Alþýðublaðið - 07.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ I kemur út á hverjum virkum degi. ► < Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við l J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► < til kl. 7 síðd. I J Skrifstofa á sama stað opin kl. [ < 91/2—10^/giárd. og kl. 8—9 síðd. f J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► < (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► J hver mm. eindálká. ► 3 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ( J (í sama húsi, sömu símar). ► . <_______________________ l AlþlngL Meðri deild. Bamafræðslan. Árið 1920 voru þeir Sigurður próf. Sívertsen og dr. Guðm. Finn- bogason skipaðir í niiiliþinga- nefnd til að rannsaka og endur- skoða fræðslumál landsins. Sömdu þeir m. a. frv. um fræðslu barna, sem horfir til endurbóta á gild- andi lögum. Hefir það tvívegis dagað uppi á alþingi, og er nú svo langt komið hið þriðja sinn, að það var í gær til 2. umr. og var vísað til 3. í sumum atriðum hefir því verið spilt I meðförun- um, þó að stöku smábreytingar séu til bóta, og sú breytingartil- !aga mentamálanefndar, sem gat orðið að mestu gagni, að styrk- urinn til að reisa barnaskóla ut- an kaupstaða yrði fastur án sér- stakrar skömtunar í fjárlögum, var feld í gær með 14 atkv. gegn 9. M. a. var við þessa umr. felt úr frv. samkv. till. mentam.n., að á- kveða öllum börnum nám í gotn- esku letri og þjónustubrögðum. Jafnframt var lágmark námstíma hvers barns í farskólum sett 8 vik- ur, svo sem nú er, en í frv. var lágmarkið 12 vikur. — Litil rök- semd var það hjá mentamálan., að vart myndi hægt að prenta bækur hér á landi með gotnesku letri. Prentsmiðjurnar létu það varla stahda í vegi, ef þess væri óskað, að þær útveguðu sér það. Samt sem áður er ávinningur að frv., ef það verður að lögum án frekari limlestinga. — Ásgeir kvað næst á eftir þessu frv. vanta lög um skyldur og störf fræðslumála- stjóra, og óskaði, að stjórnin flytji frv. þar um á næsta þingi. Afnám liásaleigulaganna. Þá kom frv. um afnám húsa- leigulaganna til 2. umr. Var Jón Kjart. frsm. þess hluta allshn., sem vill afnema þau. Þó varð hann að viðurkenna, að „því verður ekki neitað, 'að það hlýtur að verða .talsvert mikið af uppsögn- um, þegar lögin falla úr gildi.“ Þegar hann lauk ræðu sinni, voru að eins 9 deildarþingmenn eftir í salnum. Jón Baldv. sýndi fram á vand- ræðin, sem af afnámi laganna myndu leiða. Minti hann á reynslu Dana. T. d. komu 1400 húsnæðis- uppsagnir í Álaborg, þegar húsa- leigulögin féilu þar úr gildi. Sam- kvæmt reynslunni þar mætti búast við 700 uppsögnum hér a. m. k. 1 Álaborg voru þá m. a. næstum allir skólar bæjarins teknir til skýlis húsnæðislausu fólki. Spurði hann, hvorf þá ætti að taka þenna eina skóia hér. Gat hann þess, að sumir þeir, sem nú vilja afnenra lögin, myndu hrópa, þegar þeir sæu afleiðingar afnámsins: Bless- aðir, látið okkur fá húsaleigulög- in aftur! Ástæða þess, að ekki sé meira bygt af húsum en er, sé skortur á hagkvæmum lánum. Úr þeim skorti bætir afnámið á eng- an hátt. Þá sýndi J. Baldv. meiri hluta nefndarinnar fram á, að ekki væri nóg að leyfa ekki að segja upp húsnæði fyrr en 14. maí 1927. Það ákvæði yrði til lítils gagns nema jafnframt væri bannað að hækka leiguna þangað til. Ella myndi auðvelt að flæma leigjend- ur burtu úr húsnæði með hækkun leigunnar. — Magn. dós. þakkaði meiri hluta allsherjarn. Hann hefði fylgt sínum ráðum. Annars vildi hann ekki láta ræða mikið um málið. — Frv. var vísað til 3. umr. með 13 atkv. gegn 8, að sam- þyktri þeirri br.tilk, að ekki megi segja upp húsnæði fyrr en frá 14. maí 1927. Frv. um bæjargjöld í Vestm.- eyjum var umræðulaust vísað til 2. -umr. og allshn. Ráðgert er, að 3. umr. fjárlag- anna fari fram á föstudaginn. Bankamál. Fjárhagsnefnd n. d. leggur til, að frv. um heimild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa verði sam- þykt — eins og e. d. gekk frá því —, með þeirri viðbót, að ríkis- stjórninni heimilist að taka lán erlendis tií kaupa á alt að þrem- ur milljónum kr. í bankavaxta- bréíum, er gefin verði út samkv. lögum þessum. Séu kaupin gerð með nánari skilyrðum, sem ætlað er að tryggja, að rikissjóður bíði ekki halla af þeim. Meiri hluti f járhagsnefndar n. d., þeir Klemenz, J. A. J., Jakob, B. Líndai, H. Stef. og Magnús dósent, mælir með frv. um heimild til að veita nýjum einkabanka í Reykja- vík hlunnindi þau, er áður hefir verið skýrt frá hér í blaöinu, en Ásgeir telur óviðfeldið að samþ. slíka heimild út í bláinn, og legg- ur því til, að frv. verði felt. Eíri deild. Þingsályktunartillaga um kaup á skipinu „Þór“ var samþ. um- ræðulaust og afgreidd til n. d., fry. um ellistyrk(tarskrár) vísað til 3. umr. með þeirri breytingu, að breytingin nái til alis lands- ins, og séu skrárnar tilbúnar fyr- ir 1. marz, veðurstofufrv. til 3. umr., veitingu ríkisborgararéttar handa þeim þremur erlendu mönn- um, er áður hefir verið sagt frá, til 2. umr. og allshn. og frv. um bæjargjöld í Reykjavík (sjá síðar!) til 2. umr. neíndarlaust. v Ný frumvörp. Fjárhagsnefnd e. d. flytur frv. um þá breytingu á lögum um bæjargjöld í Reykjavík, að auk ræðismannahúsa annara ríkja séu kirkjur, skólahús, sjúkrahús og þinghú.s undanþegin fasteigna- eignagjaldsgreiðslu til bæjarins. — Allshn. n. d. flytur frv. um þann viðauka við lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa, að á meðan skipulagsnefnd starfar að uppdráttargerð, skuli bæjar- eða hiepps-nefnd skylt að leita um- sagnar hennar um öll meiri hátt- ar skipulagsatriði. Skeri stjórnar- ráðið úr ágreiningi, ef hann- rís þar af og þess gerist þörf. 14. skákþing Islendinga hófst á annan dag páska hér £ bænum. Þátttakendur eru 22, 91 héð- an úr bænum og 3 frá Akureyri. Teflt er í bárunni uppi. Á þinginu var stofnað Skáksamband Islands, og er í samþyktum þess ákveðið, að tvöskákþing af hverjum þremur skuli haldin í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.