Alþýðublaðið - 09.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 £)uðux*p<>llixiii. Nýlega stóð grein í Alþbl., eftir einhvern sem nefnir sig G. M. Dal- berg. Er greinin um húsnæðis- leysið í Beykjavík. Þar sem höf. talar um afskifti bæjarins eða full- trúa hans viðvíkjandi húsnæðis- leysinu, fer hann nokkrum orðum um hinn svonefnda Suðurpól. En Þar sem hann komst ekki lengra en að geta um, hvernig þessi hús eru lit hið ytra, en bara getur Þess til, að þau muni vera sóma- samleg að innan, langar mig til að ]ýsa byggingu þessari, Suður- pólnum, svo satt og rétt sem mér er unt: Suðurpóllinn er fjögur hús, sem standa neðanvert við Laufásveg- inn, spölkorn fyrir austan Grænu- borg. Tvö þeirra standa langs með veginum, en þó með talsverðu öiillibili. Þvert fyrir vesturgöflum Pessara húsa stendur hið svo- hefnda Kálfakotshús. Það er minst húsanna í Suðurpólnum. Fyrir austurendum þessara sömu húsa stendur það húsið, sem síðast var reist. Það er tvílyft og gnæfir yflr hin húsin, sem öll eru aðeins ein hæð. íbúðirnar eru þannig gerðar, að allir millumveggir eru einfaldir og *öjög þunnir. Og svo eru þeir Sisnir, að ljós og reykur fer gegn- um þá. í tvílyfta húsinu eru hfillumveggirnir tvöfaldir, en ef ®inhver konan brennir þar kaffi, íer vitneskja um það gegnum Veggina til þeirra næstu. Þegar tvílyfta húsið var laust smíðum, kom svo mikið vatn mn um suðurgluggana, á báðum hæðum, þegar vindur með regni stóð 4 þá hliðina, að flóði um gólfin. En síðastl. sumar voru g^ggar teknir úr og umbættir. þá til hins betra. Bitt er það í Suðurpólnum, að múðirnar eru ómálaðar (nema ef vera skyldi Kálfakotshúsið). Timb- miiturinn, kvistir og gráni, skemt- augum þeirra, sem þar búa, ®e8ar inn er komið. er þó kostur með fyrirkomu- lagið í Suðurpólnum, að hver íbúð er út af fyrir sig. Og tví- lyfta húsinu munu fylgja nægar geymslur. En hin húsin, sem íyr voru reist, eru næstum geymslu- laus. Enda er þar geymt utan húsa bæði skran og eldiviður, og jafnvel matvæli. Á svæðinu, sem er millum hús- anna, standa salernin. Þar eru og vatnsbólin, þrír vatnskranar, sem standa þar upp úr mölinni. Þegar frost ganga, hleðst svo mikill klaki kringum þessi vatnsból og í pípurnar, að ilt er að nota þau. Auk þess valda þau svo miklu aðrensli að húsinu, sem stendur neðst í hallanum, að meðfram því er óslitin foraðsvfipa, þegar klaka fer að leysa. Er sennilegt að forar- tjörn sé undir þessu húsi. Ætli heilbrigðisnefndin viti ekki þetta og fleira, sem við kemur hrein- lætinu umhverfis þessa byggingu? Þar sem vatnið er ávalt leitt inn í öll íbúðarhús, sem hér eru bygð, og meira að segja inn í skepnuhús, er með öllu óskiljan- legt, hvers vegna vatnsbólin í Suðurpólnum voru sett utan húsa. Á vetrum, þegar klaki er kominn kringum vatnshanana, eru þeir engu líkari en kalstönglum, sem standa upp úr áfreða á strjálvöxnu skóglendi. Svo er hið megnasta ólag á vatnsleiðslunni að Suður- pólnum, að suma daga fæst þar ekki deigur dropi af vatni. Þegar barnakonur, sem oft eru heima hjá börnunum, þurfa að sækja vatn iangan veg, getur svo staðið á, að heimilið verði að vera vatns- laust. Allir vita lika, hve mikil þörf er á góðri vatnsleiðslu, ef önnur atvik kynnu fyrir að koma. Víst er um það, að þeir, sem komist hafa í húsnæðisvandræði og þá fengið húsnæði í Suður- pólnum, mega vera þakklátir fyrir það, í samanburði við að vera „á götunni". En sennilegt er, að þeim finnist þó gamla máltækið sann- ast: „Fleat er fátækum fullgott*. Steingrimur. Dfli dagúm og yegii. Afmælishátíð verkakvf. Fram- sókn var haidin síðastl. laugar- dagssveld í Bárunni. Var iyrst löog og góð skemtiskrá, m. a. söng Sæmundur Gíslason einsöng M. V. Jóhannesson skipasmiður las upp hið gullfagra kvæði „Son- ur aiþýðusnar”, sem frægt er orð- ið. Að sfðustu var stiginn dans og skemtu menn sér hið bezta. Á skemtuninni voru um 400 manns. -f. Stýrimannaskólinn. Vegna kolaleysis hefir stjórn Stýrimanna- skólans neyðst til að segja upp báðum yngri deildunum. Er þar komin fyrsta, en þó ekki bezta, afleiðing kolavandræðanna. -f- 300 smál. af kolnm fær Ville- moes i Englandi. Fer þaðan á þriðjudag. Talsímaskráin fyrir árið 1920 er nú komin út. Er hún sami forngripur og annað, sem landið gefur út, að þvf leyti, að þar er tjaldað gamla skjaldarmerkinu og var þó vorkunnarlaust, að fá prent- mynd af nýja merkinu hér f bæn- um. i. Að „byggja“. Sem dæmi um það, hve skeytingarleysi sumra manna er magnað, hvað viðvíkur því, að nauðga ekki fslenzku máli, skal þess hér getið, að f „ritdómi* einum í Mbl. aú nýlega var talað um „bygging" og „að byggja“(!!> leikrit. Skyldi höf. vera að byggjall marga slíka „ritdóma*. Sé svo má hann gæta sín, að verða ekki bygt út af íslenzkum ritvelli. Máni. Lagarfoss kom f nótt frá Am- eríku og var hann orðinn því nær kolalaus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.