Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ P ]í 4LÞÝBUBLABIÐ kemur út á hverjum virkum degi. | Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J ti) kl. 7 síðd. ] Skrifstofa á sama stað opin kl. \ 9' 2-10Va árd. og kl. 8-9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (sErifstöfan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á J mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu gímar). Jdn Þorláksson, forsætisráðherra af eigin „náð“. Fékk áður hryggbrot alpingis. Hka svo, að fréttin stóðst ekki reynsluna, og Jón tók stjórnina í sinar hendur. Vonandi ber þjóðin gæfu til að htista hann úr söðlinum áður en honuni vinst thni til að setja upp her eða gefa mörgum gróðabralls- félögum eftir skyidur sínar við ríkissjóð, — á ineðan heimili íá- tækra alþýðumanna eru þrautpínd með tollum á hvern bita og hverja ílík, meðan alþýðan er margþjökuð með álögum á álögur ofan svo lengi, sem nokkuð er lengur unt aö narta af henni, — en þetta er það, sem sitjandi for- sætisráðherrastólsins kallar „ráð- deild“(!). Sjálfsagt er mörgum í fersku minni hryggbrotið, sem Jón Þor- Jáksson fékk hjá alþingi 1924, þegar hann var lengst að brölta við að verða forsætisráðherra og hafði jafnvei iátið iíkiega við kon- unginn um, að’það myndi takasty en fékk svo aidrei nema 12 þing- meim að sjálfum sér með töldum tii aö styrkja sig upp í stólinn ,og varð Joksins að láta kónginn vita, að getuna vantaði, þótt vilj- inn væri nægur. Nú hefir þessi vonbiðill forsæíisráðherrastólsins séð sér færi á að skríða upp í hann um stund án j>ess að leita þingieyfis til. P>að er að vísu talið fínna að láta heita svo, sem kóng- urinn hafi falið honum starfið; en eins og allir vita, sem nokkra nasasjón hafa af „kóngdæminu", þá er kóngurinn áhyrgðarlaus og má enga stjórnarákvörðun taka nema á ábyrgh einhvers ráðherr- anna og hefir því, eins og vant er, ekkert annað gert en það, sem ráðherrarnir, Jón ■ Þorláksson (og Magnús?), hafa sagt honum fyrir. . Fyrir landskosningarnar var sú frétt látin berast út manna á með- al, að Magnús yrði forsætisráð- berra, en ekki Jón. Pað .mun hafa þótt hyggilegra. Mörgum þótti þó óírúlegt, að Jón væri alt í einu orðinn svo frábitinn jrví að stíga í forsætisstólinn, að hann gæfi Magnúsi sætið eftir með góðu, jafnvel þótt það heföi líklega ver- ið skynsamlegra l'yrir íhaldsflokk- inn, og sá maður, sem kunnugt var um að þingið hafði hrygg- brotið, hefði þess vegna fremur átt að draga sig í hlé. F>að fór Sumarleyfi verkamanna. I Khöfn, í júií 1926. Verkamenn hafa á ölium tímum reynt að korna inn í kaupsamn- inga sína við atvinnurekendur á- kvæði um sumarleyfi fleiri eða færri daga, með kaupi eða án kaups. En jretta ákvæði hefir á- valt mætt mótspyrnu, ekki að eins innan hinna einstöku féiaga at- vinnurekenda, heldur líka sam- bandsfélags þeirra. t>rátt fyrir þessa mótspyrnu úrþeirri átt hafa verka- menn þó ekki lagt árar í bát, heidur haldið barningnum áfram, og ait af voru einhverjir úr ilokki atvinnurekenda, sem skildu það, að verkamenn myndu þurfa að hafa sumarleyfi nokkra daga, og heimiluðu það því annaðhvort án kaups eða með kaupi, en að eins fáa daga, 2—4. Og svo hefir þetta verið alt fram að þessum degi. En vitanlega hafa orðið framfarir á þessu sviði eins og fiestum öðrum meðal verkamanna og atvinnurekenda. Eftir skýrslum, sem ég hefi um þetta efni og safnað hefir verið af „De Samvirkende Fagforbund" (verkalýðssambandinu danska) ár- ið 1918, sést, að 39 iðnféiög hafa náð samningum um sumarleyfi ýmist við atvinnurekendafélagið, einstaka atvinnurekendur eða við ríkið eða bæjarstjórnina, en þess er þó að gæta við þetta, að samn- ingar þessir eru að eins fyrir á- kveðiö tímabil og líka bundnif við það, hve lengi menn hafa unniö á staðnum. Það þyrfti því að semja áriega um sumarieyfið, enda þó að kaupsamningurinn væri lengur gildandi. Þess er þó getið, að þegar þessar skýrsiur eru samdar, hafi alveg nýiega (1918) náðst fastur samningur um sumarleyfi t. d. meðal prentara utan Kaupmannahafnar ogíöllum ]>eim iðngreinum, er til þess heyra (de grafiske Fag). í Kaupmanna- höfn voru á jressum tíma margar prentsmiðjur, er gáfu verkamönn- um sínum sumarleyfi og flestar með kaupi (6 daga). Síðan síð- ustu samninga (1925) er sumar- leyfi fast ákveðið í samningum, 6 dagar með fullu kaupi. Við já;n- og málm-iðnað er ekkerí sumar- leyfi, en atvinnúrekendur geta þó ekki neitað verkamönnum sumar- leyfis, en það má þó ekki fara fram úr þrem dögum og kaup- laust. Við tóbaksiðnað hafa allir (8000 manns) sumarleyfi, 6 daga með kaupi (verksmiðjunum lokað öllum í einu). F>að yrði oflangt mál að fara hér að tína til ýmis iðnfélög, sem náð hafa samningum við at- vinnurekendur um sumarleyfi og með. föstu kaupi, en það nægir að gefa heildaryfirlitið. Þó skal ég geta þess þegar, að allir í þjón- ustu ríkis eða bæja hafa frá 7 til 14 daga sumarleyfi með fullu kaupi, skrifstofufólk (við verzlun ogannað) frá3-14daga sumarleyfi meö kaupi, en margt af jæssu fólki er ekki í neinum félögum, svo að ilt er að vita nokkuð um það með vissu. Heildaryfirlitið verður þá þetta eftir skýrslum D. S. F.: Tala með- lima (1918) 260,P08, tala meðlima með sumarleyfi og kaupi 63341, hundraðstala af meðlimatölunni 24,2, verulegir frídagar 480921, meðaltai af frídögum meðlima 1,8. Eftir þessum skýrslum er það að eins þriðjungur af meðlimum D. S. F„ sem njóta sumarleyfis meb kaupi. Það er því langt í land enn þá, einkum ef takmarkið á að vera 14 daga sumarleyfi með fullu kaupi. Þorf. Kr. Spænskt lif. Tæmir dollu-tug á ný tildur-skolli gildur"; dára-solli danzar í drengja-kolla hildur. Fr. H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.