Skák - 01.12.2002, Qupperneq 26
Tomas Oral sigurvegari
Hreyfilseinvígið hófst annars á
hádegi laugardagsins 14. sept-
ember klukkan 12 á glæsilegum
mótsstað í Þjóðarbókhlöðunni.
Einvígið var haldið til að fagna
næstum því hálfrar aldar sögu
Taflfélags Hreyfils, sem stofnað
var 1954 og var lengi vel meðal
öflugustu og virkustu skákfélaga
landsins. Um eitt hundrað
manns voru við setningarat-
höfnina og við það tækifæri var
Guðbjarti Guðmundssyni,
helsta forystumanni Taflfélags
Hreyfils, jafnframt veitt gull-
merki Skáksambands Islands
fyrir áratugastörf í þágu skák-
hreyfingarinnar. I tengslum við
einvígið var jafnframt gefið út
glæsilegt tímarit, þar sem Þráinn
Guðmundsson rakti merka sögu
Taflfélags Hreyfils, og sagði frá
afrekum keppendanna tveggja,
en þeir voru Stefán Kristjánsson
alþjóðlegur meistari, og tékk-
neski Islandsvinurinn Tomas
Oral, stórmeistari. Báðir eru fé-
lagar í Taflfélaginu Hróknum,
sem stóð að mótshaldi ásamt
Hreyfilsmönnum, en Hróks-
menn, með Hrafn Jökulsson í
broddi fylkingar, hafa verið afar
duglegir við að halda skemmti-
leg skákmót hér í hinu nýja hita-
belti gróðurhúsaáhrifanna.
Mótshaldarar hefðu þó mátt
búa betur um hnútana, svo sem
hvað snertir skákir einvígisins,
en þær eru hvergi aðgengilegar á
þeim hefðbundnu stöðum,
hvert skáltáhugamenn sækja sér
nýtefldar skákir. Jafnvel Eyjólfur
Armannsson hafði aldrei haft
þær undir höndum. Eg hlýt því
að gera því skóna, að mótshald-
arar hafi síður viljað fá umfjöll-
un um einvígið í Tímaritinu
Skák, en vona að þessi örfáu orð
verði ekki metin til refsingar, s.s.
leiftursnöggra högga með blárri
reglustiku.
Einvígið var annars sent út
beint á ICC (Internet-skákfélag-
inu) og fylgdust þar fjölmargir
skákáhugamenn með gangi
mála, og þar tókst undirrituðum
að lokum að komast yfir skákir
meistaranna. Þegar líða tók á
einvígið varð þó einum þeirra að
orði, að þetta væri ódýrt einvígi,
því keppendur hafi ekki þurft að
undirbúa sig mikið, þar eð þeir
hafi ætíð teflt sömu byrjanirnar.
Það er þó mikil einföldun, því
einmitt það kallar á góðan und-
irbúning til að hrekja tafl-
mennsku andstæðingins frá fyrri
skákum. Þrátt fyrir þá stað-
reynd, að skákirnar hafi verið
frekar einhæfar, voru þær síður
en svo leiðinlegar, enda áttu tveir
baráttuskákmenn í hlut. Strax í
fyrstu skákinni varð ljóst, að
von var á flugeldasýningu:
Hvítt: Tomas Oral (2549)
Svart: Stefán Kristjánss. (2428)
Frönsk vörn, Tarrasch-afbrigðið
l.e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 í fimmtu
einvígisskákinni lék Oral 3. exd5
og hélt örugglega jafntefli. 3. -
c5 4.exd5 I þriðju skákinni lék
Oral 4. Rgf3 og framhaldið varð
4. - cxd4 5. Rxd4-Rf6 6. e5 -
Rfd7 7. R2f3 - Rc6 8. Bf4 -Be7
með óljósri stöðu. Hvítur hefði
vísast getað komist í sama af-
brigði og í fyrstu skákinni með
5. exd5, en hefur hugsanlega
óttast endurbætur Stefáns.
310
S K A K