Alþýðublaðið - 06.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Xoli konnnpr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Haliur ákvað að fara fyrst um sinn varlega og sagði, að hann héldi, að ástandið væri ekki verra hér en annarsstaðar. Aitaf kvæðu kveinstafirnir við, hvar sem mað- ur ynni. „Já“, ssgði ókunni maðurinn, „en það litur svo út sem ástandið sé hvað verst í námuhéruðunum. Líkleg* er það því að kenna, hve afsíðis þau liggja, og að fé- lögin eiga alla hluti, að því er bezt verður séð". „Hvar hefir þú verið áður?" spurði Hallur og vonaði að veiða hann með þessu. En hinn svaraði blátt áfram og viðstöðulaust; hann hafði ber- sýnilega verið áður í fimm eða sex héruðum. Hann hafði greitt eins dals gjaid í Mateo, fyrir að- gang að baði, en þar hafði aldrei séðst vatnsdropi eftir að hínir þrír fyrstu höfðu baðað sig. Aliir höfðu sameiginlegt baðker, en það var fremur óvistiegt. í Pine Greek — hjartað í Halli stansaði, er hann heyrði nafnið — í Pine Greek hafði hann búið í sama húsi og verkstjóri hans, en svo var húsþakið götótt, að alt sem hann átti eyðilagðist. Verkstjórinn vildi ekkert aðhafast. í East Ridge hafði hann og tveir aðrir leigt tveggja-herbergja húskofa. Þeir fæddu sig sjáifir, þó að þeir þyrftu að greiða, í búð félagsins, einn dal og sextíu skildinga fyrir kartöflupoka og ellefa skildinga íyrir pund af sykri. Þeir héldu þessu áfram, þangað til þeir sáu það, að þeir fengu ekki lengur hreint vatn, heldur guidu þeir einn dal mánaðarlega fyrir vatn, sem dælt var upp úr námunum, sem fullar voru af mannaaur og múldýral Hallur varð að leggja hömlur á sig, að láta sem sér stæði á sama. Hann hristi höfuðið og sagði, að þetta væri slæmt, verka- mennirnir væru að vísu eltir, en hann vissi bara ekki hvað hægt væri að gera. Þeir löbbuðu til baka; ókunni maðurinn hafði bersýniiega iátið gabba sig, og Hallur fann til hins sama með sjálfum sér, og maður, sem lesið hefir fyrsta kaflann í leynilögreglusögu. Var ungi mað- urinn morðínginn eða söguhetjan? Það þurfti að lesa bókina á enda tii þess, að botna í þvf. XXV. Hallur gsf þessum nýja kunn- ingja sínum gætur, og sá að hann talaði við aðra. Það leið heldur ekki á löngu þangað til hann tók Mike gamla tali. Og auðvitað gat hann ekki staðist neina kvatningu, þó hún væri frá sjálfum skrattan- um, þegar um nöldur og skammir var að ræða. Nú ákvað Hallur að hefjast handa. Hann spurði Jerry vin sinn til ráða. Hann var jafnaðannaður og hlaut að þekkja eitthvert merki, sem hægt væri að reyna ókunna manninn með. Jerry tók hann tali um miðjan daginn, en kom aftur jafn nærri og áður. Atinað hvort var maðutiím hvatningsmaður, og var hér kominn til þess að „koma einhverju af stað", eða hann var einn njósnari félagsins. Að eins eitt ráð var til, til þess að fregna hið sanna — einhver varð að tala við hann hre’nskiloislega og sjá síðan hverju fram yndi, og hvort hann lenti f klandri. Hallur ákvað, eftir skamma umhugsun, að fórna sér. Það vakti í honum æfintýralöngunina, sem námuþrælkunin var nærri búin að drepa. Og það var þó betra að hann hætti sér en hinir, eins og t. d. hún litla frú David, sem þegar var búin að veita ó- kunna manninum áheyra heima hjá sér, og hafði trúað honum fyrir því, að maður sinn hefði verið féiagi í hinu ailra byltinga- gjarnasta félagi sem til var í námunni, en það var Suðurwales- félagið. Sunnudaginn næstan eftir stakk Hallur upp á því við ókunna manninn, að þeir gengju skamma göngu. Hann virtist ekki hafa neina löngun til þess, fyr en Hallur sagði að hann vildi tala við hann. Þeir lögðu af stað, og Hallur hóf máls: „Eg hefi hugsað um það, sem þú sagðir um dag- inn, og eg held líka, að ekki væri úr vegi, að hrista dálítið upp í þvf gruggúga ástandi, sem ríkir hér í Norðurdal". Pakkarorð. Hjartaniega þökkurn við öllum þeim, sem hafa rétt okkur hjálp- arhönd, bæði með peningagjöfutn og annari hjálp, í veikindum okk- ar. Sérstaklega þökkum við Birni Jónssyni múrara (yrir sína drengi- legu frainkoniu við okkur, bæði með peningagjöfum og fyrir það. að hann hefir gengist fyrir sam- skotum handa okkur. Við þökk- um öllum þeim mösnum, sem vinna við byggingu á húsi Sam- bands ísienzkra samvimsufélaga. fyrir þær gjafir, sem þeir hafa fært okkur. Ennfremur þökkum við forstjórum sambandsins fyríi' þá höfðinglegu gjöf, sem þeir létu færa okkur, sem var að upphæð 200 kr. Einnig þökkum við Kristni Sigurðssyni múrara fyrir alla þá hjálp, sem hann hefir veitt okkur. Og að síðustu þökkum við bæði frændutn okkar og kunningjuttt, og biðjum algóðan guð á himn- um að launa þeim, er þeim mest á líggur. Suðurklöpp, 4/2 1920. Ásmundur Guðmundsson. Jónina M. Jónsdóttir. Þetta og hitt. Enskar skipshaínir. Enska sjómannasambandið hefir samþykt, að tala þilfarsmanna á skipum skuli vera svo sem bér segir: Á skipum frá undir 700 smál. 9 menn; á skipum frá 700 upp í 2500 smál. 12 menn; & skipum frá 2500 til 5000 smál. 15 menn; frá 5 til 10 þús. smál- skip 24 menn; frá 10 til 15 þfis> smál. 30 menn, og frá 20 til þús. smál. 36 til 54 menn. Fríhöfn í Reval. Eistur hafa í hyggju að byggja fríhöfn í B0' val, er taki skip alt að 10 þús' smálesta. Höfnina í Reval leggur mjög sjaldan, svo álitið er að fr1' höfn þar komi að meiri notuo1 þar, en í Petrograd eða Libau. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.