Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 11

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 11
í nágrannahéraðinu öllu, var mikill fjöldi þeirra niðurkominn og mátti þola heiftúðuga fordóma og andúð. Þaðan er að hluta sprottin einangrun Tyrone-fjölskyldunnar og þaðan er sprottinn ótti föðurins við fátækt og fyrirlitningu sem aftur varð til þess að hann seldi listamannsferil sinn, sem hefði getað orðið glæstur, fyrir fjárhagslegt öryggi, það öryggi sem leikritið um Greifann af Monte Christo veitti honum. Hann er því í raun innst inni ennþá lítið annað en írskur bóndi og hefur þankagang hans og hegðun. Og írsku fjölskyldutengslin eru sterk: synirnir, tuttugu og þriggja og þrjátíu og þriggja ára ganilir eru enn í föðurhúsum, ókvæntir, fjölskyldan sveiflast milli trúhneigðar og guðlasts, hreinlífis og sora- lifnaðar, karlmennirnir eru drjúgir vískídrykkjumenn og njóta sín á börum innan um háreisti og sagnaskemmtun, en undir öllu þessu kraumar garnla sjúklega kreddan um sviksemi, Júdasarduldin, sem er eins og rauður þráður gegnum írska sögu og bókmenntir. Sem félagsfræðilegt plagg er leikritið smáheimur, hnotskurn, þessa írsk-kaþólska samfélags sem er í þann veginn að leysast upp og blandast amerísku samfélagi. Utan sviðs er leiguliðinn Shaughnessy, hinn dæmigerði írski svínabóndi, slóttugur og orð- Ijótur, sem lendir í stælum við olíukónginn Harker, nágranna sinn, er hann hleypir svínunum í svalalind þá sem milljónamæringurinn notar til ístekju. Á sviðinu er vinnustúlkan Cathleen, fáfróð, ein- föld og glaðlynd lágstéttarstelpa, en úti í eldhúsi er síkvartandi eldabuskan Bridget. Ofar í þjóðfélagsstiganum er James O'Neill, sem brotist hefur upp úr fáfræði og fátækt, þó enn sé hann bund- inn uppruna sínum í hugsun og hegðun, þjóðernissinnaður og stoltur. Og enn ofar er Mary Tyrone af írskri yfirstétt, sem var rækilega yfir durga eins og Shaughnessy hafin. Þó O’Neill segist fjalla í þessu verki um „gamlan harnr“ til þess að reyna að skilja meðlimi fjölskyldu sinnar og til að fyrirgefa þeim, þá má ljóst vera að hér er á ferðinni meira en ævisaga. Titill verksins er því margræður og ekki auðskýrður. Hann vísar til fleiri hluta en þess að verkið er langt og gerist á einum degi. Hann vísar nr.a. til mannsævinnar og hann vísar til leitar höfundarins að sjálfsþekkingu. Þema verksins er það sama þema og kemur fram í öllum hans verkurn, og ef til vill má segja að allan sinn feril hafi O’Neill óafvitandi verið að reyna að skilja og skilgreina sjálfan sig og sínar forsendur. Vitað er að hann átti afar erfitt með að fyrir- gefa, það gerði hann ekki fyrr en hann var búinn að skrifa sig frá ásökuninni. Þannig veitir hann t.d. Jamie bróður sínum endanlega 9

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.