Alþýðublaðið - 18.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1926, Blaðsíða 1
#-' Gefid út af Alþýduflokknum 1926. Fimtudaginn 18. febrúar. ¦42. tölublað. Kaupdeilan á ísafirði. Samkomulagið. Skeyti til Fréttn;itofuimr frá Finni [Jónssyr.i] irn kursamn- ingana er samhljóða þvi, Svím seg- ir hér í blaðinu í gær, en tekur enn fremur fram þ.tð, scm hér segir: Samningatnir gilda til 1. okt. Eftirvinnukaup kveíjiá er 85 aurar um kl.st. „Við skipavinnu aðra en lóðabát' greiðist 5 aur- um hærra um- kl.st. á Iiverjum taxta um sig." [f slíkri vinnu hafa þá konur 75 auia í dagv. og 90 í eftirv.]. „Samningsfiskþvottur er 1,50 afturflatts, en 1,25 Labrador- fiskjar. Otborgun vikulega. Heima- fast fólk gangi fyrir vi:mu. — Verkalýðssamtökin eflast mjög." Frá Fiskiþmgiim. Tillaga frá sildarúívegsnefnd. Fiskiþingið skorar á alþingi og ríkisstjórn, að vinda bráðan bug að útbreiðslu síldarmarkaðs í samráði við fróðustu menn í þess- um efnum. Fiskipingið vill sérstakloga leiða athygli aö því að nú sem stend- ur er síldin í mjög lágu verði og pví hinn heppiiegasti tími til tilrauna hvað nýjan markað snertir. Fiskipingið leggur mikla áherzlu á, að tilraunir passar mcga ekki lengur dragast, ef nokhrum á- rangri á að verða náð fyiir næstu framleiðslu. Væatir fiskípinglð þess, að sjávarútvcgsnefndir alpingis styðji mál petta. Var tillaga pessi sam])ykt. Við petta mál óskaði Geir Sig- urðsson bókað, að pótt hann væri fylgjandi tillögu nefndarinnar í síldarmálinu, pá væri pað hans skoðun, að íhúga pyrfti síldveiða- málið í heild sinni oj gera til- Hér með tilkynnist, að föðurbróðir ssíííisi?, Filippus Filippusson andaðist binn 17. p. sss. að Elliheinsilinu €írund í Reykjavik. Jarðarfðrin verður auglýst siðar Hafnarfirði, 18. febr. 1926. Fyrir hönd vina og vandansanna. Sigríður Jóbannesdóttir. lögur um, á hvern hátt mætti ráða bót á pví, að síldin stórfélli í verði, eftir að búið væri að kosta miklu til veiðanna. Ef festa kæm- ist ekki á málið, myndu lán eigi fást til síldarútvegs framvegis, og atvinnuvegurinn væri pví í veði. Vonaði hann, að nefndin gerði frekari tillögur um málið. Tillaga um vatnsleiðslu i Vestmannaeyjum. Frá Geir Sigurðssyni: Fiskipingið mælir með pví við alpingi, að ítarleg tilraun verði gerð til pess að koma vatnsleiðslu á fót í Vestmannaeyjum og sjó- leiðslu til fiskpvotta, ef eigi finst, nægilegt vatn par í landi. Var tillagan sampykt í einu hlj. Tillaga um sjúkraskýli i Sandgerði. Frá Jóni Ólafssyni: Fiskipingið tjáir sig meðmælt pví, ef til kemur, að veita stuðn- ing peirri málaleitun, að búin verði til í Sandgerði sjúkrastofa fyrir ekki færri en 4 sjúklinga. Forgöngu í pessu máli hafi nú verandi eigendur Sandgerðis. Var tillagan sampykt. Neitað um undanþágu frá fiskiveiðalögunum. Samþykt var með 7:5 atkv., að neita Stangeland á Fáskrúðsfirði um undanþágu frá fiskiveiðalög- unum um að hafa norska menn á skipi, sem hann gerir út til fiski- veiða. Herm. Þorsteinsson vildi leyfa Stangeland að hafa 7 Norðmcnn á umræddu skipi. En sú tillaga fékk lítinn byr. Þá var og á dagskrá nefndarálit um vitamál frá björgunarmáia- nefndinni og lögð fram áætlun fjárhagsnefndar um tekjur og gjöld Fiskifélags Islands árin 1927 og 1928. Tilkynnmg til verkamanna. Tilraun sú til samninga um verkakaup milli ver^amannafé- lagsins „Dagsbrúnar" og Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigcnda, er gerð hefir verið, hefir orðið árangurslaus. Aukaíundur verður haldinn í „Dagsbrún", undir eins og hús fæst, og skýrir samninga- nefnd þar frá starfi sínu. Utanfélagsmenn eru hér með aðvaraðir um að vinna ekki fyrir minna kaup en „Dagsbrúnar"- taxtann. Samninganefndin. Mussolini kvongast aftur. í de^zembermánuði siðast liðn- um voru Mussolini og þá verandi kona hans, Rachele, gefin saman í heilagt (kirkjulegt) hjónaband. Þau höfðu að vísu gifzt löngu. áður, en að eins borgaralega. Mun Mussolini hafa gert þetta til þess að hafa „hinn heilaga föður", páf- ann, góðan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.