Alþýðublaðið - 29.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.07.1926, Blaðsíða 1
Alþýðiiblaðið Gefid út af AipýAuflokknum 1926. Fimtudaginn 29. júlí. 174. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 28. júlí. Fjárhagsmállð franska. Frá París er símað, að þegar stjórnin kom á þingfund, hafi sameignarmenn tekið á móti henni með ópum miklum. Sam- pykt var tillaga, er lýsti trausti á stjórninni, og jafnframt frest- un á umræðu um fjárlögin með prem fjórðu hlutum atkvæða. Fjárlög hafa verið lögð fyrir fjár- hagsnefnd pingsins til íhugunar. Nýja skatta, er'nema sjö milljörð- um franka, á að leggja á, og af peim fer einn milljarð til launa- uppbóta til óánægðra starfs- manna. Skyndiafgreiðsla fjárlag- anna var síðan sampykt mótstöðu- laust. Lögreglan hefir sundrað mótmælasamkomum verkamanna og ýmissa óánægðra starfsmanna ríkisins. „Orðrómur“ frá Rússlandi. Frá Moskva er símað, að : sá orðrómur leiki á, að Sokolnikov sé meðsekur Sinoviev, er hafi spilt sáttum milli sveita- og borga-búa og tjáð samningsvilja stjórnarinnar við Evrópupjóðirnar ósamrýmanlegan baráttunni fyrir heimsbyltingu. Stauning kominn heim. (Eftir tilk. frá sendiherra Dana.) „Island" kom til Kaupmanna- hafnar um miðdegi á mánudag- inn. Samdægurs íluttu kvöldblöð- in viðtöl við Stauning forsætisráð- herra. Kveður hann sig hafa sann- færst um mikinn vinarhug íslend- inga til Dana, og lýsir síðan kynn- um sínum af landinu og ástand- inu. „Social-Demokraten“ flutti á priðjudaginn langt viðtal við ráð- herrann með myndum frá ölfus- árbrú, Þingvöllum og af andlits- mynd Ríkharðs Jónssonar af Stau- ning. M. a. segir ráðherrann: „Ég vona, að danskir atvinnurekendur fari að vinna að sölu á íslenzkum afurðum. Það er næsta óskiljan- legt, að ekki skuli vera talsverð- ur markaður hjá oss fyrir hina ágætlega vel verkuðu íslenzku síld, og sama má segja um ýmsar aörar fiskaíurðir, sem vér ættum fyrst og fremst að leita eftir á íslandi.“ lunlend tfðindi. Akureyri, FB., 28. júlí. Sildveiðln. Síldveiðin hefir gengið stopult vegna ógæfta. Einnig hefir illkynj- uð kvefpest gengið á skipunum, svo að sum hafa orðið að liggja á h.öfnum niarga daga. Mest af peirri síld, sem veiðst hefir, hef- ir 'farið í Ibræðslu. 1 Akureyrarum- dæmi hafa að eins verið saltaðar 1510 tunnur. Tíðarfarið. Fyrsti verulegur purkdagur í hálfan mánuð er í dag, og hefir bændum tekist að bjarga töðu sinni, sem lá undir skemdum. 1 Öxnadal hafði taða skemst til rnuna á sumum bæjum, og svo mun víðar, pótt ekki hafi til spurst enn. Ópurkarnir munu hafa verið mestir í dölum inn til fjalla. Einar H. Kvaran llutti hér erindi í gærkveldi fyrir fullu húsi. Var pað um sálar- rannsóknir. Innflutningsbann vegna munn- og klaufa-veiki. FB., 29. júlí 1926. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið tilkynnir: Með pví að mjög skæð munn- og klaufa-veiki gengur nú i Dan- mörku og Svípjóð, er hér með samkvæmt lögum nr. 22, frá 15. júní p. á., um innflutningsbann á dýrum o. fl. og með ráði dýra- læknisins í Reykjavík bannað að viðlögðum sektum og skaðabótum samkvæmt lögum pessurn aö flytja fyrst um sinn til landsins frá löndum pessum lifandi fugla, hey, hálm (nema umbúðahálm), alidýraáburð, hráar og lítt salt- aðar sláturafurðir, hverju nafni sem nefnast, ósoðna mjólk og notaða fóðurmjölssekki. Auglýsing samhljóða tilkynning pessari hefir verið' gefin út til birtingar í Lögbirtingablaðinu. Einstaklingsframtakið. Undanfarió hafa tveir alpekt- ir „heldri" borgarar, peir Ó. G. Eyjólfsson og R. P. Leví, hnakk- rifist í blöðum og bæklingum. Bera peir par hvor á annan hin- ar stórkostlegustu falsanir, fjár- drátt og glæpi. Húðfletta peir svo hvor annan, að báðir standa eft- ir berstrípaðir skjálfandi í kulda almenningsálitsins. Það er gam- an að sjá „heldri“ borgarana fletta hvorn ofan af öðrum og sýna með pví hiö „guðdómlega frjálsa einstaklingsframtak" í sinni réttu og sönnu mynd. En auðvaldsblöðin hrópa pó dag eftir dag af krafti sannfær- ingarinnar: „Lifi einstaklingsfram- takið!" og „borgararnir" ganga áfram götu hinnar „frjálsu sam- keppni" hnakkakertir, ljómandi af framtakinu og í hávegum hafðir. En alpýðan brosir að pjóð- skipulagi „borgaranna". V. Alþýðubókasafnið. Þeir, sem hafa bækur að láni úr Alpýðubókasafninu, eru beðnir að skila peim ekki síðar en næstkomand laugardagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.