Alþýðublaðið - 09.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1926, Blaðsíða 2
2 * ALÞÝÐUBLA^ D Álit oö ÍÍ11Ö0UF blörgimarmála- nefndar Flskifélagsins. VI. (Frh.) Um farpegaflutning með skipum. Um pennan lið fer nefndin með- dl annars svo feldum orðum: „Um farþegaflutning kiingum landið og milli ýmissa staða má margt segja. Þegar á það alt er litið sem heild, þá er líklega sann- ast sagt, að ekkert af þeim skip- um, er farþega flytja hér við land, myndi fullnægja þeim skyldum, sem settar eru um slík skip í öðrum iöndum. Hvernig myndu t. d. Sameinaða- eða Eimskipafé- lags-skipin fara að því að bjarga 3—5 hundruðum manns, eins og þegar flest fólk er með vor og haust, ef eitthvert óhapp kæmi fyrir? Ekki hafa skipin svo stóra eða marga báta, að þeir geti tekið svoria margt fólk. .. . En hvað skal gera? Engin ráð virðast vera önnur en að takmarka það, hve margt fólk megi fara með einu skipi, og ætti það aldrei að vera fleira en bátar eru til fyrir á skipinu, hvað sem fyrir kann að koma. Þetta kann að þykja ósann- gjarnt, eins og erfiðleikar eru miklir á samgöngum hér við land, og allir þykjast þurfa að komast leiðar sinnar. En við því er ekkert annað að gera en að reyna að fá fjölgað ferðum á þeim tímum, sem mestir eru fólksflutningarnir á, þ. e. haust og vor. Til bráða- birgða mætti líka fyrir þessar ferðir, sem fólk þarf helzt að komast með, hafa aukabáta, svo fleira fólk sé hægt að taka með í feröina. Afskifta- og eftirlits-laust má þetta ekki lengur vera. Um mótorbátana sem fólks- flutningaskip er það að segja, að skip, sem eru svo smá, að þau geta engan skipsbát haft með sér, ekki einu sinni fyrir skipshöfn- ina, ætti ekki lengur að líðast að fylla sig af fólki og fara svo tit í hvaða veður og undir hvaða útlit sem er.. .. Hve oft hefir ekki hurð skollið nærri hælum í þessu efni? .. . Víðast mun sam- göngum svo háttað hér á landi, að menn eru ekki alveg tilneyddir til að nota þessi farartæki, þ. e. mótorbátana. Það getur þó stund- um staðiö svo á, að menn þurfi að nota fyrstu ferð, sem fellur, frá einu stað til annars, og þá getur komið sér vel að geta hlaupið upp í mótorbát, sem er að fara til þess staðar, sem farþeginn þarf að komast á. Og til þess að loka ekki alveg leiðum í þessu efni væri ekki fjarri sanni að leyfa það, að hver mótorbátur mætti flytja hafna á milli 1 far- þega á hverjar 5 brúttó-smálestir bátsins auk skipshafnar sinnar, meðan samgöngur eru ekki í betra lagi en þær eru enn í. Flóabátar, hvort heldur eru mó- tor- eða gufu-bátar, sem hafa á- ætlunarferðir, hvort sem þeir hafa styrk eða ekki, ættu alls ekki að hafa leyfi til þess að hafa fleiri farþega innan borðs en þeir hafa skipsbáta fyrir til þess að láta fólkið í, ef slys ber að höndum.. . Nefndin leggur til í þessu máli: A. Aa gufuskip pau og mótor- skip, sem annast vöru- og fólks- flutninga med ströndum landsins, par med taldir flóar og firdir, megi ekki haja fleiri farpega inn- an bords en pau hafa skipsbáta fyrir, til pess ad koma farpegum fyrir í, ef sltjs ber ad höndum. B. At3 mótorbátar peir, sem eigi eru stœrri en svo, ad peír geta ekki haft med sér skipsbát fyrir áhöfn sína eda farpega, megi eigi hafa fleiri farpega innan bords, en svarar einum farpega á hverjar ö brúttó smálestir bátsins, eftir nánari takmörkum, sem sett yrdu um pad med reglugerd. Öll skip, hvort heldur eru mó- torskip gufuskip eda seglskip, er flytja varning milli hafna innan tands frá ödram löndum eóa til peirra, skulu útbúin meó merkjum á hlidunum, er segi til um, lwer hledsla skipsins megi mest vera. Sama gildir um fiskiskip, sem ferma med salti og kolum eóa sigla á milli landa med punga- vöru.“ (Frh.) Alpfnffi. Neðri deild. Þar var í gær frv. um fram- lag til kæliskipskaupa Eimskipa- félagsins og frv. um atvinnu við vélgæzlu á gufuskipum vísað til 2. umr. og ákveðnar tvær umr. um fyrirhleðslu fyrir Þverá. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt, að koma hér upp kæliskipi. Hitt er annað, að það skip á ríkið sjálft að eiga. Næstbezt má telja, að samið sé við Eimskipafélagið á þeim grundvelli, að gegn til- lagi ríkissjóðs komi aukin hluta- eign hans í félaginu. — Við umr. um vélstjórafrv. sagði Sigurj. J., að til væru rúml. 100 vélstjórar, sem róttindi hefðu undanþágulaust samkv. vélstjóralögunum, en 150 til 160 þurfi á skipin. Þó bætist 8—10 manns árlega við tölu vél- stjóranna, en aukning flotans hafi verið miklu hraðari. 1 dag eru 3. og fjórða mál á dagskrá n. d. frv. Jóns Baldv. um sérstakan þingmann fyrir Hafn- arfjörð og um að styrkur vegna ómegðar skuli ekki talinn sveitar- styrkur. Efri deild. Þar voru á dagskrá í gær 8 mál. Af þeim var eitt, till. til þál. um ríkisborgararétt, tekið út af dagskrá. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1925 var samþ. með 12 shlj. atkv. og afgreitt til ríkis- stjórnarinnar sem lög frá alþingi. Frv. um löggildingu verzlunar- staðar við Jarðfallsvík í Málmey var samþ. með breytingúm til 3. umr. með 10: 1 atkv. Frv. um viðauka við og breytingu á lögum írá 1917 um Flóaáveituna var vís- að til 3. umr. og landb.n. Frv. um viðauka við lög um verzlunar- bækur frá 1911 var vísað til 2. umr. og allsh.n. Um till. til þál. um kaup á snjóbíl (flm. Jónas Jónsson) spunnust allmiklar um- ræður og orðasenna milli atv.m.- ráðh. og flm. (J. J.). Að lokum var till. samþ. til síðari umr. með 11 shlj. atkv. og samgmn. með 9 shlj. atkv. Frv. um leigu á skipi til strandferða var samþ. til síð- ari umr. með 11 shlj. atkv. og til samgmn. með 10 shlj. atkv. Það mál, er mesta athygli vakti þeirra mála, er á dagskrá voru, var þál.tilí. um tilfærslu á veðrétti ríkissjóðs í togurum h.f. „Kára“. Fjármálaráðherra, Jón Þorl., hélt þar eina af þeim mestu mótsagna- og vandræða-ræðum, sem haldn- ar hafa verið á þingi um langt skeið. Hann gat þess, að stjórnin vildi verða við beiðni „Kára“ um það, að landsstjórnin eftirléti ís- landsbanka 2. veörétt sinn í tog-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.