Skák


Skák - 01.12.2002, Page 14

Skák - 01.12.2002, Page 14
Arið hófst með skemmtilegu einvígi Hannesar Hlífars Stefánssonar og Nigels Short. meistari íslands á bráðskemmti- legu móti á Kjarvalsstöðum, en mótið vann Ivan Sokolov. Hann sigraði svo ásamt fyrrum landa sínum Predrag Nikolic í A- flokki Mjólkurskákmótsins, Jan Votava vann B-flokkinn, en Jón Viktor Gunnarsson varð annar. Þessir viðburðir, ásamt áformum um átak til að efla áhuga barna á skáklistinni, fengu mikla og góða kynningu og virðist svara kröfum tímans betur en margt annað sem reynt hefur verið í því skyni á undanförnum árum. Annað félag hefur náð framúr- skarandi árangri á árinu en á öðru sviði og með öðrum að- ferðum. Þetta er Taflfélag Garðabæjar með Jóhann Ragn- arsson í broddi fylkingar. Með- an Hrókurinn hefur verið mest áberandi á stórmeistarasviðinu, hafa Garðbæingar róið á önnur mið; á vordögum efndu þeir til sveitakeppni með þátttöku inn- lendra og erlendra sveita og í nóvember höfðu þeir forgöngu um landskeppni við Katalóníu á 8. borðum. Þeir stofnuðu til nýrrar sveitakeppni með útslátt- arsniði og slógu botninn í hana á skákhátíð í nóvembermánuði þar sem margt fleira var í boði. Það hefur einkennt viðburði TG að þar hafa konur, ungir skák- menn og börn fengið að njóta sín og þeir hafa kappkostað að hafa samvinnu við önnur félög og virkja sem flesta af „grasrót- inni“ frekar en stóru nöfnin. Þannig hafa þeir sýnt að lítil fé- lög án stórra nafna geta lagt mikið að mörkum til að auka fjölbreytni skáklífsins. Fleira ber að nefna, og víst eru þessi félög ekki þau einu sem hafa gert eitthvað af viti á árinu. Það hófst reyndar með merkum viðburði í boði hins 10 ára gamla Hellis; einvígi Hannesar Hlífars Stefánssonar og Nigels Shorts sem var á skemmtilegan hátt tengt sýningu til að minnast 30 ára afmælis einvígis aldarinn- ar. Hið hefðbundna alþjóðlega Reykjavíkurskákmót var háð í mars og lauk með sigri íslands- vinarsins Ivans Sokolovs, sem reyndar bar einnig sigur úr být- um á hinu alþjóðlega mótinu sem hér var háð, Mjólkurskák- mótinu sem áður var á minnst. Nýir meistarar Islenskir áfangaveiðarar hafa undanfarin ár verið iðnir við kolann á opnum mótum suður í Evrópu. Um hríð fór fjölmenni til Capelle la Grande í Belgíu, einnig á opna Kaupmannahafn- armótið, en hin síðari ár hafa sumarferðir til Ungverjalands og Tékkóslóvakíu verið hvað vin- sælastar. Sigurður Daði Sigfús- son reið á vaðið snemma vors og var nálægt áfanga í Debrecen í Ungverjalandi. I þvísa landi náði Ágúst Sindri Karlsson í sumar sínum fyrsta áfanga og Stefán Kristjánsson hreppti lokaáfanga sinn á móti í Tékkóslóvakíu. Hið sama gerði Jón Garðar Við- arsson sem brá sér til Hollands á fertugsafmælinu. Hann væntir útnefningar á næstunni en Stef- án hefur þegar fengið sinn titil staðfestan. Þriðji skákmaðurinn sem á þennan titil í vændum er Bragi Þorfinnsson sem hreppti þriðja áfanga sinn á Skákþingi Islands í september. Keppni í landsliðsflokki á Skákþinginu fór að þessu sinni fram á Seltjarnarnesi. Eins og spáglöggir menn gerðu ráð fyrir lauk keppni með öruggum sigri stigahæsta keppandans. Hannes Hlífar Stefánsson byrjaði mótið 298 S K A K

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.