Alþýðublaðið - 27.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1926, Blaðsíða 2
2 ALKÝÐUBLAÐIB Friðarósk Abd-el-Krims hafnað. Frá París er símað, að ekkert tilllt hafi verið tekið til friöar- beiðni Abdel Krims. Ætla þeir ekki að hæt:a fyrr en þeir ná hon- um, daucum eða lifatidi . Einræðisvaldsætlun. Frá Varsjá er sínrað, að það sé „opinbert leyndarmál“, að fyr- irætiun stjórnarinnar sé, að rikis- stjórii.n fái einræðisvald. Sá hlifði ekki sjálfum sér. Frá Lundínum er símað, að aða’masur kolaverkfallsins, Cook, hafi skyndilega orðið altekinn af ofþreytu, á meðan hann héít ræðu. Ástrnd hans er hið al.varlegasta. Asquith heiir sent Lloyd George opinbert hirtingarbréf fyrir afskifti hans af verkfallsmálinu heima fyr- ir og fyrir að skrifa svartsýnar, liiutdrægar greinar í blöð í Ame- ríku. Lloyd George hefir svarað ' bréflega og viðurkennir misgáning sinn. Eldgosin á Japan. Frá Tokíó er símað, að eld- fjallið Biyci, sem ekki hefir gosið öldum san.an, hafi gosið í fyrra dog jrrisvar sinnum. Samtímis varð mikið hraunfióð, svo að ár stýfiuðust, flóð æddu yflr borgir og biðu mmn bana í hund:aðatali. Fúsur.clir særðust eða týndu-t. Fjöldi manna er hælislaus. Tekju- og eigna-skattur. Menn þeir og félög, er nú skal greina, greiða skatt svo sem hér segir: Knútur Zimsen borgarstj. 1869,-10 Porsteirm Sch. Thorsteins- ' son lyfsali 1206,00 Jóh. Jóh. bæjarfógeti 1052,00 Jón Magmisson ráðheria 725,30 Magnús Guðmimdss. ráðh 462,10 Jón Þorláksson & Norð- innnn, verzlun 1182,50 Pípuverksmiðjan h.f. 393,60 ,,Hiö ísl.“ steinolíuh.f. 711,50 Garðar Gíslason heildsali 175,10 * * * Sigfis M. Blöndahl fram- kvæmdarstjóri 1983,75 Kjaitan Thors framkvstj. 1742,50 Haukur------- —„— 1662,50 Bjarni Sighvatss, framkvstj; 162,00 Bjarni Péturss. —101,40 Páll ölafsson framkvstj. og skrifstoíustj. Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda 34,00 * * * Geir & Th. Thorsteinsson, útgerðarfélag 1817,80 Vífi.l, fiskiv.eiðahlutafélag 1053,60 Hrönn, —„— 517,40 Njáll, — 435,40 fsland, —„— 61,80 Um skattgreiðslu h.f. „Kveld- úlfs" (og nokkurra smærri félaga) geta lesendurnir reynt að geta sér til þangað til á morgun. Söii(|skemtun Gðggu Lund. Söngskrá ungfrú Göggu Lund í gærkveldi var mjög fjölbreytt. Áheyrendurnir voru mjög hrifnir, einkurn fyrir tveim lögum eftir Paul Schierbeck (dönsk). Lagið „Min Tanke er en Böddel“ var lík- ast martröð, enda fléttuðust sam- an hinir ósamstæðustu tónar og oít einkennilega hjáróma. Ungfrú- in leysti þetta vandasama hlutverk sitt, senr útheimti mikla kunnáttu, af hendi með snild og af miklu afli. Hitt lagið, „Sang til Floclen", er samið við kínverskt kvæði, og bar lagið ásamt söng ungfrúar- innar áheyrendur aö fljótsbökk- um lands kirsuberjatrjánna. Hún varð að endurtaka þetta lag. Lítið franskt ljóð, „L’aurore" (Morgun- roðinn) eftir Morin, söng hún ynd- islega og fékk það ágætár viðtök- ur af áheyrendum, eins og öll hin lögin yfir höfuð. Söngskemt- uninni lauk með íslenskum Ijóð- um, sem hrifu áheyrendur svo að fádæmum skiíti, og ætlaði klapp- inu aldrei að hætta og lauk fyrst, er söngkonan söng fallegt lag frá 16. öld. Á laugardagskvöldið er kemur, syngur ungfrú Lund í síð- asta sinn, og er verðið liaft mjög lágt til þess, að almenningi gef- ist kostur að heyra og njóta ó- venjugóðrar söngskemtunar. Á söngskránni, sem er þýdd á is- lenzku, eru góðkunn lög eftir Handel, Schubert, Mendelssohn, Lange-Muller o. fl. og síðast, en ekki sízt, eftir íslenzku tónskáld- in Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Ein- arsson o. fl. F. „Morgimblaðið“ á hvitasunnudag. „Morgunblaðið“ kom út á hvíta- sunnumorgun, eins og lög gera róð fyrir, mikið fyrirferðar að vanda. Ég bjóst við, að þar væri að minsta kosli ein blaðsíða helguð hinni miklu hátið kristinna manna. Ég bjóst við því af því, að „Mgbl." þykist svo oft vera hákristilegt blað og slær sér á brjóst yfir óguðlegri fram- komu Alþýðublaðsins. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Alt var það „af heiminum", sem þar var, og þar á meðal grein eftir Helga Péturss, þar sem alveg ~\'ar noitaú trúnni ú persónafegan gud. — Þarna hafði þá „Morgunblaðið" fundið nokkuð í fórum sínum til að gæða lesendunum á á hvítasunnudag. Þetta verður vafaláust sett í landsr blaðið „Isafóld" á eftir, og er þá meira en lítill fengur fyrir nýfermdu börnin (bæði hér í bæ og úti um sveiiir) að fá þetta í veganesti. Ekki set ég þetta greinarkorn i Alþýðublaðið af því, að ég skoði það hlynt kristindómi. Ég skoða það ákveðinn andstæðing þess kristin- dóms, sem ég elska. En ég virði það miklu meira fyrir sína hispurslausu framkomu en „Morgunblaðið", sem svo oft er að viðra sig upp við kristna trú, sérstakiega í kring um kosningar. Ég er hræddur um, að framkoma þess við þetta tækifæri — og oft- ar minni sanna kristindómsvini á asnaeyrun, og „Morgunblaðið" og aðstandendur þess — sem sennilega eru l>essu samþykkir — ættu að tala fátt um kristindóm framvegis — og minnast ekki á'hann við kosningar framar, þótt þá liggi mikið við. Lesandi „Morgunbladsins". t Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Mínervufundur í kvöld kl. 81/2, Innsetning embætt- ismanna, og ýmislegt fleira á dag- skrá. Fjölmennið! Sainbandsstjörnarfundur kl. 8 í kvöld. 1 Að gefnu tilefni telur Alþbl. rétt að taka frain, að það hefir ekki flutt árásargreinar á trúarbrögð sem ritstjórnargreinar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.