Alþýðublaðið - 09.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1926, Blaðsíða 3
9. júní 1926. AL&ÝÐUBLAÐID 3 þess aö sjá börnum sínum borgið. Margir munu segja sem svo, að hér sé lýst ástandi, sem „aldrei var til í þessu landi,“ svo að ég noti orð Jóns Þorlákssonar, og skal það játað, að slíkt mun ekki vera orðið algengt hér enn, sem betur fer. En annars staðar, þar sem auðvaldsþróunin er lengra homin en hér, fylgir þetta ástand því eins og skugginn ljósinu. Og svo hröðum skrefum sem þró- unin nú gengur hér í auðvaldsátt- ina, er fyilsta ástæða til að ætla, að þess verði ekki langt að bíða, að þessar hörmungar dynji einnig yfir íslenzkan verkalýð, enda mun ekki með öllu laust við, að þegar sjáist merki þess, hvert stefnir. Það, að togararnir hætta veið- um, og ekki að eins sjómennirn- ir, sem á þeim voru, heldur einnig það fólk, sem hefði haft atvinnu við verkun aflans í landi, er svift atvinnu sinni og lífsuppeldi, hlýtur að fylla hug hvers einasta verlramanns ugg og ótta. Þar sem þetta getur haft svo örlagarikar afleiðingar fyrir verkalýðinn, ber honum hin mesta nauðsyn til að gera sér grein fyrir, af hverju þetta er gert. Algengt er að skella allri skuldinni á mennina, sem eiga framleiðslutækin, og segja, að þeim sem eigendum fram- leiðslutækjanna beri skylda til að sjá verkalýðnum borgið. Hér eru menn á rangri leið. Vitanlega er Pétri ekki skyldara að sjá fyrir Páli en Páli að halda lífinu í Pétri. Slíkt og annað eins er ekki annað en nöidur frjálslyndra smá- borgara, sem finna að vísu til gallanna, en skilja ekki rnerg málsins og beina því örvum sín- um í skakka átt. Undirrótin að þessu er ekki fúlmenska og ill- girni einstakra framleiðenda, að minsta kosti ekki beinlínis, held- ur liggur hún í alt öðru, eins og nú skal sýnt. í hinu nú. verandi þjóðskipulagi, auðvaldsskipulaginu, eru því nær allar afurðir gerðar að vörum og framleiddar til þess að verða vör- ur. En eru vörur og afurðir þá ekki eitt og hið sama? Síður en svo; allar vörur eru afurðir, en þar fyrir þurfa ekki allar afurðir að vera vörur. Vörur verða afurð- irnar ekki nema því að eins, að þær séu framleiddar til þess að „seljast. Þegar sveitakonan gerir (Tileinkað minningu Jöns Jónatanssonar 14. mai 1926.) Nú er þögn í söngvasal; svíður mörgu brjósti, fyrst að Atli*) féll í val fyrir dauðans gjósti. Þá var hlegið hátt og dátt, hampað Braga-skálum; þó var einatt efni smátt óðs í skyndi-málum. — Af sér fæddi andans glóð alls kyns stuðla-gaman. — Nú er að eins eftir slóð, — sem er að hrynja saman? Verða orðin hismi’ og hjóm, hret þá lifsins dynur; þó skal leggja lítið blóm að leiði þínu, vinur! — Yfir leiði grasið grær; gleymast sorgir manna; mun ég þó, sem minning nær, minnast kunningjanna. — K. H. B. *) Atli var dulnefni J. J. undir kveðlirigum hans. Man ég okkar fyrsta fund; fyrir sjónúm vaka myndir lífs um liðna stund, líti ég til baka. — Þér var einatt létt iim Ijóð ljóðaskuld að gjalda, áttir bæði ís og glóð, á er þurfti’ að halda. — Löngum hrutu hendingar; hnyttin fæddist staka; voru sendar sendingar sitt á hvað til baka. — sér skó á fæturna, eru þeir skór að eins afurðir, ekki vara, en þegar skósmiðurinn býr til skó, sem hann svo selur hverjum, sem hafa vill, þá eru þeir skór vara. Megin hlutinn af öllum þeim af- urðum, sem framleiddar eru í nú verandi þjóðskipulagi, eru vörur, því að þær eru framleiddar fyrir markaðinn, en ekki til þess að fullnægja þörf framleiðandans. Að vísu fullnægja vörurnar þörf- um manna, enda er það skilyrði fyrir sölu þeírra, eins og sést bezt á því, að þegar vörur skemmast og verða ónýtar, þ. e. missa hæfileik sinn til þess að fullnægja þörf, þá verða þær um leið óseljanlegar og hætta að vera vörur. Öll stærri framleiðslufyrirtæki framleiða söluafurðir eða vörur. Rekstur þeirra grundvallast all- ur á því, að vörur þessar seljist með hagnaði, eða með öðrum orð- um, að- söluverð þeirra nemi meiru en framleiðslukostnaður- inn. Söluverð vörunnar skapast af framboði og eftirspurn. Sé framboðið svo mikið, að eftir- spurnin réni, fellur varan í verði, en sé aftur eftirspurnin svo mikil, að framboðið nægi ekki, þá hækk- ar vöruverðið. Þetta skeður án vilja framleiðendanna, en þó fyr- ir þeirra tilverknað óbeinlínis. Ef jafnvægi á að haldast milli sölu- verðs varanna annars vegar og framleiðslukostnaðarins og arðs- ins hins vegar, þarf framboð og eftirspurn að haldast í hendur. Framboðið takmarkast af fram- leiðslunni, og til þess að hafa áhrif á það verður að auka hana eða minka eftir atvikum. En eftir hverju getur framleiðandinn far- ið? Hann fer eftir markaðsverðl vörunnar. Sé verðið hátt, veit hann undir eins, að framboðið má auka, og reynir því að fram- leiða sem mest, því að því meira sem hann framleiðir, því meira græðir hann. En þetta á ekki að eins við einn einstakan framleið- anda, heldur einnig viö alla þá, sem framleiða viðkomandi vöru. Þeir keppast allir við að nota sér háa verðið og græða og auka því framleiðslu sína, eins og þeim frekast er auðið. Afleiðingin verður sú, að áður en varir er markaðurinn fullur; framleiðslan og þá framboðið er orðin of mik- il, en það kemur fram í lækkandi verði vörunnar. Því örar sem framleiðslan var aukin, því fyrr og því hraðar fellur vöruverðið aftur. Og þá kemur kreppan á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.