Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 13

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 13
Það sem leikhúsið er mér Leikhúsið er fyrir mér lífið - það sem felst í lífinu og túlkun þess. . . . Og lífið er barátta, oftast, ef ekki yfirleitt, töpuð ba- rátta; því flest höfum við eitthvað það í okkur sem kemur í veg fyrir að við náum taki á því sem okkur dreymir um og langar í. Og eftir því sem við náum lengra, erum við sífellt að sjá lengra en við náum. Eg geri ráð fyrir að þetta sé ein ástæðan fyrir því hversu afskiftalítill ég er orðinn gagnvart hverskyns stjórnmála- og þjóðfélagshreyfingum. Sú var tíðin að ég var virkur sósíalisti og síðar anarkisti. En nú orðið get ég ekki látið mér finnast þesshátt- ar skifta nokkru máli. Mér finnst svolítið broslegt að sjá hve alvar- lega sumir taka stjórnmál og hversu miklar vonir menn binda við þau. Lífið í heild breytist sáralítið, ef þá yfirleitt nokkuð, fyrir til- stilli þeirra. Mér virðist, eftir því sem við getum um það dæmt, að maðurinn sé ennþá nokkuð áþekkur því sem hann hefur ætíð ver- ið, með sömu frumstæðu tilfinningarnar, langanirnar og hvatirnar, sama styrkinn og sömu veikleikana og hann hafði þegar kynstofn Aríanna kom til Evrópu úr hlíðum Himalayafjallanna. Hann þekkir nú orðið betur þennan styrk sinn og veikleikana og er smám saman að komast upp á lagið með að stjórna þeim. Fæðing- aróp hins háþróaða manns er næstum hægt að greina, en hann kemur ekki skjögrandi með aukahluti eða fyrir lagasetningu eða þjóðfélagsumbót. Hann kemur að skipun ímyndunaraflsins og vilj- ans. (1922) 11

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.