Húsgangur - jul. 1997, Side 4
4
Húsgctngur - Júlí 1997
Starfsmannafélagið
I— rá því aö Húsgangur kom út
1 síðast hcfur starfsmannafélagið
staðið fyrir tveimur viðburðum.
Sunnudaginn 1. júní fór 18 manna
hópur í Þjóðlcikhúsið til að sjá
Listamanninn cftir Yazmin Reza. Var
góður rómur gerður að en verkið
hefur hlotið ágæta dóma og viðtökur.
í annan stað var farin dagsferð í
Húsafell sunnudaginn 15. júní ogvoru
þátttakendur 41. Á leiðinni upp eftir
voru Hraunfossar og Bamafoss
skoðaðir. Þegar í Húsafell var komið
fóru margir upp í bæjargilið að skoða
listaverk Páls Guðmundssonar sem
hann hefur höggvið þar í grjót upp
eftir gilinu. Á leiðinni glímdu nokkrir
við hellutökin hans séra Snorra
sáluga Björnssonar við misjafnan
árangur. Enginn réð við þann
þyngsta. Tveir steinar vom þar álíka
þungir, um 100 kíló hvor. Einhver
ágreiningur var um það hvor væri
þyngri. Guðrún Karlsdóttir kvað upp
úr um að það væri sá vestari. Eftir
göngu og sund var sest að grillmat
sem Hörður hafði útbúið og þótti
maturinn með afbrigðum góður. Heim
var haldið um Hestháls og Dragháls
og komið að Bókhlöðunni laust fyrir
tíu um kvöldið. Er ekki annað vitað
en allir hafi notið dagsins vel.
Eiríkur Þormóðsson
Samkeppni um
merki Starfsmannafélags Þjóðarbókhlöðu
tjórn Starfsmannafélags Þjóðar-
bókhlöðu, skammstafað: SÞ, hef-
ur ákveðið að efna til samkeppni
meðal félagsmanna sinna um merki
(lógó) fyrir félagið. Okkur vantar sár-
lega merki og það er ákveðinn stíll
yfir því að geta sent út tilkynningar
og auglýsingar í nafni félagsins með
merki þess.
Reglur fyrir samkeppni þessa eru:
1. Þátttakandi þarf að vera félagi
í Starfsmannafélaginu (hægt er að
ganga í það hvenær sem er með
tilkynningu til einhverra í stjórn
félagsins).
2. Stafir félagsins SÞ þurfa að
koma fram í merkinu en að öðru leyti
er rétt að láta hugmyndaflugið ráða.
3. Dómnefnd, skipuð stjórn
félagsins mun meta tillögurnar og
veita viðurkenningu (verðlaun) fyrir
besta merkið.
4. Verðlaunamerkið mun verða
notað á allt efni sem sent er út í nafni
Starfsmannafélagsins (auglýsingar
innanhúss, á tölvupósti o.þ.h.).
5. Skilafrestur er til 1. október
n.k. og hægt er að skila tillögum til
allra í stjórn félagsins í lokuðu um-
slagi. Munið að láta nafn ykkar fylgja
með.
Stjórnin hvetur alla félagsmenn til
dáða í þessari samkeppni og fyrir þá
sem ekki eru í Starfsmannafélaginu
og langar til að vera með þá er um að
gera og taka sig til og ganga í félagið.
Með sumarkveðju,
Stjóm SÞ
Afmælisráðstefna
framhald af bls. 1
muligheder og tmslcr.“ Fyrirlesarar
leituðust við að taka mið af þessu.
Meðal þeirra var danski ráðherrann
Jytte Hilden sem fer mcð málefni
rannsóknarstarfseminnar í landinu.
Einnig vom þjóðbókaverðir Norður-
landanna fímm með erindi, þ.á m.
undirritaður. Framkvæmdastjóri
NORDINFO, Ylva Lindholm-Roman-
tschuk, gerði grein fyrir framtíðar-
áformum stofnunarinnar og gesta-
fyrirlesari frá háskólanum í Wanvick,
Kelly Russcll, sagði frá svokölluðum
eLib verkcfnum (Electronic Librarics
Programmc), cn allrækileg lýsing á
þeim var áður komin hér í hús í
prentuðu formi og er m.a. í höndum
forstöðumanna dcilda. Þá skyggndist
Vigdis Moc Skarstein, háskólabóka-
vörður í Þrándheimi, inn í framtíðina
í yfirgripsmiklu erindi. Sitthvað er þó
ótalið, m.a. sex málstofur, en ein
þeirra fjallaði um rafræn tímarit og
var í umsjá Sólveigar Þorsteinsdóttur.
Torben Nielsen, fyrrum yfirbóka-
vörður, hélt aðalræðu hátíðarkvöld-
verðarins. Hann var víst sá eini sem
nú tók þátt af stofnendum NVBF og
mælti á mörgum tungum svo sem
hann er þekktur fyrir.
Að lokinni ráðstefnu var haldinn
aðalfundur NVBF. Niels-Henrik Gyl-
storff frá Árósum lét þá af for-
mennsku, en við tók Harald Sandal
Böhn frá Þrándheimi.
Einar Sigurðsson
Húsgangur issn 1027-9091
lnnanhússblað Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns
Júlí 1997 - 3
Umsjón með þessu tölublaði:
Halldóra Þorsteinsdóttir, Þorleifur Jónsson
Fjölritað í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni