Skák


Skák - 01.12.2002, Síða 10

Skák - 01.12.2002, Síða 10
vera að ég hafi treyst útreikning- um Ivans sem hlaut að hafa séð leikinn. Riddarafórnin er hins- vegar ekki endilega rökrétt nið- urstaða sviptinganna á undan og var ég farinn að búa mig undir tæknilega erfiða stöðu þar sem ég taldi möguleika svarts vera betri. Þannig fannst mér líklegt að kæmi til uppskipta á hrókum. Eftir skákina fór fram mikil umræða hvort ég hefði spillt henni með því að missa af þessari leið. Það verður hver að dæma fyrir sig. Hinsvegar fer í hönd sá kafli skákarinnar sem ég er stoltastur af.) 25. Bxe5 (Ivan ákveður að stofna til upp- skipta eins og ég hafði hálft í hvoru búist við. Það er skiljanegt að hann vilji ekki eiga -Re4+ möguleikann hangandi yfir sér.) 26. - Hxe5 26. Hd8 He2+ 27. Kfl Hxd8 28. Kxe2 a5! (Það virtust ekki margir gefa þessum leik gaum og sumir op- inberuðu hreinlega skilnings- leysi sitt á stöðunni. Þannig full- yrti Elvar nokkur Guðmunds- son að Ivan hefi einungis tapað vegna þess að hann hefði verið að reyna að vinna steindauða jafnteflisstöðu. Ivan var vita- skuld ljóst að hvítur er að berjast fyrir jafntefli; svartur getur ef honum sýnist svo stillt hróknum upp á d4 og riddaranum á d7 og ætti mönnum þá kannski að skiljast að hvítur getur aldrei gert sér beinar grillur um vinn- ing. Ymsar aðrar þvergirðingar (dlraun til að þýða enska hug- takið ,,fortress“) má byggja upp svo sem að hafa hrókinn á 6-reitaröðinni og finna síðan heppilega reiti fyrir riddarann. Þetta er auðvelt í framkvæmd ef hvítur lætur hjá líða að brjóta upp með b2-b4.) 29. Db3 Hd6 30. Db5 g5 31. Da6 (Ivan telur hagsmunum sínum best borgið með því að kom drottningunni í virka stöðu að baki víglínunnar. En þetta gefur svarti tíma til að endurskipu- leggja lið sitt og beina spjótum að veika blettinum í stöðu hvíts, f3-peðinu.) 31. - Rh5 32. Dc8+ Kg7 33. Dc7 Rf4+ 34. Kfl Hf6 (Það er kominn vísir að vinn- ingsáætlun: Rg6-h4xf3 o.s.frv. 35. h4! g4 (Einnig kom til greina að leika 35. - gxh4 en meiri ógn er af frelsingja á f-línunni.) 36. Kgl (Vitskuld ekki 36. fxg4 Re6+ og drottningin fellur.) 36. - gxf3 37. Kfl f2 38. De5 (Hvíti kóngurinn getur sig hvergi hrært sem þýðir að ekki þarf annað til að koma en ridd- araskák og þá fellur tjaldið. Ein- hvern tímann í góðu tómi ætla ég að láta tvö tölvuforrit tefla einhverjar af þessum stöðum til enda 38. - Rg6 39. Dg3 h5 40. Dg5 Hf4 41. b3? (Ég veit ekki hvar var hægt að endurbæta taflmennsku svarts en hér var betra að leika 41. Dxh5 Hxh4 42. Dd5 Hf4 og enn er róðurinn þungur fyrir hvítan þó uppskipti á h-peðum hafi aukið jafnteflismöguleika hans. Nú þegar tímamörkunum var náð þurfti ég að búa til nýja áætlun. Skarpasta leiðin og sú sem ég valdi fólst m.a. í því að gefa öll peðin á drottningarvæng. Þetta kostaði milda útreikninga en þegar ég lék 33. leikinn var ég fullkomlega sannfærður um að ég væri á réttri leið.) 41. - Hxh4 42. Dd8 (Eftir 42. Kxf2 Hf4+ og 43. - h4 á svartur að vinna án teljandi erfiðleika. Það felst fyrst og fremst í því að þróa peðastöðuna á kóngsvæng hægt og bítandi. Hvítur hefur ekkert mótspil svo heitið geti.) 42. - Hf4 43. Dxb6 Hf5! (Besti leikurinn í skákinni. Elrókurinn færi augnabliksfrið og riddarinn kemst á valdaðan reit á g4 þar sem hann hótar skákum á h2 og fl. Þetta virðist einfalt en tók mikinn tíma því ég var ekki 100% viss um að enda- taflið þar sem riddarinn þarf að kljást við peðin þrjú væri unnið á svart. Þess vegna varð ég sjá fyrir „hliðar-valkosturinn“ 45. - Kg6.) 44. Dxa5 Re5 45. Dxc5 Kg6! (Auðvitað liggur beinast við að leika 45. - Rg4 46. Dxf5 Re3+ 47. Kxf2 Rxf5 en þá kemur 48. a4! Eg var ekki með tölvuforrit mér til aðstoðar eins og þessir ágætu spekingar sem eftir skák- ina bentu á einhverja vinnings- leið að öllum líkindum ættaða frá Fritz sem byggir á því að leika 294 S K A K

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.