Skák - 01.12.2002, Page 6
Helgi Óiafsson
Skák mánadarins
Perlan á Selfossi
Alþjóðlega Mjólkurskákmótið á
Selfossi, haldið af hinu mjög-
siglandi taflfélagi Hróknum
með Hrafn Jökulsson í broddi
fylkingar, var hluti skákhátíðar í
Flóanum sem hafði að mark-
miði öðrum þræði að halda upp
á 150 ára afmæli Barnaskólans á
Eyrarbakka. Þetta var glæsileg
framkvæmd og aðstandendum
til mikils sóma. Mótið hófst
nokkrum dögum eftir fyrri
hluta Islandsmóts taflfélaga í
B&L húsinu. Rétt eins og þegar
minningarmót um Jóhann Þóri
fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í
fyrra gat hluti þeirra útlend-
ingahersveitar, sem nú orðinn
allt að því sjálfsagður hluti
Deildakeppninnar, haldið á-
fram taflmennsku. Mótstaður-
inn var hið nýja og glæsilega
Hótel Selfoss.
I A-flokki sem er til umræðu hér
völdust sterkustu stórmeistarar
Bosníu um langt árabil þeir Ivan
Sokolov, sem um þessar mundir
gerir atlögu að 2700 Elo-stiga
múrnum, Predrag Nikolic sigur-
vegarinn frá Reykjavíkurskák-
mótinu 1986, Pavel Tregubov
sem ég hygg að hafi teflt í fyrsta
skipti hér á landi, Luke
McShane einn efnilegasti skák-
maður sem Englendingar hafa
eignast og líklegur arftaki Nigel
Short og Michael Adams, Tékk-
arnir Zbynek Hracek og Tomas
Oral auk undirritaðs, Hannesar
Hlífars Stefánsssonar, Björns
Þorfinnssonar og Stefáns Krist-
jánssonar. Allir erlendu stór-
meistararnir eru þrautreyndir at-
vinnumenn í skák og harðir
keppnismenn.
Það var alveg ljóst frá byrjun að
mótið yrði erfitt enda teflt á
hverjum einasta degi og tímafyr-
irkomulagið býsna kröfuhart, 40
leikir á 2 klst. og klukkutími til
að ljúka skákinni. Umgjörðin á
Hótel Selfossi var vel hönnuð,
skáksalurinn skemmtilega
skreyttur myndum úr fórum
eins dómarans Einars S. Einars-
sonar, skákirnar fóru fram á raf-
eindaborðum og var þaðan varp-
að beint á Internet chess club.
Félagar Hrafns, Róbert Harðar-
son og Ingvar Þ. Jóhannesson
unnu sitt starf með miklum á-
gætum og Hróksmaðurinn Har-
aldur Blöndal setti sterkan svip á
mótið með nærveru sinni. Hann
stjórnaði einnig hraðskákmóti
sem haldið var strax eftir mótslit
(eitthvað var niðurröðunin í því
hraðskákmóti einkennileg - þó
ekki við Harald að sakast - því
sigurvegarinn Helgi Ass Grétars-
son teíldi að mér sýndist nær
eingöngu við Flóamenn sem
margir hverjir eru vissulega ban-
eitraðir hraðskákmenn eins og
t.d. Magnús Gunnarsson en fyrr
má nú rota en dauðrota; (þarna
voru nú einnig ríllega 10 stór-
meistarar einnig með). Þetta
verkefni allt hefði ekki gengið
svo vel ef heimamanna hefði
ekki notið við. Vart er á nokkurn
hallað þó fyrst sé nefnt nafn Þor-
láks Helgasonar fræðslustjóra
Árborgar sem mun hafa átt hug-
myndina að mótshaldinu. Björn
Helgason sá um tæknimál á
skákstað í samvinnu við tölvu-
snillinginn Ingvar Þór og sér-
stakur ljósmyndari var ráðinn
ungur piltur, sem áreiðanlega á
eftir að hasla sér völl á sviði
blaðamennsku, Egill Bjarnason.
Flestir keppendur í A-flokknum
fengu hótelgistingu á Selfossi og
voru aðstæður þar afbragðs góð-
ar. Bragi Þorfinnsson einn skák-
manna í A-riðlinum mátti þó
lúta því að aka rösklega 100 km
á mótsstað dag hvern og hefði
verið eðlilegra að hann fengi
290
S K A K