Bæjarblaðið Jökull - 16.08.2007, Blaðsíða 4
Fjölbreytt starf í
fögru umhverfi
Á alþjóðaráðstefnu land-
varða sem var haldin í
Skotlandi í íyrra var ákveðið
að 31. júlí ár hvert yrði al-
þjóðadagur landvarða. Fyrsti
alþjóðadagurinn var haldinn
nú í ár á 15 ára afmæli al-
þjóðafélagsins The
International Ranger Feder-
ation sem Landvarðafélag Is-
Iands er aðili að.
I tilefni dagsins var í mörg-
um löndum frumsýnd mynd-
in „The Thin Green Line“
sem Sean Willmore land-
vörður frá Warringine Park í
Ástralíu tók af landvörðum í
starfi í sex heimsálfum og 19
löndum. Landvarðafélag ís-
lands hefur ákveðið að fresta
þeirri frumsýningu fram á
haust, þar sem þetta er há-
annatími landvarða á íslandi.
Landverðir á Snæfellsnesi
buðu upp á kvöldgöngu á
milli Arnarstapa og Hellna á
alþjóðadeginum.
Störf landvarða eru fjöl-
breytt. í flestum löndum er
áhersla lögð á fræðslu og
gönguferðir líkt og hér á
landi. Sumsstaðar þurfa
landverðir að hafa afskipti af
veiðiþjófum, lenda þá oft í
lífshættu og bera vopn. Á ís-
landi býður Umhverfisstofn-
un upp á námskeið fyrir þá
sem áhuga hafa á að gerast
landverðir en landverðir
starfa í þjóðgörðum landsins
og á öðrum friðlýstum svæð-
um. Flestir vinna á vegum
ríkisins en aðrir á vegum
sveitarfélaga s.s. Isafjarðar-
bæjar og Hafnarfjarðar. I
landvarðastarfinu er æ meiri
áhersla lögð á fræðslu með
gönguferðum og öðrum
uppákomum. Auk þess hafa
landverðir eftirlit með svæð-
unum, hreinsa rusl, halda
húsnæði hreinu, merkja
gönguleiðir, setja upp skilti,
veita upplýsingar og fleira
það sem gera þarf á svæðinu.
í sumar hafa fimm land-
verðir unnið í Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli. Þau eru Hákon
Ásgeirsson, Linda Björk Hall-
grímsdóttir, Sigurbjörg
Ottesen, Þórunn Sigþórs-
dóttir og Sæmundur Krist-
jánsson. Hákon og Linda eru
sammála um hvað sé erfiðast
eða leiðinlegast við starfið:“
Það er að þurfa að hafa af-
skipi af fólki sem brýtur lög
landsins eóa reglur þjóð-
garðsins t.d. með því að aka
utan vega eða tjalda innan
þjóðgarðs." Það skemmtileg-
asta sé hins vegar hversu fjöl-
breytt starfið er og að kom-
ast í kynni við fólk frá öllum
heimshornum.
Sigurbjörg, Þórunn, Hákon og Linda landverðir í Þjóðgarðinum Snœfellsjökli.
Harmonikufélag Þingeyinga
heldur
dansleik
í Félagsheimilinu Klifi
Laugardagskvöídið 18. ágúst.
Nú gefst gott tækifœri
fyrir dansunnendur að fá útrás
frá kl. 22 til 03.
Hestaeigendur
í Snæfellsbæ
Af gefnu tilefni...
...er bent á að lausaganga hrossa er í
Snæfellsbæ stranglega bönnuð.
Hross sem ganga laus í Snæfellsbæ verða
handsömuð og tekið í vörslu á kostnað eiganda.
Bent er á að eigendum er skilt að sækja gripi sína
og greiða áfallinn kostnað. Um ráðstöfun gripanna
fer eftir ákvæðum laga nr. 6/1986 um
afréttamálefni, fjallskil o.fl.