Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Page 9

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Page 9
Vitinn og þokulúðurinn á Race Rock við höj'nina í New London. óþægilega margt í leikritinu er beint úr veruleikanum og þá eink- um persónurnar í heild, fortíð þeirra og draumar, en auðvitað upplifði fjölskyldan aldrei dag eins og þann sem sýndur er í verkinu, því veruleikinn lýtur fyrir listinni og O’Neill tekst með snilldarlegri samþjöppun að skapa heilsteypt leikverk, byggt á eigin fortíð og reynslu, um manninn, mannsævina, hina frsk- amerísku fjölskyldu og um Bandaríkin, verk sem skírskotar jafn- framt til og endurspeglar sammannlega reynslu hvar sem er. Því það er ekki eingöngu vegna þess hvað líf höfundarins er vel þekkt að þetta verk er tekið til sýninga aftur og aftur um víða veröld, heldur vegna þess að í leikritinu tekst honum að sýna feyskna innviði hverskyns þjóðfélagshópa, ekki bara fjölskyldunnar, held- ur líka þjóðfélagsins í heild. Verkið er þannig grundvallað á veru- leika, en augljóslega ber ekki að líta á það sem þann veruleika, því listin er aldrei nákvæm eftirlíking, heldur er hún miklur fremur eins og endurminningin sem velur og hafnar, raðar saman brotun- um svo við fáum mynd af því sem gerðist og skiljum það. í ágætri nýlegri doktorsritgerð segir Jean Chothia m.a. þetta um verkið: 7

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.