Skák - 01.12.2002, Síða 35
Bg6 25. Hhgl - De7 26. Kc2 -
Kf7 27. Rcl - h5 28. Be2 - Hh8
29. Rb3 - g4 30. Dhl - Bf6 31.
Rd2 - Bg5 32. Dg2 - Bf6 33.
Hbfl - Hbg8 34. Bel - Ke8 35.
Dhl - Kd8 36. a5 - b5 37. cb5
- ab5 38. Bb5 - Rb5 39. Rb5 -
Be8 40. Rc3 - h4 41. Re2 - h3
42. Rc4 - Bb5 43. b3 - Dh7 44.
a6 - h2 45. Hg2 - De4 0-1
í áttundu umferð má segja að ég
hafi kórónað lélegt mót. Eg
hafði hvítt á Sárosi sem jafnaði
taflið fljótt. Mér tókst hins veg-
ar að skapa spil á kóngsvæng í
miðtaflinu og vann svo peð eftir
taktíska yfirsjón Ungverjans.
Upp kom endatafl þar sem ég
hafði nokkuð sælt peð yfir og
líklega unna stöðu. Eftir 39 leiki
átti ég um 5 mínútur til að leika
þeim 40. í fremur rólegri stöðu
þar sem ég þurfti einfaldlega að
valda umframpeðið. I stað þess
festist ég í útreikningum á
annarri leið (rangri), sá svo að ég
varð að valda peðið og uppgötv-
aði um leið að umhugsunartím-
inn var á þrotum. Smellti ég því
leiknum á borðið en féll um leið
og ég ýtti á klukkuna. Mjög
ergilegt og aulalegt tap. Sigur-
björn hafði hvítt á Schwartz sem
tefldi mjög framúrstefnulega.
Sigurbjörn saumaði að Banda-
ríkjamanninum sem tókst þó
með útsjónarsemi að ná jafntefli.
Magnús mætti Vladimir Sutor-
ikhin og stýrði hvítu mönnun-
um gegn „Accelerated-dragon-
kerfi“ Rússans. Magnús mun
ekki hafa valið allra nákvæmustu
leiðina í byrjunni en Sutorikhin
mun hafa glott til Hodjkos eftir
einn leik Magnúsar í byrjuninni.
Hann glotti þó ekki eftir skák-
ina. Hann fórnaði nánast öllu
húsinu á Magnús sem reyndist
misráðið, og mátti hann gefast
upp þegar allt príl var runnið út
í sandinn en liðsmunurinn orð-
inn gríðarlegur.
I síðustu umferð hafði ég
svart gegn Schwartz, og þrálék-
um við í stöðu sem líklega var i
jafnvægi. Sigurbjörn hafði svart
í kóngsindverja gegn Reiss sem
tefldi sama afbrigði og Sárosi.
Hann endurbætti taflmennsku
landa síns og fékk betra tafl en
Sigurbjörn hélt þó jafnvæginu
með seiglu. Magnús lauk mót-
inu á jafntefli gegn Vamos með
svörtu.
Þrátt fyrir hnökra í skipulagn-
ingu fór módð á heildina séð vel
fram. Dr. Erdélyi er mesta ljúf-
menni og það var þægilegt að
gista og tefla í sömu byggingu,
einungis lyftuferð á skákstað.
Aðstæður eru alls ekki verri en á
flestum opnum mótum.
Kekskémet er rólegur og þægi-
legur staður og þar er ódýrt að
lifa. Því er vert að hafa staðinn í
huga ef ætlunin er að fara á á-
fangaveiðar erlendis.
Árangur undirritaðs var slak-
ur. Sérstaklega nagaði ég mig í
handarbökin vegna skákanna
við Vamos og Sárosi auk þess
sem skákin gegn Magnúsi tapað-
ist helst til of ódýrt. Sigurbjörn
og Magnús máttu betur við una
þó þeir væru auðvitað ekki full-
komlega sáttir. Þannig hefði
Sigurbjörn t.d. alveg eins getað
tekið heilan punkt úr skákinni
dramatísku við Hodjko. En lít-
ið þýðir að velta sér upp úr „ef‘
og „hefði“ menn verða bara að
taka stefnuna á næsta mót sem
við og gerðum. Stefnan var tek-
in í norðvestur á Opna Tékk-
landsmótið í Pardubice.
Við höfðum þó nokkra lausa
daga á milli móta til að endur-
hlaða batteríin. Nýttum við þá
m.a. til að skoða Búdapest, hina
undurfögru höfuðborg Ung-
verjalands. Þar hittum við fyrir
þrjá skáksveina sem voru að tefla
á hinu mánaðarlega „First Satur-
day“ móti, þá Braga Þorfinns-
son, Stefán Kristjánsson og
Halldór Brynjar Halldórsson.
Bragi og Stefán tefldu í 14
manna stórmeistaraflokki en
Halldór 12 manna „Fide rating
flokki“. Stefán fékk sjö vinninga
sem samsvaraði AM-áfanga og
undirstrikaði að væntanlegur
AM-titill var engin tilviljun.
Bragi var heldur brokkgengari
og endaði með 5'/2 vinning.
Þeir félagar munu báðir hafa lagt
að velli stigahæsta stórmeistar-
ann í flokknum. Halldór Brynj-
ar fékk 8 vinninga í sínum flokki
og hafnaði í öðru sæti. Þeir fé-
lagar höfðu einnig sett stefnuna
á Pardubice að þessum mótum
loknum.
Pardubice er um 100 þús.
manna bær austur af Prag. I
júlímánuði ár hvert fer þar fram
mikil skákhátíð sem gengur
undir nafninu Czech Open.
Aðalviðburðurinn er gríðarfjöl-
mennt opið mót þar sem keppt
er í fjórum styrkleikaflokkum. I
A-flokki tefldu 310 skákmenn
en B-flokkur var fjölmennastur
flokkanna með 413 þátttakend-
ur. Einnig eru ýmsir hliðarvið-
burðir s.s. atskákmót, hraðskák-
mót, Fisher-random-mót, tví-
skákarmót, sveitakeppni o.fl. Þá
var og keppt í bridge og go á há-
tíðinni. Einnig fer fram knatt-
s K Á K
319