Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 6

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 6
Eugene O’Neill og Dagleiðin langa Eugene Gladstone O’Neill fæddist í hótelherbergi á Broadway í New York þann 16. október árið 1888, sonur James O’NeiIl, ein- hvers frægasta leikara Bandaríkjanna á þeim tíma, og Ellen Quin- lan O’NeiIl. Eldri bróðir hans, James O’NeilI jr., starfaði einnig sem leikari um skeið, en annar eldri bróðir, Edmund, hafði látist á öðru aldursári. Fjölskylda þessi, sem var af írsku bergi brotin, átti sér í rauninni ekkert heimili í vanalegri merkingu þess orðs, því stórleikarinn var í leikferðum tíu mánuði á ári og ólust synirnir að nokkru upp í járnbrautarlestum, á hótelum og að tjaldabaki þann tíma. James O’Neill hafði á unga aldri verið talinn einn efnilegasti ungi leikarinn í Bandaríkjunum og var talinn eiga glæsilega list- ræna framtíð, því þegar innan við þrítugsaldur var hann farinn að vekja athygli í stórum tragískum hlutverkum á borð við Oþelló. Vitað var að Edwin Booth, mesti leikari landsins til þess tíma hafði mikið álit á honum og spáði honum miklum frama. En svo gerðist það að hann tók að sér hlutverk Edmond Dantés í leikriti um Greifann af Monte Christo og vakti geysiiega lukku og áhor- fendur streymdu að. James O’Neill keypti síðan sýningarréttinn á verkinu fyrir lítið fé þar sem rétthafinn var orðinn gjaldþrota. Uppfrá því var hann fastur, fangi þessa rómantíska spennuverks sem malaði honum gull. Ahorfendur streymdu að hvar sem hann sýndi og gekk svo í mörg ár, uns þar kom að fólk vildi ekki sjá hann í neinu öðru. Þegar Eugene fæddist, eða um það leyti, þá var hann að leika hlutverkið í fjórtánhundraðasta skipti og átti þá eftir að leika það með stuttum hléum í 25 ár í viðbót! (Það er skemmtileg tilviljun að Rúrik Haraldsson lék eitt sinn hlutverk Greifans af Monte Christo í framhaldsleikriti í útvarpinu). - Ellen O’Neill ólst upp á heimili sem var töluvert ofar í virðingarstigan- um en æskuheimili James O’Neill var. Leikhúslífið og hin sífelldu ferðalög urðu henni því erfið og ekki bætti það úr að er hún ól 4

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.