú svart- ur náð yfirhöndinni. Ráðleysis- leg taflmennska er oft upp á teningnum þegar miklar áætl- anir ganga ekki upp. Ralf Akeson, Svíþjóð og Heikki Westerinen, Finnlandi við upphaf skákar sinnar SKÁK 11

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.