Alþýðublaðið - 06.03.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.03.1926, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐID 5 ust aklrei meir“. Þykir þa'ð of dönsku-meinga'ð, þótt svona standi á. — Máivandir menn vilja hik- laust víkja „merinne“ úr leikn- um, en háðíuglarnir halda í taum- inn. Leiktjöld eru fögur. Þakka ber höfundum sanngjarna ádeilu og meinlaust gaman. Leikendur þurfa að tala svo skýrt og hægt, að heyrist til þeirra, sem fram við dyrnar eru. Mega leikendur ekki i það horfa, þótt of hátt sé mælt fyrir þá, er næstir sitja. Leikslokin vekja almenna gleði. Er sem gestir sjái inn nýja „frels- isher“ í árroða komandi viðreisn- araldar. — Söngvarnir glymja; lófum er skelt, og snillingurinn leikur undir á reku sína. H. J. Norsk stjórnmál. Norska stórþingið var sett í byrjun janúar. 1 Noregi er vinstri- mannastjórn, stjórnarforseti Mo- winckel. Vinstrimenn í stórþing- inu eru þó að eins 36 af 150. Hægrimenn og bændaflokkur ráða til samans yfir 76 atkvæðum — einu meira en helmingi —, og óvíst talið, hve lengi vinstri- mannastjórnin siíur við völd. Jafnvel er búistvið, að hægrimenn og bændaflokkurinn myndi sam- steypustjórn með formanni hinna fyrr nefndu, Lykke heildsala, sem forsætisráöherra. Verkamannafulltrúar í norska stórþinginu eru samtals 38. Þeir skiftast í þrjá flokka: lýðræðis- jafnaðarmenn, sem hafa 8 þing- menn, svo kallaða Tranmæls-sam- eignarmenn, sem eru 24, og Mos- kva-sameignarmenn, sem eru 6. í febr. Ó. RíkisjpMabréfum stoiið. Samkvæmt erlendum fregnum hef- ir nýlega lettneskum ríkisskuldabréf- um, að upphæð 700 000 sterlings- pund eða rúmar 15 milljónir ís- lenzkra króna, er send voru til Lundúna, verið stolið á leiðinni. Enn hefir eigi tekist að hafa uppi á þjófunum. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að hindra sölu verðbréf- anna, er voru handhafabréf. Um daginn og veginn. Messur - á inorgun: í dómkirkjunni kl. 11 f. m. séra Friðrik Hallgrímsson (alt- arisganga), kl. 5 e. m. séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl. 2 e. m. séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur próf. Níelsson. í Landakotskirkju 'kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. 1 aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Alþýðuerindi flytur Grétar Ó. Fells i bíóhúsinu i Hafnarfirði á morgun kl. 4 síð- degis. Næturvörður er þessa viku i lyfjabúð Reykja- víkur. Ingólfur sál. Þorvarðsson, sem fórst í snjóflóðinu vestra, var sonur séra Þorvarðs heitins, prests á Stað j Súgandafirði. Slysið varð á miðvikudaginn var, Alþýðublaðið er sex síður i dag. Sagan er í miðblaðinu. Laus læknishéruð hafa verið auglýst til umsókna með frestum til 1. júní: Mýrdals- hérað, Fljótsdalshérað, Reykdæla- hérað, Hofsóshérað og Reykhólahér- að. Mýrdalshéraði gegna fyrst um sinn auk sinna umdæma læknar Síðu- og Rangár-héraða. Til gamalmennahælisins hefir Hannes Ólafsson kaupm. á- kveðið að gefa arð þann, er verður af verzlun hans i dag. Barna-danzsýning verður haldin í Bárunni kl. 8 ann- að kvöld til ágóða fyrir bágstadda islenzka konu í Kaupmannahöfn. Til skemtunar verður m. a.: Upplestur (Gunnþórunn Halldórsdóttir). Ork- ester Rósenbergs spilar. — Sigurður Guðmundsson danskennari sér um skemtunina. Snjör talsverður fóll hér síðdegis í gær. Áður hefir oftast verið auð jörð hér í vetur eða þá að eins dálítil föl. Veðrið. Hiti mestur 0 stig (i Vestm.eyj.), minstur 11 st. frost (á Grímsstöðum) 3 st. frost i Reykjavík. Átt ýmisleg, hæg. Loftvægislægðir fyrir sunnan og suðvestan land. Útlit: Norðaust- læg og norðlæg átt, snjókoma á Norður- og Austur-landi. 1 nótt sennilega norðaustlæg átt og hríð- arveður á Norðurlandi. Skipafréttir. „Lagarfoss11 og „Villemoes" komu frá Englandi i nótt. „Bisp“, fisktöku- skip, kom frá Viðey i morgun. Kvöldskemtnn heldur st. Iþaka nr. 194 í Góð- templarahúsinu á morgun kl. 8,30 síðdegis. Verða þar til skemtunar sjónleikir, söngur barna og danz. Leikurinn „Óhemjan“, er þar verð- ur sýndur, er enn í minnum hafð- ur síðan á afmæli „Dagsbrúnar"; svo bráðskemtilegur þótti hann. þar. Norskir þjóðdanzar, um 20 talsins, verða sýndir í Iðnó á morgun kl. 5,15 e. m. undir stjórn Ásfríðar Ásgríms. Hefir hún lært þá i Noregi. Stjðrnmálafundur var i Bárunni í gær. Um 200 manns voru inættir. Munu boðend- urnir hafa svo til ætlast, að hann yrði íhaldinu til gengis, en það var eitthvað annað. Jón Þorl. hélt svo nefndan fyrirlestur og voru honum til aðstoðar í ræðum Jón Berg- sveinsson og Magnús dósent. Sigurð- ur Eggers talaði fyrir hönd „Frels- ishersins" síns. Af jafnaðarmönnum töluðu Héðinn Valdimarsson, Ólafur Friðriksson og Haraldur Guðmunds- son. íhaldsflokkurinn hefir áformað, son. Ihaidsflokkurinn hefir áformað að halda nokkra slika fundi með frjálsum umræðum, en eftir útreið þá, er íhaldið fékk á fundi þessum heldur það sennilega ekki fleiri fundi. Árni í Múla var á fundinum, en tók ekki til máls. Sjómannastofan. Guðsþjónusta á morgun kl. 6 síðd. Allir velkomnir, Símallnu er nú ákveðið að leggja í sumar að Reykjanesi og ryðja þar vör til þæginda um lendingu fyrir smábáta. Togarinn Clementina kom hingað inn i gær að taka kol. Hafði hún fengið um 60 tn. á 11 dögum. Hún leggur ekki upp hér. Tiðarfar. Af Hesteyri við Jökulfirði er skrifað seint i febrúar: „Hér er ágætis-tiðar- far, snjólítið og frost sama sem engin hér í vetur.“ — Þar víð Jökulfirðina er þó oft mjög snjógjarnt. Hljðmleikar Hljómsveitar Reykjavíkur eru á morgun kl. 4 síðdegis í Nýja Bió. Töbaksbindindisfélag Reykjavikur heldur framhaldsaðalfund í G.-T.- húsinu kl. 5 á morgun. Tvö erindi verða flutt. Flytur læknir annað. Gestir eru velkomnir, og margir hafa eflaust þörf fyrir að hlusta ó erindin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.