Bæjarblaðið Jökull - 30.04.2008, Side 6
ssv
Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi
Frumkvöðladagur Vesturlands
Samtök sveitafélaga á Vesturlandi standa fyrir Frumkvöðladegi Vesturlands í
Landnámssetrinu í Borgarnesi þriðjudaginn 6. maí 2008.
Markmið með frumkvöðladegi er að vekja aukna athygli á míkilvægi nýsköpunar og
frumkvöðlastarfs á Vesturlandi og skapa nauðsynleg tengsl milli einstaklinga, stofnana
og fyrirtækja.
Dagskrá:
12:00. Hádegisverður í Landnámssetri
Formleg stofnun Frumkvöðlaseturs Vesturlands, en stofnun þess er
samstarfsverkefni Vaxtarsamnings Vesturlands, Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, Sparisjóðs Mýrasýslu og Borgarbyggðar.
13:00. Setning Frumkvöðladagskrár
• Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdarstjóri - Saga Medica
• Erla Björk Örnólfsdóttir,/orstöðutono - Varar Sjávarrannsóknaseturs
• Margrét Björk Björnsdóttir, ferðamálafræðingur - Græna lónið Lýsuhóli
• Anna Bella Albertsdóttir, rekstraraðili - Geirabakarí
14:20. Frumkvöðull Vesturlands 2007 útnefndur í þriðja skiptið og veittar
viðurkenningar til einstaklinga sem hlutu tilnefningu til Frumkvöðuls Vesturlands.
Kaffi
15:00. Stofnun Samráðsvettvangs atvinnulífsins á Vesturlandi-Samtök atvinnulífsins
hafa lagt áherslu á að atvinnulífinu séu sköpuð sem best skilyrði um land allt og er
stofnun samráðsvettvangs liður í að auka samvinnu og samkeppnisskilyrði
fyrirtækja á Vesturlandi.
• Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri - SA - frumkvöðlar og samvinna.
• Umræður um forgangsverkefni fyrir Samráðsvettvang atvinnulífsins á Vesturlandi.
16.15. Ráðstefnuslit
Allir velkomnir, veitingar í boði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Ólafs víkur kirkj a
Sameiginleg messa
Ólafsvíkur-, Ingjaldshóls-
Staðastaðarprestakalla verður haidin í
Ólafsvíkurkirkju á uppstigningardegi 1. maí nk.
kl. 11.
Eldri borgarar eru sérstaklega
boðnir velkomnir til þessarar messu.
Sr. Bernharður Guðmundsson prédikar.
Ruuöakrossdcild Snæfellsbæjar, Kvenfélag Olafsvíkur,
Slysavarnardeildin Sumargjöf og Rótaryklúbbur Olafsvíkur
sjá um kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir messu.
Sóknarprestur
Allt í plati
Tvær sýningar voru á leik-
ritinu Allt í plati um helgina
hjá Leikfélagi Olafsvíkur og
munu um 280 manns hafa
séð sýninguna. Höfundur er
Þröstur Guðbjartsson og
fjallar leikritið um ýmsar af
frægustu persónum úr leik-
ritum Thorbjörns Egners og
Astrid Lindgren. Þetta eru
sögupersónur úr Kar-
demommubænum, Dýrun-
um úr Hálsaskógi, Karíusi og
Baktusi og svo að ógleymdri
Línu Langsokk sem Olga
Guðrún Gunnarsdóttir lék. I
ávarpi formanns og leik-
stjóra verksins, Gunnsteins
Sigurðssonar, í leikskrá kem-
ur ma. fram að leikritið sé
fýrir aldurshópinn frá 2ja til
99 ára og þaó er svo sannar-
lega rétt. Leikritið er mjög
góð skemmtun fýrir alla fjöl-
skylduna og mk. hehir und-
irritaður ekki lengi haft eins
gaman að leiksýningu eins
og þessari. Þaó sama var að
heyra á salnurn því börnin
tóku vel á móti þessum góðu
kunningjum sínum. Það er
erfitt að taka leikara útúr og
gefa einkunnir því allir stóðu
sig mjög vel í bæði leik og
söng. Þó verður að nefna
Olgu Guðrúnu sem var á
sviðinu mestan tímann og
stóð hún sig afar vel sem
Lína langsokkur. Bæði leik-
arar og „fólkió á bak við
tjöldin" komu úr öllu bæjar-
félaginu og var frábært að sjá
þessa góðu samvinnu og
bæði var leikmynd góð og
búningar góðir. Gunnsteinn
leikstjóri á svo sannarlega
mikið hrós skilið fýrir árang-
urinn og allur hópurinn til
HAMINGJU með þessa frá-
bæru sýningu. Ég vil svo
hvetja alla þá sem eftir eiga
að sjá leikritið að drífa sig á
næstu sýningu sem verður 4.
maí. Með þessari sýningu og
einnig Vetrargleðinni nú í
apríl þá sjáum við bæjarbúar
hvað við eigum hæfileikaríkt
fólk og hvað það er duglegt
að leggja á sig miklu vinnu
fyrir okkur hin og það eigum
við að meta.
Pétur Steinar Jóhannsson
Nýtt kjöttilboð hefet á fimmtudögum. Gildir í viku eða á meðan birgðir endast.
Fjöldi annara tilboða sem gilda í 14 daga eða á meðan bitgðir endast
Verslunin Kassinn ehf.
Norðurtanga 1 355 Ólafsvík. Simi 436-1376 fax 436-1346
meil. kassinn@thinverslun.si
Fiskiðjon Bylgjo hf
Sími: 436 1291- www.bylgja.is • Netf. bylgja@bylgja.is