Alþýðublaðið - 12.03.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 inni, og þangað til, að ungarnir eru orðnir fleygir. Gudm. Dauídsson. Neðri deild. Par kom í gær til 3. umr. frv. Jóns Baldv. um sérstakan þing- mann fyrir Hafnarfjörð. Skýrði hann frá þvi, að ekki hefði heppn- ast tilraun til að sameina þá Ól. Th. og Bernh. um breytingartill. samkvæmt því, sem fram kom við 2. umr. málsins. Lýsti Ól. Th. þá yfir því, að hann greiddi atkv. gegn frv., en Bernh. óskaði leyfis forsetans til að flytja skriflega breyt.tiil. Ákvað þá forsetinn að taka málið út af dagskrá. — Frv. um löggflta endurskoðendur var vísað til 3. umr., frv. sem Tr. P. flytur um kirkjugjaldabreytingu í Prestsbakkasókn í Hrútafirði, til 2. umr. og mentam.n. og frv. um breytingar á slysatryggingarlög- unum til 2. umr. og til sjávar- útv.n. með 12 atkv. gegn 4. Jón Baldv. sýndi fram á, að óheppi- legt væri að hringla í lögunum þegar tveimur mánuðum eftir að þau eru gengin í gildi. Þar eð frumv. þetta var þó komið fram, vildi hann láta vísa því til allshn., því að sú nefnd fjallaði um lögin í fyrra, en J. A. J. hafði að vonum flokksfylgiÖ með því að ráða nefndarvalinu. — Jón Baldv. taldi frv. um endurskoðendurna ekki þarfa lagasetningu, en slik lög yrðu smáum félögum til kostn- aðarauka. Efri deild. Par var eitt mál tii umræðu, en var tekið út af dagskrá. Ný frumvörp og tillögur. Jón Baldvinsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins á alþingi, flytur frv. um að skylda útgerðarmenn til að tryggja fatnað og muni hvers lögskráðs skipverja, á gufu- skipum og stórum mótorskipum fyrir a. m. k. 800 kr. og á vél- skipum smærri en 20 smál. fyrir a. m. k. 400 kr. Iðgjöldin greiÖi útgerðarmenn að öllu á stærri skipunum, en að hálfu gegn ríkis- sjóði á hinum smærri. Eigi má draga iðgjöldin af kaupi eða hlut skipverja. Sjóveð í skipi eða vá- tryggingarfé skips sé trygging fyrir skaðabótagreiðslum, ef út- gerðarmaður vanrækir trygging- una. Frv. er flutt að beiðni Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Breytingartillaga er komin fram í n. d. sem viðauki við frv. um tillag til kæliskipskaupa. Samkv. henni skal ríkið láta smíða strand- ferðaskip með kælirúmi, sem svari 2000 teningsfetum og farþegarúmi fyrir 40—50 manns. Á það að geta liafið strandferðir á öðru vori. Flutningsmenn eru: Sv. ól., ,V0ti Tarzan* ertaMlBB. Þorleifur, Halld. Stef., Ben. Sv. og Ásgeir. Sjávarútvn. n. d. flytur frv. um stofnun veðurfræðistöðvar, er heiti .Veðurstofa íslands'. Fastir starfs- menn séu forstjóri og fulltrúi, og gerir frv. ráð fyrir, að forstjórinn verði nú verandi forstöðumaður veðurathugana, en fulltrúinn Jón Eyvindsson veðurfræðingur. — Jör Br. flytur þingsál.till. um þriggja manna milliþinganefnd til að . íhuga landbúnaðarlöggjöfina. Pá flytur Jónas frá Hriflu frv. um byggingar- og landnáms- sjóð, sem á að létta efnalitlum bændum og grasbýlismönnum við kauptún að endurbyggja bæi sína eða reisa nýbýli. Greiðist vextir úr honum af slíkum lánum með vissum skilyrðum. Einnig greið- ist úr honum vextir af lánum til frumræktunar. Gróðaskattsfrv. er ætlað að sjá fyrir tekjunum. — Nokkrir þingmenn í n. d. (Á. f. Múla, Jakob, Tr. Þ., Ól. Th., M. fcJ, og Ásg.) flytja frv. um, að: skemtanaskattur til þjóðleikhúss sé einnig greiddur í kauptúnum, sem hafa 500 íbúa eða fleiri, og að innanfélags-danzleikar, annara en skólafélaga, séu Iíka skattaðir. Einar skálaglam: Husið við Norðurá. „Já, og nú er ég að hugsa um að taka mig upp héðan í haust og flytja mig suður til Reykjavíkur. Ég ætla að ráða mig á togara." „Á togara. Einmitt það. Alt af eru þar nú slysin; þeir eru að stranda og sökkva og rekast á, og aldrei verður mannbjörg, og félögin eru alt af að fara á hausinn. Og svo eru útgerðarmennirnir þeir svíðingar, að þeir tíma ekki að borga almennilegt kaup.“ „Jú; en þeir borga þó það kaup, sem um er samið,“ hraut út úr Porsteini. Parna hafði Jón gamli ratað í blindgötu;. það sá hann í hendi sér. Kaupgreiðslu átti hann ekki að tala um. Hún var ekkert aðlað- andi hjá honum. Svo rendi hann sér inn í annan farveg. „Og allar veslings ekkjurnar!" „Ég er nú ekki kvongaður enn þá, en ég vona þó, að forsjónin forði því, að ég fari i sjóinn, því að við Guðrún ætlum að giftast i haust.“ .„Hvaða Guðrún?“ hváði Jón, eins og hann ekkert vissi eða skildi. „Hún Guðrún dóttir ykkar. Ég ætlaði að segja þér það núna. Við treystum því, að þú óskir okkur alls góðs, — og þú hlýtur eftir þau þrjú ár, sem ég hefi verið hjá þér, að þekkja mig svo, að þú vitir, að ég muni reynast henni vel.“ Jú; það vissi Jón ógnarvel, en Þorsteinn var hvorki prestur né kaupfélagsstjóri, og eftir því, sem á stóð, var ekki urn annað að gera fyrir Jón en að reyna að fá frest á málinu til þess að finna leið út úr klípunni. „Ég veit, að þú ert valmenni, Þorsteinnl En ekki trúi ég því, að hún Bera mín láti sér þetta vel líka. Hún hefir alt af verið mjög stór upp á sig og ætlað sér að þoka stúlk- unni heldur upp fyrir sig en niður. En- því trúi ég allra sízt, að hún muni vilja gefa einkabárnið okkar manni, sem á það á hættu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.