Alþýðublaðið - 18.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.06.1926, Blaðsíða 2
2 ALRÝÐUBLAÐID ÍaLÞÝÐUBLAÐIÐ J kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreiðsia i Alpýðuhúsinu við : < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; J til kl. 7 síðd. • Skrifstofa á sama stað opin kl. ; J 9»/2—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. í J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; < (skrifstofan). | < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; 5 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. 5 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : < (í sama húsi, sömu símar). GemgisntáHð og kjjör alpýðustéttarinnar. Ræða Jóns Baldvinssonar al- pingismanns við 2. umræðn „stýfingar“-frumvarps Tryggva Þórhallssonar á alpingi 1926. Ég frestaði við frh. 1. umr. þessa máls að taka til máls, af því að ég vildi flýta þeim málum, sem þá voru fyrir, og geymdi þvi þessi orð mín til 2. umr. Það er svo að minsta kosti um stærri málin nú orðið, að það leyfist að tala alment um þau við 2. umr. Nú eru loks komin bæði n.ál. um frv. hv. þm. Str. (T. Þ.); en það er sýnilegt af því, hvað seint þap koma fram, að frv. getur ekki komist í gegn á þessu þingi. Ég ætla fyrst að víkja nokkr- um orðum að hv. frsm. meiri hluta fjhn. (J. A. J.) og að ein- hverju leyti að n.ál. meiri hlutans. Það er ákaflega mikil áherzla á það lögð hjá hv. frsm. (J. A. J.), að kaupgjald þurfi að lækka, og eins er í n.ál. oft og mörgum sinn- um vikið að því, að vinnulaun verði og hljóti að lækka. Það er vandalaust að segja þetta, en það verða þá líka að vera þær ástæð- ur fyrir hendi, að slík lækkun geti átt sér stað. Ef farið er niður úr kaupgjaldsgreiðslu þeirri, sem verkamenn þurfa til þess, að þeir geti komist af, leiðir það af sjálfu sér, að þeir verða að fá annars staðar að það, sem á vantar. Þá tekur sveitin við, svo skemtilegt sem það er, og þegar hana þrýtur, verður að flýja til alþingis, og það verður í fyrsta lagi að veita hreppunum lánogsíðan gefaþeim þau eftir aftur. Nei; það, sem þessir hv. þm. ættu að athuga, er það, hvað sé sæmilegt kaupgjald. Það, sem á að miða við, er þetta: Hvað verkamannafjölskylda þarf í árskaup til þess að hún géti lifað sómasamlegu lífi. En þetta getur verið dálítið mismunandi á ýmsum stöðum í Iandinu. Það hefði átt að gera tilraunir af hálfu hins opinbera til þess að rann- saka þetta og einnig vinnuleysis- tímabilin; með því móti mátti fá nokkurn grundvöll til þess að byggja á, hvað tímakaupið ætti að vera. Að kaupgjaldið geti fylgt öllum sveiflum á markaðsvörum nær engri átt, enda er það svo, að þótt útflutningsvörur standi hátt nokkurt tímabil og atvinnu- rekendur hafi hagnað af því, þá er ekki venjan sú að greiða verka- mönnurn á því tímabili hærra kaup. Þess vegna er ekki heldur sanngjarnt að lækka kaupið, þó að afurðirnar falli í verði eitt- hvert tímabil. Atvinnurekendur vilja taka á sig áhættuna af at- vinnurekstrinum og vilja hafa verkamenn fyrir eitthvert ákveðið kaup og þýkjast vilja láta svo ráðast, hvort þeir sleppa með það eða ekki. Þegar svo gengur miður, vilja atvinnurekendur láta verka- menn taka þátt í tapinu, og þá árekstra eða vinnudeilur, sem nú eru tíðastar, er ekki hægt að kenna verkamönnum eða bera þeim ósanngirni á brýn, enda er sýnilegt, að verkamenn bera síður en svo of mikið úr býtum. Lág- gengið bitnaði líka fyrst og fremst á verkafólkinu, og það viðurkendi hv. frsm. (J. A. J.) að minsta kosti óbeinlínis, því að hann sagði, að atvinnurekendur hefðu hagnast á lággenginu, en það var auðvitað á kostnað verkalýðsins. Ef það væri rannsakað, sem ég nefndi áðan, hvað meðalfjölskylda þarf til þess að lifa af yfir árið, þá myndi koma í Ijós, að það kaupgjald, sem nú er greitt, er þó nokkuð þar fyrir neðan. I kaupdeilum hefir stundum verið gert yfirlit yfir það, sem 5 manna fjölskylda þyrfti yfir árið, og þá hafa menn alt af komist upp fyrir þá fjárhæð, sem hugsanlegt er að verkamenn hefðu í laun. 1 sambandi við hækkun krón- unnar má benda á það, að kaup- gjald var 1914 of lágt, og ef það ætti að komast á eðlilegan grund- völl, ætti kaupið nú að vera til- tölulega miklu hærra en það var þá, auk þess sem menn gera meiri kröfur nú bæði hvað snertir húsa- kynni og mataræði, og þær kröf- ur eru þó enn allvíða of lágar. En þeir menn, sem sífelt eru að tönniast á ósanngirni í kaup- gjaldsmálum og of háu kaupi verkalýðsins, verða þó að játa? að það hafa farið fram miklar iækkanir á kaupi. Kaup sjómanna- stéttarinnar hefir lækkað mikið ár- lega, og hennar kaup reiknast eft- ir dýrtíð í landinu. Verkamenn í landinu hafa líka lækkað tíma- kaup sitt svo, að enn frekari lækk- anir eru mjög ósanngjarnar. Ég get ekki verið samþykkur hæstv. fjrh. (J. Þ.) um, að kaup eigi að fara eftir framboði og eftirspurn, m. ö. o., að með verka- menn eigi að fara eins og hverja aðra dauða vöru. Ég álít, að um kaupgjald fólks eigi þó að minsta kosti að taka tillit til þess, að hér er um lifandi verur að ræða, en ekki dauða hluti. (Frh.) F©rsef asf mælIH - ©g allsher]armót 1. S. í. Afmælis Jóns Sigurðssonar for- seta lét íþróttasamband íslands tainnast í gæ.r að upphafi allsherj- armóts síns. IJófst athöfnin með lúðraþyt á Austurvelli, og gekk fólk þaðan suður að kirkjugarði, Lagði stjórn í. S. í. sveig á leiðj forseta, en Sig. Eggerz flutti stutta ræðu. Þó komu orðin: „þessi þjóð“ 32 sinnum fyrir í henni. Enn fremur lagði foringi þýzka herskipsins „Zieten" sveig á'leiðið.” Þegar suður kom á íþróttavöllinn nýja, lýsti borgarstjóri hann opn- aðan tii afnota, en formaður f. S. 1. setti allsherjarmótið, og karlakór K. F. U. M. söng nokkur lög. Sigurjón Pétursson gekst fyr- ir því að þakka söngflokknum Noregsförina með húrrahrópum. Síðan hófust íþróttasýningar með fimleikasýningu kvenna undir stjórn Björns Jakobssonar. Fyrst var þreytt íslenzk glíma, og vann Eggert Kristjánsson í I. flokki (5 vinningar), en í II. flokki Vagn Jóhannesson (7 vinningar). Vest- mannaeyingamir glímdu sérlega fallega og liðlega. I 100 stika hlaupinu varð ekki af úrslitum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.