Skák


Skák - 01.12.2002, Qupperneq 15

Skák - 01.12.2002, Qupperneq 15
Ungversk stemmning; Agúst Sindri Karlsson og Snorri Bergsson slaka á eftir góðan dag í Kecskémet. Bragi Þorfinnsson er náði lokaáfanga sínum að alþjóðlegum titli á árinu. með 8 sigrum og landaði sigrin- um örugglega, þrátt fyrir tap gegn hinum stórmeistaranum meðal þátttakenda, Helga Ass Grétarssyni, sem hafnaði í öðru sæti. Bragi náði svo þriðja sæt- inu. Líklega telst þetta mót eldsi til hinna eftirminnilegustu; til þess voru úrslit of fyrirsjáanleg, en Hannes var þarna að krækja í fjórða Islandsmeistaratitil sinn á fimm árum. E.t.v. sæta úrslitin í kvennaflokki, sem háður var í nóvember og desember, meiri tíðindum. Þar átti Guðlaug Þor- steinsdóttir glæsilega endur- komu eftir rúmlega áratugar fjarveru og vann mótið með fullu húsi vinninga. Vonandi eigum við eftir að sjá meira til hennar á þessum vettvangi og það væri góður vitnisburður um þá vakningu sem átt hefur sér stað innan kvennaskákarinnar. Þá varð Davíð Kjartansson Is- landsmeistari í unglingaflokki og átti sá piltur afburðagott skákár, varð m.a. Norðurlanda- meistari í skólaskák ásamt annarri vonarstjörnu á skák- himni okkar, Degi Arngríms- syni. Atskákmeistaratitillinn féll að þessu sinni í skaut Helga Áss Grétarssyni sem sigraði Jóhann Hjartarson í undanúrslitum og meistarann frá fyrra ári, Helga Ólafsson, í úrslitaeinvíginu. Reynslan blívur.... Ef þátttaka Guðlaugar, sem minnst er á hér að framan, er vottur um „endurnýjun á göml- um grunni,“ er árangur Ingvars Ásmundssonar á öldungamót- um nú í haust það ekki síður. Heimsmeistaramót „öldunga" - 60 ára og eldri - sem haldið hef- ur verið árlega í Þýskalandi um nokkra hríð, er vaxandi mót og afar fjölsótt. Raunar er það svo að skákmótum fyrir þennan ald- urshóp fer nú mjög fjölgandi og flestar þjóðir efna nú til meist- aramóta í þessum aldursflokki; háð eru Norðurlandamót og Evrópumót. Hér heima hafa fyrstu tvö íslandsmótin í þessum S K A K 299

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.