Alþýðublaðið - 24.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1926, Blaðsíða 2
ALEÝÐlídKAt,: J i &LÞÝÐUBLAÐIÐ J kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árct. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 91 o —10’ 2 árd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama husi, sömu símar). Bændum til athugunar. ,;Fiamsóknai“-ílokkuiinn er van- ur að flag'ga með fiví, senr er hans bezla, að hann sé samvinnu- ílokkur; en samvinnuhugsjónin er einmitt lánuð frá jafnaðarstefn- unni, og í stað þess að vera eina hugsjónin er samvinnan ein af fjölmörgum menningarleiðum jafn- aðarmanna. Það, sem nýtilegast er i stefnuskrá „Framsóknar“- flokksins, eru lánaðar fjaörir frá jafnaðarstefnunni. Alþýðuflokkurinn vill bæta að- stöðu smábændanna, svo að stór- bændurnir einír, sem drottna’ (kiija yfir mörgum jörðum eða jafnvel yfir heilum héruðum, geti ekki ráðið lögum og lofum í sveitun- um og bolað öllum öðrum á braut eða gert þá að þjónustumönnum sinum. Smáar, vei ræktaðar jarð- ir, einkum á aðal-grassvæðunum, geía framfleytt miklu fleiri fjöl- skyldum heldur en rányrkja á stórbýlum; en samgöngarnar verða að vera nothæfar. — Sameigin- leg þingráðsmenska Ihalds og „Framsóknar“-flokkanna hefir orð- ið sveitunum að næsta litlu liði. Samgöngumálin hafa orðið bit- bein, sem einstaklingar í flokkun- um hafa hent á milli sín og rifist um. Hvað gerði síðasta þing t. d. til að bæfa úr samgönguvandræð- um Suðuriáglendinga? Hvernig var samstarf .,Framsóknar‘ -flokks- ins innbyrðis í strandferðaskips- málinu? Hver höndin var upp á móti annari. Flokkar þessir riðl- uðust og alt lenti í landshluta- sérdrægni. Og loks iágu sam- göngumálin eftir í óretðu og ó- vissu, þegar þingi sleit eftir 99 daga. Eru þeir, sem treyst hafa „Fiamsóknai “- eða IhHds-ílokkun- um til að koma fram bótum ó samgöngunum, ekki búnir að reka sig nægilega á, svo að þeir sjái, að annar tortímir hugsjónum ein- staklinga sinna, svo að þær geta ekki orðið að veruleika, en hinn liefjr alcirei áft neipar hugsjónir.? Og ekki er „íslandsbankasjálístæð- inu“ treystandi til annars en að efla sinn banka gegn banka þjóð- arinnar — Landsbaríkanum —- og selja hann í hendur hiutafélagi. Hinn svo nefndi „Sjálfstæðis"- flokkur hefir líka verið sannneínt folaid ihaldsins nú síðustu árin. Smábændur og leiguliðar geta samkvæmt fenginni reynslu ekki Ireyst Sjálfstæöis-framsóknar-í- haldinu, hvorki til að koma ffant endurbótum á ábúöarlöggjöfinni, sem tryggi betúr rétt leiguliöanna. né heldur tii að bæta samgöng- urnar. Þingmenn þessara flokka eru vanir að ympra á nauðsyn- legum framkvæmdum, birta álna- langar framsöguræður og láta svo þar við sitja. Alt er felt eða svæft, sem að gagni mætti verða. Eða er þetta ekki staðfest af rey'nsiunni? Alþýðuflokkurinn er eini flokk- urinn, sent berst sleitulaust fyrir bættum kjörum alþýðunnar, hvort heldur er við sjó eða í sveitum. Hann ntiðar ekki umbætur í sveit- unum fyrst og fremst við óskir stórbændanna, heldur við þarfir fjöldans. Hann vill gera þeim kleift að búa í sveitum, sem það er hugleikið, án þess að þeir þurfi að sæía afarkosium um ábáð og aðdrætti, eins og hann hefir jafhan lagt kapp á að bæta hag álþýðunhar, hvar sem er á landinu, eftir ítrustu getu. Hann siglir með engin þau lík í lestinni, svo sem Klemenz varð strandferðaskips- málinu og Sveinn í Firði járn- brautarmálinu og Sigurður Egg- erz yrði eflingu Landsbankans, þjóðarbankans, ef „þessi þjóð“ veitti þessum vonbiðli sínum nú ekki lausn í náð frá þingsetu og gæfi honum tóm til að sitja að íslandsbanka-krásinni, sem Jón Þorláksson leyfði honum að taka f fylgdarlaun. Einyrkjum og leiguliðum í sveit er sjálfra sin vegna bezt að styrkja Alþýðuflokkinn með fylgi sínu. Lofið „Tímanum" að elta stórbændufna og þakka kónginum góða veðrið. Verkalýðurinn, hvar sem er á landinu, stendur ykkur nrargfalt nær. „Óðinnu, strandvarnaskipið nýja, kom um klukkan hálf-ellefu í gær- kveldi og hafði þá verið 8V2 klst. á leiðinni frá Vestniannaeyjum. Skipið lagðist við eystri hafnar- bakkann, og tók fjánnálaráðherr- ann á móti því með stuttri ræðu, en fóik, er safnast hafði saman á bakkanum, fagnaði kömu þess með húrrahr-ópum. Síðan var þing- tnönnum, blaðamönnum o. fl. ’sýnt skipið. Skipið sýnist vel úr garði gert til ætlunarverks síns, vel lagað til gangs og sæmilega hraðskreytt og húið öllutn gögnum, er þurfi tii að skjóta þeim bófum skelk í bringu, er ásælast fjársjóði land- helginnar, og haía hendur í hári þeirra. Tvær fallbyssur eru á skipinu og kastijósa-útbúnaður. Hýbýli skipshafnar eru allvistleg og séð fyrir ýmsum þægindum. Skipið kostar um hálfa milljón króna. Vissulega ber að fagna þeirri strandvarnabót, sem þetta nýja skip heíir í för með sér, en reynsl- an metur hana bezt. Ekki er þó síður komið undir skipshöfn en skipi, hvert gagnið verður, og bezt er vitanlega islendingum trúandi til að gæta íslenzkrar landhelgi dyggilega og ötullega. Innlend tiðindi. Vestm.eyjum, FB., 23. júní. Koma „Óðins“. „Óðinn“, nýjít strandvarnarskip- ið, kom hingað kl. 111 1. Prýðilegt skip á sjó að líta. Árferði. Fiskþurkur góður í gær og dag. Þeir, er sækja sjó, afla fremur vel. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3. Sími 686. Alþýðuflokksfundur verður í kvöld kl. 8V2 í Bárubúð og rætt utn landskjörið. Á fundin- utn tala fulltrúaefni Álþýðuflokks- ins og flokksmenn utan af landi, er hér eru staddir. Alþýðukonur a'ttu sérstaklega að sækja fundinn, því að á alþýðulistanum einum eru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.