Skák


Skák - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Skák - 01.12.2002, Blaðsíða 17
íslenskir Ólympíufarar við brottfdr til Bled. Talið frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson, Anna Björg Þorgrímsdóttir, Jón Garðar Viðarsson, Aldís Rún Lárusdóttir, Helgi Ass Grétarsson, Harpa Ingólfsdóttir, Hannes Hlífar Stefánsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Ólafsson og Bragi Kristjánsson. eiga sér athvarf. Þeir Arnar E. Gunnarsson og Stefán Kristjáns- son urðu jafnir og efstir á Is- landsmótinu og vann sá fyrr- nefndi titilinn í úrslitaeinvígi. Þá hefur Taflfélag Garðarbæjar tekið upp samstarf við skákþjóninn Playchess og efndi til myndarlegs móts af því tilefni nú í nóvember. Auk slíkra móta eru íslenskir skákmenn allra kvikinda iðnastir við taflmennsku á Netinu og eiga að sjálfsögðu met á því sviði sé miðað við höfðatöluna góðu. Margir telja að þessi mikla nettaflmennska dragi úr annarri skákiðkun og má það vel vera, en varla er þó hægt annað en að fagna þeim aulcnu tækifærum til að þjóna skákgyðjunni sem hér bjóðast. Þá er Netið vettvangur fréttabyltingar á skáksviðinu; og þótt alheimurinn sé undir ber oklcur sérstaklega að fagna tilvist skák.is í umsjá Gunnar Björns- sonar, sem hefur staðið sig frá- bærlega í öruggri og skjótvirlcri fréttamiðlun í okkar íslenska skálcheimi. Til skoðanaskipta höfum við svo Skákhornið, þar sem allar raddir, þýðar sem rám- ar, fá að heyrast og andagift skák- manna leikur lausum hala. Reynslan blívur enn... Það hefur tíðlcast í þessum árlega annál hér í blaðinu að Tímaritið Skák tilkynni val sitt á skák- manni ársins. Við höfum lagt á- herslu á að þetta er fyrst og fremst til gamans gert, en þó ekki alvörulaust og vel rökstutt. Valið er eldci síður vandasamt nú en áður og verður nú að leita af- brigða. Okkar sterkasti virki skákmaður, Islandsmeistari með meiru missir naumlega af titilin- um í ár. Við minntumst á sí- breytilega mælikvarða hér í upp- hafi og fylgjum nú dyggilega því sem þar er boðað; stig eru gefin fyrir úthald í þetta sinn. Sá oklc- ar virku skákmanna sem lengst- an feril á að baki hlýtur því nafnbótina að þessu sinni. Þótt árangurinn á þessu ári hafi verið sveiflukenndur, komu góðir sprettir inn á milli, svo sem á al- þjóðlega Reykjavíkurskákmót- inu, Mjólkurskákmótinu og síð- ast en ekki síst á Ólympíuskák- mótinu. I Bled tefldi hann á sínu þrettánda Ólympíuskákmóti sem er glæsilegt íslandsmet. Þá er framlag hans til þjálfunar ungra og aldinna þungt lóð á vogarslcálina. Já, umfram allt út- haldið. Altmeister Helgi Ólafs- son er að mati Tímaritsins Skák- ar skákmaður ársins 2002. S K A K 301

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.