Skák


Skák - 01.02.1998, Síða 27

Skák - 01.02.1998, Síða 27
Landskeppni við Færeyinga í ágúst 1997 María Jónsdóttir Það var rigning og dimmviðri sem tók á rnóti tólf Islendingum af Norður-og Austurlandi, tíu skákmönnum ásamt eiginkon- um tveggja, er komnir voru til elleftu landskeppninnar í skák í Þórshöfn í Færeyjum. Hins vegar var létt yfir móttöku- nefndinni, þeim Martin Næs, Suni Merkistein og Súni Jákupsen, sem mætt var á bryggjuna er Norröna lagðist að þann 8. ágúst síðastliðinn. Eftir að hafa boðið okkur velkomin og afsakað veðrið var okkur fylgt til gistiheimilis á Föroya Læraraskúla, á Fræls- inum, sem við í fyrstu töldum að væri einskonar "Heilags- andagata". Síðar fengurn við hina réttu þýðingu, þ.e. að götuheitið er gamalt orð yfir landskika er leiguliðar höfðu til frjálsra afnota. Færeyingar afhentu dagskrá næstu viku og tilkynntu lið sitt. Það var nokkuð ljóst að þeir ætluðu að hefna harma sinna frá því fyrir tveimur árum á Akureyri, er þeim gekk illa að ná saman liði og máttu þola stórt tap, því nú tefldu þeir fram nokkrum af sínum bestu skákmönnum og lið þeirra í heild stigahærra en það íslens- ka. Lið þjóðanna voru þannig skipuð: Island 1. Jón Garðar Viðarsson (2375) 2. Rúnar Sigurpálsson (2185) 3. Gylfi Þórhallsson (2170) 4. Þór Valtýsson (2005) 5. Sigurjón Sigurbjörnsson (1930) 6. Smári Ólafsson (1905) 7. Sigurður Eiríksson (1865) 8. Gunnar Finnsson (1745) 9. Sigurður Ingason (1710) 10. Sverrir Unnarsson (1700) Færeyjar 1. John Arni Nilssen (2290) 2. Jens Christian Hansen (2225) 3. Torkil Nielsen (2135) 4. Torbjörn Thomsen (2130) 5. Eyðun Nolsöe (2120) 6. Steintór Rasmussen (2080) 7. Martin Brekká (2065) 8. Flóvin Þór Næs (2045) 9. Bernhard Thomsen (2040) 10. Haldur Suni Johansen (2040) Varamenn: Finnbjörn Zachariasen (2080) Herluf Hansen (2055) John Jacobsen (2020) Carl Eli Nolsöe Samuelsen (1980) Islendingar höfðu meðferðis nýjan farandbikar, gefinn af Flugleiðum, þar sem þeir höfðu unnið fyrri bikar til eignar eftir keppnina á Akureyri 1995. Sigurður Eiríksson, fararstjóri, gekk nú röggsamlega í það að stilla upp hinum nýja bikar, svo allir mættu sjá hvað í veði væri, og blása liðsanda í sína menn. En eins og góðum fararstjóra sæmir sá hann líka til þess að allir fengju sína hvíld því marg- ir voru svefns þurfi eftir sjóferð- ina, dvöl á næturklúbbi Norrænu og stífa upprifjun í Skandinavískunni. Um hádegi vöknuðum við í allt annarri veröld, sól og blíðu, og þannig hélst veðrið allan tímann, reyndar batnandi dag frá degi. Að kvöldi dags var Sverrir Unnarsson stóð sig vel í keppninni. Hér er hann (til hægrí) að tafíi við Carl Eli. SKÁK 25

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.