Alþýðublaðið - 10.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1926, Blaðsíða 3
AL&ÝÐUBL'AÐID 8 Suðurlandsskólamálið. Frá sýslufundi Árnesinga i fyrra dag. Pegar að því var komið nú um mánaðamótin síðustu, að tekið skyldi til starfa við að reisa skól- ann á Laugarvatni, fékk sýslu- maðurinn í Árnessýslu tilkynn- ingu stjórnarinnar, þá er skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Kom hún málinu í opna skjöldu. Að meðtöldum jarðarkaupum yrði stofnkostnaður skólans á Laugar- vatni 150 þús. kr. Þar af er ríkis- sjóðsstyrkurinn tveir fimtu hiut- ar, þ. e. 60 þús. kr. Hluti sýsl- unnar væri þá 90 þús. kr. Nú hefir Landsbankinn verið beðinn um 50 þús. kr. lán. Þaö vildi hann því að eins veita, að skóla- húsið væri sett að veði. Þar eð landsstjórnin neitar þá að greiða ríkissjóðsstyrkinn, er sú leið ófær. Þegar á sýslufundinn kom, lögðu fulltrúar þriggja hreppanna, Hreppamanna- og Stokkseyrar- hrepps, þeir Ágúst Helgason í iBirtingaholti, Páll Stefánsson á Ásólfsstöðum og Júníus Pálsson í Seli, til, að reynt væri að bjarga málinu við með því að ákveða að reisa skólann á Hveraheiði í Hrunamannahreppi. Jörðin Högna- staðir, sem þá yrði skólasetur, er reiknuð á 5 þús. og 500 kr. Húsið sjálft á hvorum staðnum sem er, áætlar húsameistari ríkis- ins 100 þús. kr., en með leiðsl- um og áhöldum 120 þús. kr. Þannig yrði stofnkostnaður skól- ans á Hveraheiði samkv. áætlun- inni 125 þús. og 500 kr. Þar af væri sýsluhlutinn rúml. 75 þús. kr. Af þeirri upphæð voru til í handbæru fé og loforðum, sem vissa var fyrir á fundinum að yrðu greidd; en nokkur hluti þeirra (hækkanir tillaga) var bundinn því skilyrði, að skólinn yrði á Hveraheiði Þetta er (að með töldu gjafarloforði Hruna- mannahrepps á Högnastöðum fyr- ir skólajörð) 39 þús. kr. Auk þess samskotaloforð, sem fundurinn hafði ekki fulla tryggingu fyrir að greiddust, 15 þús. kr.*) eða alls 54 þús. kr. Vantaði þá rúm- lega 21 þús. kr. Nú vildu þeir þrír fulltrúar, sem nefndir voru, bíða við um stund og reyna að fá Landsbankann til að lána þá upphæð gegn ábyrgð sýslunnar, en án veðs í húsinu; en bank- inn hefir ekki áður verið beðinn um lægra lán en 50 þús. kr. Þessum tillögum vildi meiri hluti sýslunefndarinnar ekki ganga að, og samþykti hann (14 atkv.) að fresta heldur byggingunni að svo stöddu. *) Gjafaloforðin í fyrri liðnum voru frá „Hreppunum“, Biskupstungum, einstökum mönnum og ungmennafé- laginu „Skarphéðni". Hitt voru loforð úr öðrum hreppum sýslunnar, sem bein trygging fyrir lá ekki fyrir fund- inum. Fimtu og sjöttu leikar Hamborgarsveitarinnar. Þeir voru að öllu jafnokar hinna. Sjötti leikurinn fór fram í dómkirkjunni, og mun hann vegna efnisins hafa fallið mönn- um fulteinsvel. Moth leikmeistari lék adagio fyrir hnéfiðlu eftir Max Bruch dásamlega vel, og olli staðurinn — kirkjan — því að ekki litlu leyti, hve áhrifamikið það reyndist. Sama er að segja um sorgargöngulagið úr þriðju symphoniu Beethovens. Til að Lag hafi tilætluð áhrif þarf alt að vera á eina bókina lært, slátt- ur, staður og stund. Vér íslend- ingar erum öðrum þjóðum frem- ur stútdrekkandi. Á skemtiferð sagði einn kunningi minn við mig: „Aldrei drekka rínarvín af stút“, ég var að bera flösku að vörunúm, og svo dró hann upp grænt rómverjaglas, sem Þjóð- verjar kalla. Þao var satt; vínið smakkaðist betur úr því. Eins er um lög. Nú eru eftir fjórir Ham- borgar-hljómleikar, og ættu Reyk- víkingar nú að neyta fyrir ó- komnu hungri, því að þess verð- ur langt að bíða, að annar eins hljóðfærasláttur heyrist hér. br. Leiðrétting. Prentvillupúka*uin þóknaðist að hafa hausavíxl á fyrirsögnum tveggja iý'rstu skeytanna í blaðinu í gær. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Jóni gamla fór að verða um og ó, þegar hann sá, hve rólegur Þorsteinn var; ef til vill væri hann ekkert við imoxðið riðinn. Auðvitað gæti rósemin verið uppgerð ein, og það var að minsta kosti víst, að Þorsteinn vissi ekki, að Jón hefði séð neitt af því, sem fram fór um kvöldið. Þeir gengu í hægðum sínum að veiðihús- inu — sveitamenn ganga alt af í hægðum sínum —, og þegar þangað kom, var Gunn- Jaugur Elentínusson að prófa í óðaönn og áminna um sannsögli. Þeir Jón og Þorsteinn stóðu samsiða í mannhópnum. Jón hafði ekki augun af Þor- steini, en hann sýndist ekki kippa sér upp við neitt. Alt í einu fóru þeir sýslumaður og læknir- inn að athuga hnífinn, sem majórinn hafði verið myrtur með. Það var stór sjálfskeiðíngux með járnhlýr- um og breiðu og löngu blaði með bakka og egg'- Jóni gamla hnykti við, þegar hann sá sveðjuna. Hann þekti hana. Svo leit hann á Þorstein- Þorsteinn varð dreyrrauður, þegar hann sá vopnið, og ósjálfrátt greip hann báðum höndum til vasanna og leitaði. Svo varð hann föiur eins og nár. Haon dró upp heridurnar tómar og leit út undan sér á Jón. Augu þeirra mættust; það var angist í augum Þorsteins. Jóni gamla hafði ekki mis- sýnst; — sveðjuna átti Þorsteinn. Þorsteinn var eins og utan við sig upp frá þessum degi. Hann gekk um eins og sinnulaus, og jafnvel Gúðrún gat ekki togað orð úr honum. Guðrún vissi ekki, hvemig hún átti að skilja þetta. Henni fanst augnaráð hans,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.