Skák - 01.12.2002, Page 23
halda uppi merki landans að
þessu sinni. Þótt sveitin hafi
mætt ofjörlum sínum þar ytra
var hér skynsamlega ráðið og
undirstrikuð hin vaxandi breidd
í hópi okkar bestu skáltmanna.
Teflt var á 8 borðum, í stað 10
eins og venja er, en samkomulag
varð um að sleppa tveimur „öld-
ungaborðum“ í þetta sinn. Af
hinum 8 borðum voru 4 í lands-
liðsfloltki, tvö í kvennafloltki og
tvö í unglingaflokki.
Guðmundar þáttur Ara-
sonar
Ekki verður um þessa keppni
fjallað án þess að minnast á aðal-
styrktaraðila íslensku sveitarinn-
ar í þessari för, Guðmund Ara-
son. Guðmundur hefur löngu
skipað sér í hóp helstu máttar-
stólpa íslenskrar skákhreyfingar
frá upphafi og hefur sérstaklega
lagt áherslu á að að gefa ungum
og efnilegum skákmönnum
tækifæri til að þroska sig og
styrkja. Eiga margir okkar yngri
meistara Guðmundi mikið að
þakka, en hann hefur umfram
ýmsa aðra styrktaraðila alltaf lagt
mikla áherslu á að framlag hans
kæmi hinni uppvaxandi kynslóð
sérstaklega til góða. Auk Guð-
mundar lagði Edda - miðlun og
útgáfa - til ýmsar góðar gjafir
sem íslensku keppendurinr
færðu gestgjöfum sínum eins og
góðum gestum sæmir.
Yfirburðir heimamanna
Umgjörð keppninnar var öll hin
glæsilegasta og mótttökur
heimamanna frábærar. Teflt var í
Gironahéraði, norður af
Barcelona, í bænum Caldes de
Malavella en keppendur gistu í
ferðamannabænum Lloret de
Mar.
Ljóst var áður en sest var að tafli
að róðurinn yrði þungur fýrir
okkar menn, enda Katalónar
með tvo stórmeistara í liði sínu
og stigahærri á öllum borðum.
Þar munaði t.d. um 100 stigum
að meðaltali á fjórum efstu
borðunum og nærri 200 stigum
á unglingaborðunum tveimur.
Tefld var tvöföld umferð og
urðu úrslit þessi:
Jón Viktor Gunnarsson -
SM Jordi Magem Badals
1/2-1/2 1/2-1/2
Sigurður Daði Sigfússon -
SM Lluis Comas Fabrego
1-0 0-1
Bragi Þorfinnsson -
AM Marc Narciso
0-1 1/2-1/2
Arnar Gunnarsson -
Alfoso Jerez Perez
0-1 0-1
Guðlaug Þorsteinsdóttir -
Beatriz Alfonso Nogue
1-0 1/2-1/2
Áslaug Kristinsdóttir -
Imma Hernando Rodrigo
1-0 0-1
Davíð Kjartansson -
AM Joan Fluvia Poyatos
0-1 1/2-1/2
Halldór B. Halldórsson -
Jordi Fluvia Poyatos
0-1 0-1
Fyrri umferðin var nokkuð jöfn
og munaði þar ekki síst um góð-
an árangur á kvennaborðunum.
Sigurður Daði vann góðan sigur
á stórmeistaranum Comas, As-
laug yfirspilaði sinn andstæðing
og heppnin gekk í lið með Guð-
laugu þegar hún stóð höllum
Jón Viktor Gunnarsson náði prýðis-
árangri á 1. borði Jyrir hönd Islands.
fæti. í öðrum skákum áttu okk-
ar menn erfitt uppdráttar. I síð-
ari umferðinni kom styrkleika-
munur sveitanna enn betur í ljós
og unnu þeir allar skálcir sínar
með hvítu. Jón Viktor hafði í
fullu tré við sinn andstæðing og
Bragi sömuleiðis, en Sigurður
Daði og Arnar voru báðir yfir-
spilaðir með svörtu. Á kvenna-
borðunum var hart barist; Guð-
laug varð að sætta sig við jafn-
tefli, en Aslaug lenti í erfiðleik-
um í byrjuninni og stóðst eldti
kóngssókn síns andstæðings. Á
unglingaborðunum áttu „Akur-
eyringarnir“ í sveitinni erfitt
uppdráttar í báðum umferðum,
eins og úrslitin bera með sér, en
Davíð kom í veg fyrir 0-4 tap
með því að ná örugglega jafntefli
í síðari skák sinni.
Guðlaug stóð sig því best ís-
lensku keppendanna, en telja
S K Á K
307