Skák - 01.12.2002, Qupperneq 12
Einu sinni var....
Við lifum í heimi breytinga þar
sem menn og málefni eru sífellt
vegin á nýja mælikvarða. Þegar
lýðveldið var ungt og þjóðernis-
móður svall mönnum í brjósti
var skáklistin með rétd kölluð
þjóðaríþrótt og stórmeistarinn
okkar, Friðrik Olafsson þjóð-
hetja. Ekki einasta skaraði hann
framúr víða á erlendri grundu,
heldur var glíma hans við Bent
Larsen í samhljómi við eftir-
skjálfta sjálfstæðisbaráttunnar
sem gerðu vart við sig með þjóð-
inni um áratugi og gera e.t.v.
enn. Með Friðrik í fararbroddi
reis skákbylgjan hátt á sjötta ára-
tugnum; næsti toppur kom árið
1972 þegar landið varð um hríð
eins og miðpunktur heimsins og
hreif sú alda víst með sér marga
fleiri en skákáhugamenn. I
þriðja sinni varð ævintýraleg
uppsveifla þegar Jóhann Fljart-
arson atti kappi við Kortsnoj
1988 og enn var þáttur Friðriks
markverður þegar Viktor hinn
ógurlegi fékk makleg málagjöld.
Milli þessara öldutoppa eru vita-
skuld rökræn og söguleg tengsl;
árangur Friðriks ruddi í vissum
skilningi brautina fyrir einvígið
‘72 og fyrir áhrif þess ólst hér
upp á áttunda áratugnum sú
sveit stórmeistara sem Jóhann
var hluti af.
Stöðnun?....
En byrinn blæs ekki alltaf með
manni og einhvernveginn lenti
skáklistin í hálfgerðri ónáð. Skák
varð næstum því gamaldags og
hallærisleg og frábær afrek gátu
ekki lengur kveikt neistann hjá
almáttugum fjölmiðlamönnum
og okkar hviklyndu þjóð. Eftir
að gestir í Þjóðleikhúsinu risu úr
sætum í hléi á leiksýningu til að
klappa fyrir sigri Jóhanns á
Kortsnoj í febrúar 1988, varð
einhvernveginn ekki lengra
komist. Frábær árangur á þrem-
ur Ólympíuskákmótum á tí-
unda áratugnum (1990, 92 og
96) hreyfði varla við mönnum
og tíðindi af heimsmeistaratitli
Helga Ass í flokki unglinga 1994
fór í flokk skringifrétta úr mann-
lífinu, e.k. „human interest"
saga. Nýir mælikvarðar voru
teknir í notkun. Skákhreyfingin
var komin í þá stöðu að lifa lífi
sínu á fornri frægð og ýmsir
veikleikar sem áður virtust litlu
skipta skutu upp kollinum.
E.t.v. hefur hreyfing oldtar löng-
um verið fremur veikburða; ár-
angur hennar byggðist á fram-
taki fárra forystumanna og
Skákhreyfingin hefur löngum átt mikið
undir velvilja stjórnmálamanna. Þessi
mynd er tekin á Hótel Lofileiðum þar
sem löngum voru haldin mögnuð alþjóð-
leg mót. Þá var Halldór Blöndal oft
meðal áhorfenda.
nokkurra framúrskarandi skák-
meistara. Afl hennar var undir
því komið að þjóðin fagnaði og
bæri hana á höndum sér. Sem
fjöldahreyfing stóð hún tæplega
undir nafni og skortur á stefnu,
skipulagi og áætlunum til lengri
tíma gerðu hana vanbúna til að
takast á við breytingar.
Því er þessi margorði formáli
að annál ársins rifjaður upp hér,
að á þessu ári hefur mátt sjá
merki þess að vindur sé að snú-
296
S K A K